Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by flokason »

Það var einn hérna að selja complett BIAB sett og ég tók af skarið og keypti allt af honum.

Ég verslaði eitt stykki Tri-centennial IPA af brew.is í gær og bruggaði í dag.


Ég var mjög óviss um hvað ég átti að setja mikið vatn í byrjun, í leiðbeiningum af brew.is var sagt 27L en beersmith sagði mér 34.19L.

Ég ákvað að fara eftir leiðbeiningum brew.is og setti 27L. Mesking gekk vel fyrir sig og ég tapaði mest 1°c yfir þessar 60mín sem ég meskaði í.

Suðan gekk svo vel fyrir sig þar sem ég sauð í 60min og bætti við humlum eftir uppskrift. Eitt sem mér fannst undarlegt við það eru að þessir humlar voru meira lauf frekar en pillur, sem sumum finnst kannski venjulegt, ég veit ekki.
Allavega eftir suðu þá var rosalega mikið eftir af þeim í botninum. Eftir stuttan lestur á fagun.is ákvað ég að setja það með í gerjunartunnuna. En magnið af virti eftir suðu eru tæpir 19L með humlunum, örugglega nær 16L ef ég hefði ekki sett humlana með.
OG var 1.068 sem passaði ákkúrat við uppskriftina

Ég hef smá spurningu, hvað mynduð þið gera varðandi þessa humla. Ég mun bæta við þurrhumlum eftir 5 daga, ætti ég að setja virtinn í secondary gerjunarkút þar sem ég tek ekki humlana með og hafa þurrhumlana í poka sem ég sekk með sótthreinsuðum kúlum eða einhverju.
Ég væri mjög ánægður ef ég fengi einhver ráð fyrir því

Er rétt ályktað hjá mér að í næsta skipti, ef ég nota sama skammt af korni og öllu, að ég ætti að nota sirka 4L meira af vatni, eða byrja með 31L (Pre Boil Vol) til að enda með 20L
Get ég notað þetta skipti til að fínstilla græjurnar mínar í beersmith

Með fyrirfram þökkum :)
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by Proppe »

Ef þú settir 27 lítra af vatni í byrjun og hittir á rétt gravity, þá er það rétt magn af vatni. Þannig að, ef þú bætir við 4 lítrum af vatni, endarðu sennilega á að þurfa að sjóða virtinn lengur til að ná réttu gravity.
Það sem hefur vantað uppá er vatnið sem tapast í kornið, því hvert kíló af korni dregur í sig tæpan líter af vatni. Svo stærri uppskriftir eins og IPA tapa meira vatni. Það er sennilega mál að kreista betur úr pokanum.
Ég er vanur að sigta botnfallið úr suðutunnunni í gegnum sótthreinsaðan meskipokann, þá næ ég öllum djúsnum úr hotbreikinu, en það er í sjálfu sér ekkert nauðsynlegt, því það fellur til botns með tíð og tíma.
Það er almenn skoðun á flestum heimabruggspjallsíðum að secondary gerjun sé óþarfi, svo það má sleppa því skrefi með góðri samvisku.
Þegar ég þurrhumla þá hendi ég þeim bara beint útí. Það getur stíflað hævertinn örlítið, en það þykir mér samt minna vesen en að standa í poka og kúlusótthreinsun.

Þannig að, ef þú bætir við 4 lítrum af vatni, endarðu sennilega á að þurfa að sjóða virtinn lengur til að ná réttu gravity.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by hrafnkell »

Þetta er líklega allt á réttri leið hjá þér. Laufin eru bara útaf því að ég á ekki centennial humal í pellets, en fæ þá vonandi á næstu vikum.

Eins og proppe segir þá er þetta í raun rétt hjá þér. Ef þú hefðir byrjað með meira vatn þá væri bjórinn líklega bara þynnri. Maður þarf að stilla sig aðeins af í fyrstu bruggunum til að fá nýtnina á hreint og læra á græjurnar svo ætti þetta að vera smooth sailing eftir 1-3 laganir.
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by flokason »

Takk fyrir þessi svör, um leið og ég vaknaði þá mundi ég eftir einu skrefi, ég gleymdi að hrista vel upp í fötunni þegar ég var búinn að setja virtinn í gerjunartunnuna, til að fá súrefni í virtinn.
Ég flýtti mér þá og sótti starsan upplausn og sótthreinsaði puttan á mér og hristi fötuna í 1-2 mín, og hafði vatnslásinn á meðan í starsan upplausninni, svo allt ætti að vera vel sótthreinsað þarna.

Það var annars alveg að bubbla þegar ég kom að þessu áðan, en ég ákvað samt að hrista upp í þessu, mér datt í hug að það gæti ekki skaðað, myndi bara vera betra, sem ég er virkilega að vona að sé raunin :)
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by hrafnkell »

Það er venjulega ekki gott að setja súrefni í bjórinn eftir að gerjun byrjar, en þú sleppur líklega.
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by flokason »

Úps, en jæja, ég veit það núna.

Það voru kannski 14klst þarna á milli. En spurning hvort maður leggi þá ekki bara í aðra lögn mjög fljótlega og læri af þessum mistökum :)

Ég hefði ekki átt að taka loftlásinn af, en ég hélt þrýstingnum með puttanum, svo það ætti að vera gott co2 lag þarna og ekkert súrefni, eða lítið að fara þarna inn, ég hafði gatið aldrei opið til að taka allan þrýstingin af.

