Þurrhumlun, secondary, plast vs gler carboy

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Þurrhumlun, secondary, plast vs gler carboy

Post by flokason »

Núna er ég að fara þurrhumla nokkra bjóra sem ég er að brugga.

Ég hef séð fólk mæla með að fara í secondary þegar það þurrhumlar, en einnig að þurrhumla beint í primary. Hvort ætti ég að gera, henda humlunum beint í primary eða setja þetta í secondary og þurrhumla í því?

Einnig, ef ég fer í secondary, ætti ég að nota bara 30L tunnu og eins ég nota í primary, eða á ég að splæsa í svona gler carboy eins og áman selur á 9000kr (og vínkjallarinn á 8000kr). Gæti verið að ég þyrfti þá að splæsa í 3stk, ég er með 3 í gerjun ákkúrat núna og mun brugga amk 1 nýjan á næstu dögum og ég hafði hugsað mér að þurrhumla þá flesta

Takk kærlega fyrir
Arnar
edit:
Er búinn að vera lesa um þetta á homebrewtalk og fólk virðist gera bæði, sumir dryhoppa í primary og segja það jafngott/betra og svo segjast sumir alltaf nota secondary þegar þeir dry hoppa
Spurning hvort maður ætti þá bara að dryhoppa í primary, losna við auka skref sem gæti komið súrefni í bjórinn, eða hvað finnst ykkur
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Þurrhumlun, secondary, plast vs gler carboy

Post by bergrisi »

Ég ætla að gera einn IPA í lok mánaðarins og ætla þá að nota secondary. Geri það allajafna ekki. Ætla að henda humlunum bara beint í í staðinn fyrir að nota poka.
Annars er þetta örugglega smekksatriði.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Þurrhumlun, secondary, plast vs gler carboy

Post by gm- »

Ef þú þarft að kaupa búnað þá myndi ég bara henda þeim útí primary, hef gert bæði og finn voðalega lítinn (ef einhvern) mun. Mér finnst samt oft betra að færa yfir í glercarboy eftir nokkra daga í primary til að losna við slatta af grugginu, sérstaklega með stærri bjóra sem eru með meira grugg.

Venjulega bjóra set ég bara beint í glercarboy, auðveldara að þrífa þá vel, og minni sýkingarhætta þar sem glerið rispast ekki eins og plastföturnar.
Post Reply