Sælir!
Ég hef reyndar ekki lent í þeim sjálfur, en lesið um þær: flöskusprengjur.
Algengasta orsök sennilega of mikill priming sykur.
En sögurnar eru nokkrar á netinu og innihalda flestar æði skemmtilegar lýsingar. Oft nefnt 'bottle grenades'.
Kunningi minn var eitt sinn að brugga "bjór í poka". Þetta var eitthvað kit sem hann keypti í búð útá landi. Skv. lýsingunni var þetta poki sem blandað var vatn úti og hann síðan hengdur upp á vegg.
Þetta var hans fyrsta bruggun og hann vissi ekkert hvað hann var að gera.
Af og til fór hann niður í geymslu til að kíkja á herlegheitin (gerlegheitin?). Pokinn stækkaði og stækkaði og varð alltaf harðari og harðari (ég heyrði söguna of seint). Einn daginn fór hann niður í geymslu með tveggja ára son sinn á öxilinni. Hann potaði í pokann, sem var orðinn glerharður.
Þetta voru sumsé fyrstu kynni sonarinns af bjór, og hann var bókstaflega baðaður í honum. Ásamt pabba sínum og öllu draslinu inn í geymslu.
Held hann hafi verið settur í brugg-straff af frúnni eftir þetta.
Ég sá aldrei dótið sem hann var með, en einhvernveginn grunar mig að hann hafi gleymt að opna fyrir ventil á pokanum ...
Ef þið lumið á góðum sögum, endilega látið þær flakka!