En það er ekkert að gera nema bíða og sjá hvernig hann endar, og á meðan brugga annað batch :)
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by hrafnkell »

flokason wrote:Úps, en jæja, ég veit það núna.

Það voru kannski 14klst þarna á milli. En spurning hvort maður leggi þá ekki bara í aðra lögn mjög fljótlega og læri af þessum mistökum :)

Ég hefði ekki átt að taka loftlásinn af, en ég hélt þrýstingnum með puttanum, svo það ætti að vera gott co2 lag þarna og ekkert súrefni, eða lítið að fara þarna inn, ég hafði gatið aldrei opið til að taka allan þrýstingin af.

En það er ekkert að gera nema bíða og sjá hvernig hann endar, og á meðan brugga annað batch :)
Ef það var ekkert súrefni í fötunni þá er til lítils að hrista hana til að fá súrefni í virtinn :)
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by flokason »

Ég var að mæla lögnina og OG er 1.016, sem er sama og uppskrift segir og reiknivél gefur mér þá 6.8%
Ég smakkaði svo eftir að hafa mælt og þetta var rosalega gott.

Hinsvegar þá voru öll humla laufin að fljóta ofan á þessu og voru þurr, þannig ég var að spá hvernig ég ætti að þurrhumla, þar sem að ef ég hendi þessu bara úti, þá myndu humlarnir bara liggja ofan á gömlu humlunum og komast ekkert í snertingu við löginn eða virtinn.

Má hræra í þessu?
Hvernig mynduð þið mæla með að ég þurrhumli þetta


Svo á laugardaginn gerði ég batch nr. 2 (batch nr. 1 var á föstudaginn)
Þá gerði ég þessa uppskrift:
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=2217" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
(Svartur IPA)

Þá endaði ég með um 16L með OG 1.056, það er komið núna í 1.012, sem myndi þýða 5.7% abv. Ég smakkaði hann einnig, en hann var ekki næstum því jafn góður og fyrri, en það er kannski lítið að marka eftir 2 sólarhringa í gerjunartunnunni.

Mér fannst svo freistandi að gera batch nr. 3 á sunnudaginn, en ég ákvað að bíða þangað til að þessir tveir séu komnir á flöskur og drykkjahæfir :P
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by æpíei »

Ég gerði líka þennan Tri-centennial IPA sem minn fyrsta bjór nú í lok nóvember. Ég var ekki með nógu góða tækni við að taka kornið úr svona í fyrsta skipti, þannig að ég tapaði talsverðum vökva þar. Endaði með um 16 lítra í gerjunarfötu og 15 komust á flösku þegar ég var búinn að taka frá botnfall. Nú nota ég hins vegar grind sem ég set ofan á tunnuna eftir að ég hef tekið kornpokann úr, og næ því mun meiri vökva úr honum.

Annað er varðandi humlana. Ég setti þá ekki í gerjunarfötuna, heldur sigtaði burt. Til þess notaði ég Ikea IDEALISK sigti sem ég setti ofan á gerjunartunnuna (passar akkúrat) þegar ég hellti vortinum yfir úr suðutunninni. http://www.ikea.is/products/189" onclick="window.open(this.href);return false; Þegar kom að því að taka þurrhumlana úr gerjunartunnunni flutu þeir allir á yfirborðinu. Þá notaði ég svona Hjälte Deep Fri Skimmer sem er svona spaði með neti í, sniðugur til að týna upp hluti sem fljóta á yfirborðinu. http://www.ikea.com/us/en/catalog/products/60149461/" onclick="window.open(this.href);return false; (virðist ekki vera á íslensku Ikea síðunni þó ég fengi það þar).

Ég er ekkert að stressa mig of mikið á þessum OG/FG mælingum. Í þessari fyrstu lögun var svo lítill vökvi að sykurflotvogin stóð ofan í botni. Þannig að ég bara lokaði fötunni og gerði ráð fyrir að þetta reddasðist. Ég get alla vega vottað að hann er vel göróttur og bragðast líka glimmrandi vel! Þá strái ég bara gerinu yfir fötuna, loka og hristi létt fram og til baka í nokkrar sekúndur. Það virðist alveg virka nógu vel.

Það gekk ágætlega að setja á flöskurnar líka. Notaði 6,6g af sykur og leyst upp í volgu vatni eins og ráðlagt af brew.is. Tek þó fram að ekki er hægt að nota flöskur frá Steðja. Tapparnir festast illa á, og ég braut einn stút þegar ég mundaði tappagræjuna (aldrei gerst með aðrar flösku).

Ég er sannarlega að fíla mig í þessu sporti. Búinn að setja í nokkrar aðrar laganir og er bara rétt að byrja.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Fyrsta lögn - Tri-centennial IPA

Post by Proppe »

æpíei wrote: Notaði 6,6g af sykur og leyst upp í volgu vatni eins og ráðlagt af brew.is.
Ég vona að þú meinir 6,6g per líter. Svo er alltaf ráðlagt að sjóða sykurlausnina, svo það berist ekkert óæskilegt með henni.
Post Reply