Wort eða Vört

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
karlpetersson
Villigerill
Posts: 1
Joined: 16. Dec 2012 19:26

Wort eða Vört

Post by karlpetersson »

Sæll
Ég er að reyna að finna smá Wort eða vört eins og það er kallað á sænsku, ég bakar eitthvað kallaði vörtbröd sem er hefðbundin jól brauð og notum vört til baka.
Þetta er wort/vört áður en þú bæta humlum og áður en það fer að gerjast og ég nota það fyrir bakstur.
Ef einhver gæti hjálpað mér að það væri frábært.
Því miður fyrir slæma íslensku en ég er frá Svíþjóð.
Kalli
karl(a)artimitation.com
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wort eða Vört

Post by hrafnkell »

Ég er líklega ekkert að fara að brugga fyrr en eftir jól einhvertíman þannig að ég get ekki reddað þér með "the real thing". Spurning hvort einhver annar geti reddað þér.

Þú getur farið í apótek og keypt malt extract og gert virt úr því. Það gæti kannski reddað þér.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Wort eða Vört

Post by Idle »

Sæll Kalli.

Hér er örlítil umræða um svokallað "bakaramalt".
Stebbi wrote:Þetta er sjálfsagt sama maltið en ef þú vilt fá bakaramaltið sem flestir hafa notað hérna þá fæst það hjá Innbak Hf sem er bakarahlutinn af Kjarnavörum. Hún heitir Laufey sem þú villt tala við og er í síma 565-1430 og fáðu hjá henni ljóst bakaramalt, það kostar ca 5000 kall fyrir 15Kg.
Mér þykir líklegra að þú sért að leita að virti (wort) sem hefur verið soðinn niður í sýróp fyrir baksturinn, eða hvað? Ef ég fletti upp "vörtbröd recipe" á Google, þá virðast flestar uppskriftir gefa upp dökkan bjór sem innihald.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply