Ýmsar spurningar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Ýmsar spurningar

Post by gr33n »

Sem nýgræðingur ákvað ég bara að hafa spurningaflóðið mitt í einum þræði svo það sé ekki út um allt. Pósta svo öllum svörum í fyrsta glugga þannig að auðvelt sé að finna þetta fyrir aðra nýliða.
Vonum að þetta sé í lagi ;)

1. Ég veit að það er búið að spyrja þessarra spurningar nokkrum sinnum hérna, og ég hef lesið þær yfir þar sem menn mæla með um 6,5gr af sykri fyrir hvern líter ef bjór. En spurningin er, hversu mikið co2 er og verður það ekki of mikið fyrir t.d. Stout? Mér fannst þetta vera svona c.a. meðaltal fyrir þessa venjulegu bjóra (APA, IPA og fleiri) en það þyrfti jafnvel minna fyrir Stoutana og því hugsanlega meira fyrir Hveitibjórana.

Er þetta rétt skilið hjá mér? Og ef svo, hversu mikið hafa menn verið að nota c.a. fyrir stílana?

edit: Fann fínan online calculator fyrir þetta
http://www.brewblogger.net/index.php?pa ... tion=sugar" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Hrafnkell kom með þennann
http://www.tastybrew.com/calculators/priming.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
rdavidsson kom með þennann
http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipag" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;




2. Föst gerjun? Ég er með IPA í gerjun hjá mér. Gerjunin er búin að vera hæg og taka langan tíma (búin að vera að í rúmar 3 vikur), tók m.a. um 30 tíma fyrir hana að byrja. Ég sé að það er eitthvað örlítið í gangi ennþá í ventlinum, en ég mældi fyrir 2 dögum og þá var gravityið 1,028. Mældi núna aftur og er hún enn 1,028. OG var 1.068 þannig að skv bjórnum núna þá er hann um 5,2%. En skv Brewmate ætti FG að vera 1.018. Ætti ég að smella nýjum gerpakka (notaðii S-04, en ég á líka hreinsað Nottingham) og sjá til eða segja þetta gott? Ég var búinn að prufa að hræra létt í gerinu til að fá hugsanlega eitthvað á hreyfingu.

Hræringin gerði ekki neitt, þannig að ég býst við að meskjunin hafi verið of heit. Kom ekki af sök því bjórinn er geggjaður ;)



3. Hafið þið prufað að meskja í tvennu eða þrennu lagi?.
Ég var að spá t.d. með stærri bjórana Imp. Stout, Barley Wine og annað slíkt hvort það væri ekki í lagi að meskja draslið í nokkrum skömmtum, hella svo virtinum saman og byrja að sjóða? Ég er nefnilega búinn að setja saman uppskrift af hátt í 15% barley wine sem ég væri til í að prufa (seinna meir, ætla að ná almennilegum tökum á minni bjórunum fyrst), en til þess þyrfti ég einhver 13 kg af korni. S.s. eiginlega 2-3 sinnum of mikið fyrir pokann góða.
Ég persónulega sé ekki af hverju það ætti að skipta máli, og jafnvel þótt nýtingin væri ekki upp á prósentu á milli meskjanna, eða hvað?
Last edited by gr33n on 4. Nov 2012 23:12, edited 10 times in total.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hversu mikill sykur

Post by hrafnkell »

Ég hef venjulega notað þennan (eða beersmith)
http://www.tastybrew.com/calculators/priming.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Sýnist að þessi sem þú fannst sé fínn líka.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Ýmsar spurningar

Post by rdavidsson »

Mér finnst þetta besta reiknivélin fyrir kolsýruna:

http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... 834075#tag" onclick="window.open(this.href);return false;

Til að setja magn inn í lítrum þá skrifaru t.d 20L til að setja magn inn í lítrum
og fyrir hitastigið þá skrifaru t.d 20C til að setja hitastigið inn í gráðum celcius.
Eða eins og stendur á ensku:
Metric Users: Type an L after the number if entering volume by liters (example: 23L). Append a C if entering temperatures in Celsius (example: 16C).
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Ýmsar spurningar

Post by gr33n »

spurningu bætt við
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Ýmsar spurningar

Post by Feðgar »

Ég spurði að þessu á homebrewtalk í vikunni.

Málið er að nýja græjan okkar gengur á nýrri hitastýringu þannig að við vorum í raun ekki alveg vissir hvert raun meskingar hitastigið væri (hitamælum bar ekki saman)

Við erum núna nokkuð vissir um að við vorum að meskja of hátt. Jólabjórinn okkar fór úr 1.065 í aðeins 1.019 og bar það bara ekki. (of sætur)

Svo ég spurði hvað væri best að gera og svarið var að bæta vel gerjanlegum sykri út í til að lækka FG.

Það var reyndar tekið fram að það mundi ekki duga ef gerið væri ekki að gera sitt.

Við bættum 575 gr. af kornsykri út í hvora tunnu og bjórinn stökk af stað með það sama. Nú er bara að bíða og sjá hver útkoman verður.

En er það ekki rétt skilið hjá mér að sumir stílar sé einmitt bruggaðir þannig að þeir enda í raun með hátt FG en svo er ABV aukið með sykursírópi. T.d. belgískir?
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Ýmsar spurningar

Post by Benni »

gr33n wrote:2. Föst gerjun? Ég er með IPA í gerjun hjá mér. Gerjunin er búin að vera hæg og taka langan tíma (búin að vera að í rúmar 3 vikur), tók m.a. um 30 tíma fyrir hana að byrja. Ég sé að það er eitthvað örlítið í gangi ennþá í ventlinum, en ég mældi fyrir 2 dögum og þá var gravityið 1,028. Mældi núna aftur og er hún enn 1,028. OG var 1.068 þannig að skv bjórnum núna þá er hann um 5,2%. En skv Brewmate ætti FG að vera 1.018. Ætti ég að smella nýjum gerpakka (notaðii S-04, en ég á líka hreinsað Nottingham) og sjá til eða segja þetta gott? Ég var búinn að prufa að hræra létt í gerinu til að fá hugsanlega eitthvað á hreyfingu.
Við hvaða hitastig ertu með þetta í?
og áður en þú heltir gerinu útí upphaflega, hvað komst mikið súrefni með í virtinn þegar þú færðir úr suðutunnunni?
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ýmsar spurningar

Post by hrafnkell »

Feðgar wrote:Ég spurði að þessu á homebrewtalk í vikunni.

Málið er að nýja græjan okkar gengur á nýrri hitastýringu þannig að við vorum í raun ekki alveg vissir hvert raun meskingar hitastigið væri (hitamælum bar ekki saman)

Við erum núna nokkuð vissir um að við vorum að meskja of hátt. Jólabjórinn okkar fór úr 1.065 í aðeins 1.019 og bar það bara ekki. (of sætur)

Svo ég spurði hvað væri best að gera og svarið var að bæta vel gerjanlegum sykri út í til að lækka FG.

Það var reyndar tekið fram að það mundi ekki duga ef gerið væri ekki að gera sitt.

Við bættum 575 gr. af kornsykri út í hvora tunnu og bjórinn stökk af stað með það sama. Nú er bara að bíða og sjá hver útkoman verður.

En er það ekki rétt skilið hjá mér að sumir stílar sé einmitt bruggaðir þannig að þeir enda í raun með hátt FG en svo er ABV aukið með sykursírópi. T.d. belgískir?

Það er ekki víst að þetta hjálpi mikið til. Þetta hækkar ABV og gerir bjórinn etv aðeins meira balanced, en ástæðan fyrir því að gerið hefur stoppað (líklega) er að við hærri meskihita gera ensímin meira af lengri sykurkeðjum. Flest ger ræður aðeins við ákveðið langar keðjur og sleppir því hinum. Það er því líklegt að þessar sykrur sem eftir voru séu ekki að fara neitt. Ég hef klúðrað bjórum svona, með aðeins of háum meskihita. Þessvegna splæsti ég í thermapen - Þeir eru calibrataðir í verksmiðjunni og maður getur því verið viss um að þeir séu réttir. Þú getur líka komið með þína hitamæla í heimsókn og borið þá við thermapen hjá mér - Þá veistu amk hver skekkjan er og getur gert ráð fyrir henni og stillt hana í pid stýringunni til dæmis.

Hvíti sykurinn er hinsvegar líklegur til þess að hjálpa til ef gerjun hefur stoppað af einhverjum öðrum ástæðum, t.d. hitasveiflur, of flocculant ger eða eitthvað þvíumlíkt.

Belgískir bjórar eru oft bruggaðir með sykri, af ýmsum ástæðum. Stundum til þess að hækka ABV án þess að hafa mikil áhrif á body og mouthfeel. Einnig stundum útaf legacy ástæðum, t.d. var ger oft óáreiðanlegt og því var settur sykur í til þess að einfalda málin fyrir gerið. Sykurinn var venjulega settur í suðu.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Ýmsar spurningar

Post by gr33n »

Benni wrote:
gr33n wrote:2. Föst gerjun? Ég er með IPA í gerjun hjá mér. Gerjunin er búin að vera hæg og taka langan tíma (búin að vera að í rúmar 3 vikur), tók m.a. um 30 tíma fyrir hana að byrja. Ég sé að það er eitthvað örlítið í gangi ennþá í ventlinum, en ég mældi fyrir 2 dögum og þá var gravityið 1,028. Mældi núna aftur og er hún enn 1,028. OG var 1.068 þannig að skv bjórnum núna þá er hann um 5,2%. En skv Brewmate ætti FG að vera 1.018. Ætti ég að smella nýjum gerpakka (notaðii S-04, en ég á líka hreinsað Nottingham) og sjá til eða segja þetta gott? Ég var búinn að prufa að hræra létt í gerinu til að fá hugsanlega eitthvað á hreyfingu.
Við hvaða hitastig ertu með þetta í?
og áður en þú heltir gerinu útí upphaflega, hvað komst mikið súrefni með í virtinn þegar þú færðir úr suðutunnunni?
Ég býst við að þetta hafi gerst vegna súrefnisleysis.... en ég þurfti að geyma virtinn yfir nótt áður en ég pitchaði gerinu í. Hef sennilega ekki náð að hrista virtinn nógu vel.

Næsta fjárfesting verður því án efa súrefniskútur og steinn ;)
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Ýmsar spurningar

Post by Benni »

gr33n wrote:
Benni wrote:
gr33n wrote:2. Föst gerjun? Ég er með IPA í gerjun hjá mér. Gerjunin er búin að vera hæg og taka langan tíma (búin að vera að í rúmar 3 vikur), tók m.a. um 30 tíma fyrir hana að byrja. Ég sé að það er eitthvað örlítið í gangi ennþá í ventlinum, en ég mældi fyrir 2 dögum og þá var gravityið 1,028. Mældi núna aftur og er hún enn 1,028. OG var 1.068 þannig að skv bjórnum núna þá er hann um 5,2%. En skv Brewmate ætti FG að vera 1.018. Ætti ég að smella nýjum gerpakka (notaðii S-04, en ég á líka hreinsað Nottingham) og sjá til eða segja þetta gott? Ég var búinn að prufa að hræra létt í gerinu til að fá hugsanlega eitthvað á hreyfingu.
Við hvaða hitastig ertu með þetta í?
og áður en þú heltir gerinu útí upphaflega, hvað komst mikið súrefni með í virtinn þegar þú færðir úr suðutunnunni?
Ég býst við að þetta hafi gerst vegna súrefnisleysis.... en ég þurfti að geyma virtinn yfir nótt áður en ég pitchaði gerinu í. Hef sennilega ekki náð að hrista virtinn nógu vel.

