Aðventuöppdeit.

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Aðventuöppdeit.

Post by Proppe »

Jæja, ég drullaðist loksins til að koma öllu á flöskur sem það þurfti.

Fyrst súkkulaðiporter sem fór úr OG 64 niður í FG 14. Endaði vel beiskur, þökk sé kakóinu en ég treysti mér ekki til að dæma um bragðið fyrr en hann er orðinn kolsýrður. Ég var búinn að lofa að taka myndir af fötubotninnum, en gleymdi því. Ímyndið ykkur bara að fara í jólahlaðborð, éta yfir ykkur og klára svo sekk af turkish pepper áður en þið drekkið ykkur í svefn. Innihaldið var svipað og postulínið yrði daginn eftir.

Næst flaskaði ég IPA sem er búinn að vera að lagerast heilhelvítislengi. Þetta var tri-centennial sem ég mixaði upp með smá citra og stefnir í prýðisöl. Fór úr OG 66 í FG 12

Þeir voru báðir aðeins léttari en ég hefði viljað, ég var eitthvað að reyna að vesenast með sparge skolun og svona sem er greinilega ekkert að gera mér gagn.



Svo var Það Kölsch tilraunin, þar sem ég lagaði eina lögun af Kölsch virt (OG 46) og skipti í tvo litla carboys, með sitthvoru gerinu. Annað þeirra var frá Wyeast og hitt White Labs. Báðir voru síðan gerjaðir hlið við hlið í hitastýrðri frystikistu við 12°c í 3 vikur, og svo lageraðir við 6°c í 3 mánuði.

White labs carboyinn varð umtalsvert skýrari, með stærri gerflyksum sitjandi á honum innanverðum. Hann fór allveg niður í FG 9. Mæliúrtakið bragðaðist allveg fantavel og ég gæti hafa klárað meira en mæliglasið réttlætti.
Áður en ég náði að koma wyeast löguninni á flöskur, tókst mér að brjóta flotvogina mína af klaufaskap og hélt því ekki áfram með hana. En geri það um leið og ég kem klónnum yfir nýja flotvog.


Næst á dagskrá ætla ég að koma cider á flöskur. Hann er búinn að vera að dúlla sér í carboy síðan í júlí. Markmiðið er að koma í hann priming sykri, setja helminginn á flöskur, sykra hinn helminginn töluvert meira og láta þá báða kolsýrast. Síðan myndi ég gerilsneyða sykraða helminginn að nokkrum dögum liðnum.

Á morgun var ég að hugsa um að henda í rúgölið sem ég er búinn að vera að draga lappirnar með, en nenni því ekki án flotvogar.

Ég tók nokkrar myndir af Kölschbraskinu, en ég set þær inn þegar það er allt klappað og klárt.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðventuöppdeit.

Post by gunnarolis »

Sparge skolun ? :)

Þú meinar batch sparge, eða jafnvel continious sparge?

Hljómar vel. Getur síðan bætt brotnu flotvoginni í þráðinn "official broken hydrometer count" á homebrewtalk.com, menn halda bókhald yfir brotnar flotvogir þar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply