Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by halldor »

Jæja þá er komið að okkar árlegu heimsókn í Borg Brugghús.
Líkt og í fyrra munum við fá að smakka á nýjustu árgerðinni af Surti áður en hann kemur í Vínbúðir. Fágun mun að sjálfsögðu bjóða upp á léttar veitingar og Borgarmenn sjá um að enginn fari þyrstur heim.
Gert er ráð fyrir að heimsóknin standi yfir í um 2 klst.

[Uppfært] Lokað hefur verið fyrir skráningu og staðfestingarpóstur sendur á þá sem komast með
Að þessu sinni komast aðeins félagsmenn með þar sem 40 félagsmenn hafa nú skráð sig
Athugið að fullgildir félagsmenn Fágunar 2012-2013 hafa forgang í þessa heimsókn og fá að sjálfsögðu frítt. (Hér eru upplýsingar um það hvernig þú skráir þig í félagið)

Sjáumst þar,
Stjórnin
Plimmó Brugghús
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by hrafnkell »

Þeir sem mættu á fundinn og skráðu sig þar eru ready er það ekki?
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by halldor »

hrafnkell wrote:Þeir sem mættu á fundinn og skráðu sig þar eru ready er það ekki?
Jú. Allir sem mættu á mánudagsfundinn 07.01.2013 og skráðu sig á forskráningarblaðið eru komnir á lista.
Plimmó Brugghús
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by bergrisi »

Búinn að skrá mig og hlakka mikið til.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gardar
Villigerill
Posts: 2
Joined: 5. Nov 2009 09:20

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by gardar »

Skráði mig fyrst í ferðina, greiddi svo limagjaldið, vona að maður detti beint í forgang :)

Edit: úps, gleymdi að senda kvittun en mundi þó eftir því að setja notendanafnið í skýringu, vona að það sleppi.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by halldor »

gardar wrote:Skráði mig fyrst í ferðina, greiddi svo limagjaldið, vona að maður detti beint í forgang :)

Edit: úps, gleymdi að senda kvittun en mundi þó eftir því að setja notendanafnið í skýringu, vona að það sleppi.
Allt í góðu Garðar. Þú ert öruggur með.
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by halldor »

Ath. Lokað hefur verið fyrir skráningu í heimsóknina fyrir aðra en fullgilda meðlimi.
Við höfum nú þegar fengið allt of margar skráningar og nú er svo komið að aðeins fullgildir meðlimir eru öruggir með. Við munum senda tölvupóst á alla sem hafa skráð sig, seinna í dag eða á morgun með upplýsingum um stöðu skráningar (þ.e. hvort aðilinn sé öruggur, líklegur eða úti).
Að sjálfsögðu hefðum við viljað fá alla áhugasama með í heimsóknina, en því miður er húsrúm takmarkað.

Með kveðju og þökk fyrir frábærar undirtektir,
Stjórnin
Plimmó Brugghús
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by Benni »

þar sem hópurin hefur nú stækkað töluvert undanfarið er þá ekki hægt að skoða það með næstu svona ferð að taka tvo daga í þetta svo að fleiri fái nú að njóta skemmtuninnar og fróðleiksins sem Borg bíður uppá? bara hugdetta
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by halldor »

Benni wrote:þar sem hópurin hefur nú stækkað töluvert undanfarið er þá ekki hægt að skoða það með næstu svona ferð að taka tvo daga í þetta svo að fleiri fái nú að njóta skemmtuninnar og fróðleiksins sem Borg bíður uppá? bara hugdetta
Sæll Benni

Jú það er alls ekki vitlaust. Félagið hefur blásið út á síðustu misserum og því ekki óeðlilegt að viðburðir stækki í umfangi. Það er alveg hægt að skoða það að heimsækja Borgarmenn aftur á þessu ári, en það veltur að sjálfsögðu á samþykki þeirra.
Við höfum t.d. þurft að færa bjórgerðarkeppnina í stærra húsnæði á hverju ári og einnig höfum við aukið magn af bjór í boði á keppniskvöldi.
Það sama gildir um kútapartíið á menningarnótt þar sem við fórum létt með 170 lítra af bjór í fyrra. Samanborið við 100 lítra árið áður.

Kveðja,
Halldór
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by halldor »

Nú er skráningin í heimsóknina í Borg orðin full og allir sem sendu inn skráningu hafa fengið tilkynningu um það í tölvupósti hvort þeir komust með eða ekki. Fjöldi nýskráninga í félagið síðustu daga gerði það að verkum að aðeins fullgildir félagsmenn komust með í ferðina þetta árið.

