Ég verslaði eitt stykki Tri-centennial IPA af brew.is í gær og bruggaði í dag.
Ég var mjög óviss um hvað ég átti að setja mikið vatn í byrjun, í leiðbeiningum af brew.is var sagt 27L en beersmith sagði mér 34.19L.
Ég ákvað að fara eftir leiðbeiningum brew.is og setti 27L. Mesking gekk vel fyrir sig og ég tapaði mest 1°c yfir þessar 60mín sem ég meskaði í.
Suðan gekk svo vel fyrir sig þar sem ég sauð í 60min og bætti við humlum eftir uppskrift. Eitt sem mér fannst undarlegt við það eru að þessir humlar voru meira lauf frekar en pillur, sem sumum finnst kannski venjulegt, ég veit ekki.
Allavega eftir suðu þá var rosalega mikið eftir af þeim í botninum. Eftir stuttan lestur á fagun.is ákvað ég að setja það með í gerjunartunnuna. En magnið af virti eftir suðu eru tæpir 19L með humlunum, örugglega nær 16L ef ég hefði ekki sett humlana með.
OG var 1.068 sem passaði ákkúrat við uppskriftina
Ég hef smá spurningu, hvað mynduð þið gera varðandi þessa humla. Ég mun bæta við þurrhumlum eftir 5 daga, ætti ég að setja virtinn í secondary gerjunarkút þar sem ég tek ekki humlana með og hafa þurrhumlana í poka sem ég sekk með sótthreinsuðum kúlum eða einhverju.
Ég væri mjög ánægður ef ég fengi einhver ráð fyrir því
Er rétt ályktað hjá mér að í næsta skipti, ef ég nota sama skammt af korni og öllu, að ég ætti að nota sirka 4L meira af vatni, eða byrja með 31L (Pre Boil Vol) til að enda með 20L
Get ég notað þetta skipti til að fínstilla græjurnar mínar í beersmith
Með fyrirfram þökkum