Næsta fjárfesting verður því án efa súrefniskútur og steinn ;)
allavega að fynna einhverja leið til að koma meira súrefni inn
Hjá mér er um metersfall úr suðutunnunni í gerjunarfötuna, er ekki með neitt svakalegt rennsli í gangi heldur bara stöðugt þannig að eftir að 20lítrarnir eru farnir yfir þá er c.a. 3-4tommu froðulag ofaná virtinum og það hefur allavega virkað fyrir mig, í síðustu skipti sem ég hef gert ipa þá minnir mig að hann hafi endað í 1012
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Ýmsar spurningar

Post by gr33n »

Benni wrote: allavega að fynna einhverja leið til að koma meira súrefni inn
Hjá mér er um metersfall úr suðutunnunni í gerjunarfötuna, er ekki með neitt svakalegt rennsli í gangi heldur bara stöðugt þannig að eftir að 20lítrarnir eru farnir yfir þá er c.a. 3-4tommu froðulag ofaná virtinum og það hefur allavega virkað fyrir mig, í síðustu skipti sem ég hef gert ipa þá minnir mig að hann hafi endað í 1012

Við hellum í gegnum sigti, en það freyðir venjulega mjög vel. Það sem mistókst með þetta var að ég gat ekki pitchað gerinu fyrr en morguninn eftir.

En ég tók gravity mælingu áðan og er hann farinn niður í 1.024 sem er töluvert betra. Allt stopp þó, en ég smakkaði og það er sko EKKERT að bragðinu ;) Þannig að ég hugsa að ég sé bara sáttur.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Ýmsar spurningar

Post by Feðgar »

Við ákváðum að setja sykurinn útí gagngert til þess að hækka ABV og gerðum okkur grein fyrir því að ógerjanlegi sykurinn yrði alltaf eftir. En hærra ABV lækkar FG og gæti hugsanlega slegið aðeins á fyllinguna/sætuna.

Við ætluðum að meskja við 67.2c en það hefur sennilega einhvað hærra.

Við erum með súrefniskút og mettuðum í 60 sek.

Það kemur í ljós seinna í vikunni hvort þetta hafi virkað.

Við súrefnismettuðum aldrei hjá okkur í byrjun og bjórarnir okkar voru alltaf í kringum 1.010 þrátt fyrir að gerið færi útí daginn eftir. Þess vegna þykir mér ólíklegt að einhvað slíkt gæti kæft gerið. En ég er auðvitað enginn sérfræðingur.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Ýmsar spurningar

Post by Feðgar »

Jæja svona til að halda áfram með þetta sem við vorum að ræða þó svo það svari ekki beint spurningunni þinni þá settum við kornsykur út í Jólabjórinn okkar því hann stoppaði of hátt.

Við settum 575 gr. af kornsykri út í 28 l. af öli sem fór úr 1.061 niður í 1.017 (ekki 1.019 eins og sagði að ofan)

Hann fór niður í 1.014

Það er bókað mál að gerið var vel frískt því hann stökk af stað um leið og við settum sykurvatnið út í.

Það er strax allt annað bragð af honum og lofar bara góðu.

Því held ég að þetta sé vænleg leið ef gerið nær ekki að vinna á öllu því sem í virtinni er.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Ýmsar spurningar

Post by gr33n »

Ný spurning bætt við upprunalegan póst.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ýmsar spurningar

Post by hrafnkell »

gr33n wrote:Ný spurning bætt við upprunalegan póst.
Má ég mæla með því að setja spurningarnar bara í svörin? Það er frekar boring að klikka á nýja pósta og sjá þá bara póst sem segir manni að fara á bls 1...
User avatar
Gunnar Ingi
Villigerill
Posts: 21
Joined: 18. Nov 2011 09:05

Re: Ýmsar spurningar

Post by Gunnar Ingi »

3. Hafið þið prufað að meskja í tvennu eða þrennu lagi?.
Ég var að spá t.d. með stærri bjórana Imp. Stout, Barley Wine og annað slíkt hvort það væri ekki í lagi að meskja draslið í nokkrum skömmtum, hella svo virtinum saman og byrja að sjóða? Ég er nefnilega búinn að setja saman uppskrift af hátt í 15% barley wine sem ég væri til í að prufa (seinna meir, ætla að ná almennilegum tökum á minni bjórunum fyrst), en til þess þyrfti ég einhver 13 kg af korni. S.s. eiginlega 2-3 sinnum of mikið fyrir pokann góða.
Ég persónulega sé ekki af hverju það ætti að skipta máli, og jafnvel þótt nýtingin væri ekki upp á prósentu á milli meskjanna, eða hvað?
Post Reply