Hvað gerið þið við kornið?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Hvað gerið þið við kornið?

Post by æpíei »

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig ég best geti losað mig við kornið eftir meskingu. Á maður bara að henda því í ruslið eða er til einhver umhverfisvænni leið? Væri gaman að heyra tillögur hér.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by Proppe »

Ef þú ert að kompósta, þá er þetta fínasta viðbót.
Helst væri að verða sér úti um svín, þá gæti maður breytt notuðu korni í beikon.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by Idle »

Einu sinni setti ég það í poka og í ruslarennuna (á þriðju hæð). Þar sem ég var með sameignina þá vikuna, ákvað ég að gera það aldrei aftur (blautt korn er þungt!).

Venjulega hef ég bara skóflað því í skömmtum í klósettið og sturtað niður á milli. Bý ekki svo vel að hafa garð þar sem ég get nýtt þetta, og ekki nenni ég að keyra með þetta á næstu stöð Sorpu. :oops:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by hrafnkell »

Ég gef fuglunum kornið á veturna... Garðurinn er t.d. ansi líflegur hjá mér þessa dagana :) Á sumrin er fínt að dreifa korninu á grasblettinn, virkar eins og fínasti áburður - og hverfur alveg ofan í svörðinn.

Eftir hverja einustu bruggun geri ég amk 1 brauð, en kornið fer ansi hægt þannig, maður notar bara um 100gr per brauð.

Hestar, kýr, svín, hænur, kindur og fleiri skepnur éta þetta líka, ef maður þekkir einhvern sem er í þannig búskap.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by karlp »

ég nota ~100-150gr í skonsa, sem ég baka oft á meðan ég er brugga. En ég henda restin bara í svartan tunna. (Ég reyna að halda tunna opið soldið, blaut, með ekki loft ==>> ömulegt lykt)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by einarornth »

karlp wrote:ég nota ~100-150gr í skonsa, sem ég baka oft á meðan ég er brugga. En ég henda restin bara í svartan tunna. (Ég reyna að halda tunna opið soldið, blaut, með ekki loft ==>> ömulegt lykt)
Má ég fá uppskrift?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by Classic »

Ég skelli vænum slatta í poka og hendi í mömmu til að baka úr, get yfirleitt gengið að dýrindis brauði vísu þegar ég kíki á gamla settið í mat. Hún notar 100g af blautu korni á móti 500g af hveiti ... Restin hefur svo bara endað í sorprennunni vanræðalaust. Fuglafóðurshugmyndin hljómar eins og plan, en það er svo lítið sem fer í það að það léttir svo sem lítið..
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by hrafnkell »

Classic wrote:Ég skelli vænum slatta í poka og hendi í mömmu til að baka úr, get yfirleitt gengið að dýrindis brauði vísu þegar ég kíki á gamla settið í mat. Hún notar 100g af blautu korni á móti 500g af hveiti ... Restin hefur svo bara endað í sorprennunni vanræðalaust. Fuglafóðurshugmyndin hljómar eins og plan, en það er svo lítið sem fer í það að það léttir svo sem lítið..
Ég setti 10kg af hrati (40l lögn) fyrir utan hjá mér um daginn... Það hvarf allt :)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by Oli »

Sá þetta hjá BYO
http://brooklynbrewshop.com/themash/bes ... rain-chef/" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by æpíei »

Fuglinn hefur ekki litið við þessu hjá mér :?

Næst baka ég brauð.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:Fuglinn hefur ekki litið við þessu hjá mér :?

Næst baka ég brauð.
Þeir voru svolítið lengi að fatta þetta hjá mér, en núna er stanslaus traffík af þröstum og svartþröstum í garðinum hjá mér. Mjög skemmtilegt að fylgjast með þessum kvikindum :)
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by bjarkith »

Þrösturinn og starrinn eru stórtækir í mínum kornúrgangi og svo fer eitthvað í bakstur hjá fjölskyldumeðlimum.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Post by karlp »

einarornth wrote:
karlp wrote:ég nota ~100-150gr í skonsa, sem ég baka oft á meðan ég er brugga. En ég henda restin bara í svartan tunna. (Ég reyna að halda tunna opið soldið, blaut, með ekki loft ==>> ömulegt lykt)
Má ég fá uppskrift?
Grunn uppskrift er svona...
2 cup hveiti
2 tsk lyftiduft
2 cup mjólk
2 eggs
1/2 tsk salt
~100g sykur.

Og ég bæta við notað korn. Ekki of mikið :)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply