Uppáhaldstegundin er líklega hinar ýmsu gerðir IPA, þ.m.t. double, 90 mínútur, svartur, hvítur og svo þessi "venjulegi". Einnig er ég hrifinn af porterum, bragmiklum stoutum (t.d. þeim sem legið hafa í bourbon eykartunnum), hefeweißen, witbier og jafnvel rauchbier. Belgískir trapist bjórar eru alltaf í uppáhaldi, en ég held þó að amerískir míkróbjórar séu í dag þeir mest spennandi. Þá er ég er mjög ánægður að sjá þennan mikla uppgang í bruggmenningu landans og það vonandi á eftir að auka gæði bjórsins sem fólk almennt drekkur hér á landi.
Nú loksins tók ég af skarið og keypti mér byrjendapakkann hjá brew.is. Eftir nokkrur tips frá Hrafnkeli skellti ég í fyrstu lögun og það gekk alveg glimrandi, svona að mestu leyti. Mæli hiklaust með honum fyrir algjöra nýliða eins og mig. Ég stefni ótrauður áfram og hlakka til að prófa mig áfram með margar tegundir, fá hugmyndir hér á þessari síðu sem annars staðar, og koma á hitting hjá Fágun. Sjáumst!