Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by EG&BT »

Sælir,
mig langar í svona fín bjórglös, svipuð þeim sem Borg Brugghús hafa verið með.
Veit einhver um slíkt.

Annars væri gaman að fá að vita hvaða glös mönnum líkar best við.
Ég hef verið að notast við Rosendahl 0,5L glös og finnst þau æði.

Image

Því þynnri því betra

*EDIT
ágætis lesning um þetta mál
http://bjorspjall.is/bjor/bjorglos/?pfstyle=wp
Last edited by EG&BT on 29. Nov 2012 19:21, edited 1 time in total.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by Idle »

Get ekki sagt að ég viti hvar svona glös fást, en ég nota ýmislegt. Fer bara eftir bjórstílnum hverskyns glas ég tek úr skápnum (og já, ég og uppþvottaburstinn erum góðir vinir). :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by gugguson »

Flott glös.

Annars er ég hrifnastur af Mikkeler glösunum - myndi vilja kaupa slík glös án Mikkeler merkisins:

Image
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by bergrisi »

Ég nota aðalega svona túilipana glös, líkt og er á myndinni. Helst 50 cl þó svo ég fái mér lítinn bjór. Vill hafa pláss fyrir froðu. Fann nokkur svoleiðis í Europris sáluga.

Er reyndar svo heppinn að eiga eitt Borg bjórglas sem er líkt og Mikkeler glasið og það er eiginlega komið í uppáhald. Fágunarglösin eru líka á sínum stað.

Svo á ég eitt Trappist glas sem ég fékk á 10 kr. í Góða hirðinum. Nota það á belgíska bjóra.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Silenus
Villigerill
Posts: 42
Joined: 14. Sep 2010 08:58

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by Silenus »

Stemmed Pilsner frá Spiegelau, klárlega eitt af mínum uppáhalds glösum. Bjórinn verður hreinlega betri í svona glasi. Keypti mín í Líf og List Smáralind.

Image
kk, HJ
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by EG&BT »

Silenus wrote:Stemmed Pilsner frá Spiegelau, klárlega eitt af mínum uppáhalds glösum. Bjórinn verður hreinlega betri í svona glasi. Keypti mín í Líf og List Smáralind.

Image
NICE einmitt það sem ég var að leita að... glösin skipta öllu í þessu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by hrafnkell »

Delirium tremens glasið mitt er eiginlega í uppáhaldi... Nota það líklega mest af glösunum mínum.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by gr33n »

Mitt uppáhalds glas er einmitt Breugel glasið frá Borg. Hægt að fá það í gjafaversluninni hjá þeim.
Tekur rúma 40 cl og því nægt pláss fyrir froðu. Einnig er það fremur massívt og rosalega gott í hendi. Þægilegt að velgja bjórinn með því ef hann er of kaldur hjá manni.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by gunnarolis »

Ég fíla Mikkeller 0.5 lítra glasið nokkuð vel, en það, eins og Borg og Delirium Tremens glösin eru bara alltof alltof þykk IMO. Ég nota mest 0.3 lítra Mikkeller tasing glas eins og er á barnum hjá þeim, ég helli aldrei heilli flösku í glas í einu. Þessi Spiegelau glös líta fáránlega vel út, ef þau eru þunn, því þau eru virkilega flott í laginu.

Tengdó á Leonardo túlípana á fæti sem taka 0.5 lítra, mér finnst þeir oftast of stórir, en þau eru blaðþunn og ég fíla það mjög vel. Ef ég er að drekka pilsner eða aðra bjóra drekk ég stundum úr þeim.

Mér finnst mjög óþægilegt að vera með 0.5 lítra í glasi í einu, mér finnst bjórinn missa kolsýruna, hausinn er horfinn og ég get ekki "swirlað" bjórnum jafn vel upp til að losa lykt úr honum. Mér finnst líka glas á löngum fæti vera óþægilegt í meðförum og þungt ef það eru 0.5 lítrar í því í einu.

Djöfull er þetta nördaleg umræða samt... :fagun:
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by haukur_heidar »

ég er guði sé lof aðeins farinn að slaka á í þessu, safnið toppaði í 120 glösum.

drekk nánast allt úr Crate and Barrell stemless vínglasi

Image

finnst Borg glasið ágætt, og sömuleiðis Spiegelau glasið. Nota samt belgísk glös fyrir belgana, þ.e. Westmalle glas, Chimay glas, Orval glas, Delirium Tremens glas, Duvel glas o.sv.frv.

Allir Mikkeller fara svo í Mikkeller glösin en þessi stemless vínglös eru ágæt fyrir alla stíla og þá sér í lagi ef ég á ekki glasið
User avatar
Gunnar Ingi
Villigerill
Posts: 21
Joined: 18. Nov 2011 09:05

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Post by Gunnar Ingi »

Borgar glösin eru frá Durobor (http://www.durobor.com" onclick="window.open(this.href);return false;) og eru, eins og fyrr hefur komið fram Breughel glös.

Ég veit samt ekki hver er með umboðið fyrir það hér. Kannski Margt Smátt eða eitthvað slíkt merkingarfyrirtæki..
Post Reply