Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Post by halldor »

Ég er að skreppa í stutta heimsókn til Kaupmannahafnar á versta tíma og missi þ.a.l. af heimsókninni í Borg. En það þýðir nú bara að það eru fleiri sæti laus fyrir ykkur hin.

Ég er búinn að mæla mér mót við Mikkel, stofnanda og eiganda Mikkeller. Hann ætlar að gefa sér tíma til að svara spurningum íslenskra heimabruggara og langar mig því til að biðja ykkur um að skella spurningum í þennan þráð sem ykkur langar að spyrja kallinn.

Ég set svo saman smá grein og birti hér í kringum mánaðarmótin næstu :)

Kveðja,
Halldór
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Post by halldor »

Hér koma nokkrar:

Veistu hversu marga mismunandi bjóra þú hefur bruggað?
Sérð þú sjálfur um gerð allra uppskrifta eða eru fleiri á bak við tjöldin?
Hvaða humlar eru í mestu uppáhaldi hjá þér og afhverju?
Hver er þinn uppáhalds Mikkeller bjór? En frá öðrum framleiðanda?
Plimmó Brugghús
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Post by helgibelgi »

Nú veit ég lítið um manninn en það væri gaman að spyrja hann af hverju hann fór að brugga til að byrja með :?:
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Post by Maggi »

Ég væri til í að vita afhverju bjórarnir hans eru ekki seldir í hinum hefbundnu matvörubúðum eins og Nettó, SuperBest, og Fotex?

Ég hef eingöngu séð þá í sérbúðum og þar með er verðið líklega hærra en það þarf að vera.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Post by AndriTK »

ég spurði hann út í fjölda bjórana fyrir stuttu og hann hefur ekki hugmynd. Á eftir að benda þér bara á ratebeer ;)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Post by halldor »

AndriTK wrote:ég spurði hann út í fjölda bjórana fyrir stuttu og hann hefur ekki hugmynd. Á eftir að benda þér bara á ratebeer ;)
Hann hefði kannski átt að skrifa bara númerið á tappann eins og ég geri ;)
Plimmó Brugghús
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Post by bergrisi »

Eins og áður hefur komið fram þá er gaman að spyrja hann útí byrjunina.

1. Afhverju og hvernig hann byrjaði?
2. Hverju getur hann þakkað árangur, var það eitthvað eitt í bjórferlinu sem gerði gæfumun. td. meskihiti, tími, gerjunarhiti. Hvað telur hann að hafi gert það að verkum að hann náði betri árangri en aðrir.
3. Er hann með eitthvað ráð fyrir metnaðarfulla heimabruggara. Hvar þarf fókusinn að vera umfram annað?
4. Hvernig sér hann fyrir sér bruggsenuna þróast á næstu árum?
5. Þekkir hann eitthvað til íslenskra bjóra og ef svo er einhver sem hann telur vera gera góða hluti.
6. Hver er stefnan hjá honum. Hvar sér hann sitt vörumerki vera eftir 10 ár.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Q&A - Mikkel hjá Mikkeller

Post by halldor »

bergrisi wrote:Eins og áður hefur komið fram þá er gaman að spyrja hann útí byrjunina.

1. Afhverju og hvernig hann byrjaði?
2. Hverju getur hann þakkað árangur, var það eitthvað eitt í bjórferlinu sem gerði gæfumun. td. meskihiti, tími, gerjunarhiti. Hvað telur hann að hafi gert það að verkum að hann náði betri árangri en aðrir.
3. Er hann með eitthvað ráð fyrir metnaðarfulla heimabruggara. Hvar þarf fókusinn að vera umfram annað?
4. Hvernig sér hann fyrir sér bruggsenuna þróast á næstu árum?
5. Þekkir hann eitthvað til íslenskra bjóra og ef svo er einhver sem hann telur vera gera góða hluti.
6. Hver er stefnan hjá honum. Hvar sér hann sitt vörumerki vera eftir 10 ár.
Þetta eru frábærar spurningar. Vonandi er hann með svör við þessu öllu :)
Plimmó Brugghús
Post Reply