
Af svona almennum lagerbjórum þá finnst mér Polar Beer nánast ódrykkjarhæfur, það er eitthvað óbragð þarna sem ég er ekki að fíla.
Svo í sérbjóradeildinni þá keypti ég fyrir nokkrum árum, í ÁTVR Skútuvogi, einhvern þýskan Rauchbier, líklegast Aecht Schlenkerla Rauchbier. Bragðskynið hjá mér var ekki alveg tilbúið fyrir þetta og ég man að ég lýsti fyrir vinum bjórnum á þennan hátt: "það er eins og einhver hafði tekið tvíreykt hangikjét, sett það í blandara og bætt smá spíra út í". Á þeim tíma var ég rétt að byrja að þreyfa mig áfram í bjórsmakki, og verð ég að viðurkenna að ég passaði mig aðeins betur eftir það.
Ég væri þó til í að smakka þennann í dag og dæma á ný, því pallettan hefur þroskast talsvert síðan þá, og t.d. eru móreykt viskí (Laphroaig og Connemara) í uppáhaldi þessa dagana.