Að sjálfsögðu hefðum við viljað að allir áhugasamir kæmust með, en því miður er húsrúm takmarkað.

Kveðja,
Stjórnin
Plimmó Brugghús
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by ulfar »

Djöfull er ég spenntur!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by hrafnkell »

Verulega mikil spenna hér á bæ.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by bergrisi »

Þetta er frábært. Gaman að menn eru að sjá það að það margborgar sig að vera fullgildur meðlimur í þessu félagi.
Ég segi það aftur að ég hef aldrei fengið eins mikið fyrir eins lítið við að vera fullgildur meðlimur í þessu snilldar félagi.

Sjáumst á laugardaginn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by helgibelgi »

Takk fyrir frábæra heimsókn! Það er náttúrulega alger lúxus að fá að spjalla við Stulla og Valla um bjór og smakka afurðir þeirra!

Takk fyrir mig :fagun:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by bergrisi »

Takk fyrir mig. Þetta eru höfðingjar.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by Classic »

Hvernig er það, var svo grimmt smakkað að enginn man eftir neinu slúðri?

Maður hefur heyrt sögur af páska-quadrupel með krassandi nafn og reyktu skrímsli sem fékk fyrst vængi þegar því var hrært saman við Myrkva, en meira fæ ég ekki upp úr mínum litla fugli sama hvað ég pressa á hann.. Voru þessir kallar á krönunum? Var eitthvað hægt að fiska upp úr meisturunum um við hverju má búast frá þeim á árinu?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by hrafnkell »

Við fengum að vita af þorra og páskabjórnum (ekki smakk af páska)... Svo var það auðvitað surtur 8.1 sem stóð uppúr að mínu mati.

Bjórarnir sem voru á krana:

(Allt prufubatch af viðkomandi bjórum)
1. Myrkvi - létt útgáfa af Myrkva - um 4%
2. Stekkjastaur
3. Lúðvík - Ansi svipaður útgáfunni sem kom í búðir
4. Full of shit - taðreyktur. Svaka mikill reykur, skemmtilegt að blanda við aðra, t.d. myrkva eða SMASH.
5. Súper benni (Benedikt) - Ofur sterkur, belgískur skratti
6. SMASH - 10% cascade og pilsner

Smökkuðum einnig surt 2013 og surt 2012 (8.1) sem var bruggaður ári og var geymdur í koníakstunnum í ár. 13% kvikindi.

Þetta var stórskemmtilegt, takk kærlega fyrir mig.
Last edited by hrafnkell on 21. Jan 2013 11:23, edited 1 time in total.
gardar
Villigerill
Posts: 2
Joined: 5. Nov 2009 09:20

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by gardar »

hrafnkell wrote:Við fengum að vita af þorra og páskabjórnum (ekki smakk af páska)... Svo var það auðvitað surtur 8.1 sem stóð uppúr að mínu mati.

Bjórarnir sem voru á krana:

(Allt prufubatch af viðkomandi bjórum)
1. Myrkvi
2. --- Man ekki
3. Lúðvík
4. Full of shit (taðreyktur)
5. Súper benni (Benedikt)
6. SMASH (10% cascade og pilsner)

Smökkuðum einnig surt 2013 og surt 2012 (8.1) sem var bruggaður ári og var geymdur í koníakstunnum í ár. 13% kvikindi.


Þetta var stórskemmtilegt, takk kærlega fyrir mig.
Var það ekki stekkjastaur sem var þarna nr 2 ;)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by bergrisi »

20130119_145204-1.jpg
20130119_145204-1.jpg (60.72 KiB) Viewed 28582 times
Hér er listinn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Heimsókn í Borg Brugghús 19. janúar kl 14:00

Post by æpíei »

Mjög áhuaverð og skemmtileg ferð. Ég er enn að læra sem bruggari og notaði því tækifærið til að spyrja ráða. Takk kærlega fyrir góð svör og margar áhugaverðar ábendingar um bruggtækni og græjur.

Það var gaman að smakka þessar frumútgáfur af bjórunum sem maður þekkir, reykti skíturinn var skemmtilegur og SMASHinn sömuleiðis. Surtur 8.1 stóð uppúr. Nú er bara að mæta snemma á föstudaginn í Ríkið og hafa með sér vænt búnt af þúsundköllum :twisted:

Siggi
IMG_1705.jpg
IMG_1705.jpg (116.06 KiB) Viewed 28553 times
Post Reply