Fréttatíminn hins vegar vill ekki gefa einkunnir undir 50, til að fæla auglýsendur ekki frá, meðal annars. Það er auðvitað hálfgert frat, en ég skil það sjónarmið líka alveg. Því datt mér í hug að setja mínar einkunnir hérna.

Það sem vantar í þennan lista en er fáanlegt í ríkinu
3x Mikkeller bjórar (Red white, fra til, santa's little helper)
Anchor Christmas (2011)
Shepherd Neame Christmas Ale
Royal (nenni ekki að smakka..)
Eitthvað fleira? Ég er búinn að kaupa bjórana sem vantar uppá og stefni á að sötra þá á næstu kvöldum og uppfæra einkunnagjöfina skv því.
Hvað finnst ykkur um jólabjórana? Hver er bestur? Hver kom á óvart?