Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
baldurarnar
Villigerill
Posts: 3
Joined: 26. Oct 2012 13:10

Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by baldurarnar »

Sælir fagmenn.
Við félagarnir vorum að skella í okkar fyrstu bruggun í kvöld og nokkrar spurningar brenna á okkar vörum sem okkur langar að spyrja ykkur.

við notuðum Coopers ipa kit úr ámuni. uppskriftin í miðanum á dolluni sagði að nota ætti dry malt extrakt 500gr og 300 gr. sykur.
við notuðum blautger úr apóteki 500 gr (hálfgerð sulta) , bruggsykur úr ámuni 400 gr.
þetta blönduðum við í heitt vatn, þega
r við höfðum hrært þessu vel saman við 3 lítra af heitu vatni byrjuðum við að blanda þessu í c.a. 16 lítra af köldu vatni og svo blönduðum við heitu og köldu þar til við enduðum í 23.5 lítrum við 23°c

svo þegar við mældum SG gildið (í raun (OG) gildið s.s. upphafsgildið) fengum við uþb. 1030 - 1035.

þá stráðum við gerinu yfir og skelltum þessu í geymslu við 23°c.

eftir á fórum við að spá hvort þetta OG gildi hjá okkur sé of lágt, því í leiðbeiningum segir að typical OG sé 1064 og FG sé 1006.

Spurningarnar okkar eru semsagt þessar:
er þetta OG gildi okkar of lágt ?
ef svo er, hvernig er mögulegt að leiðrétta það? (vorum að vonast eftir c.a. 5% áfengismagni )
hvenær eigum við að byrja að sjá loftlásinn bubla. (gerjun byrji)
skiptir máli að við höfum notað blaut ger í staðinn fyrir dry malt extrakt ?

hlökkum til að heyra ykkar svör við þessu og leiðbeiningar varðandi ferlið.

Kveðja Baldur.
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by Benni »

OG hjá ykkur er of lagt, Það sem dry malt extract (DME) gerir er að bústa upp sykurmagnin ásamt að skilja eftir smá fyllingu og þar sem þið notuðuð ger í staðinn þá vantar meiri sætu í og þessvegna náið þið ekki nógu háu OG
Það sem er hægt að gera til að ná upp OG er að bæta útí sykur, hella bara hægt og rólega og hræra um leið, 4-500gr. ættu að hjálpa ykkur að nálgast 5% ef ekki rúmlega það og passa bara að allt sé sótthreinsað og ekki hræra með einhverjum látum
annars hljómar öll aðferðin rétt hjá ykkur fyrir utan með þetta blautger, var eitthvað nafn á því eða eitthvað sagt um áætlaða notkun þess því þetta mikið af geri getur skilið eftir mikið af aukabragði og gert bjórinn jafnvel ódrekkanlegann

ps. það geta liðið allt frá nokkrum tímum í 2-3 daga þangað til gerjun fer af stað
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
baldurarnar
Villigerill
Posts: 3
Joined: 26. Oct 2012 13:10

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by baldurarnar »

þetta extract sem við notuðum heitir (organic barley malt extract ) ekki blautger eins og ég sagði hér að ofan.
hér er linkur á mynd af samskonar dollu.
http://www.google.is/imgres?q=organic+b ... 2,s:0,i:72" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;


hvað með gerið sem við stráðum á toppinn áður en við lokuðum dolluni ? er allt í lagi að hræra það í blönduna ef við bætum syrki við ? þurfum við að bæta við geri líka eftir að við höfum náð up SG gildinu ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by hrafnkell »

1035 OG þýðir að þú fáir svona 3% bjór. Það er svolítið erfitt að redda því eftirá svo vel sé. ef þú setur sykur í þá verður þetta lítið spennandi.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by gunnarolis »

Það sem þið ættuð að gera væri að byrja að taka ykkur bók í hönd og blaða í gegnum ferlið. Það er augljóslega einhver vöntun á þekkingu þarna.

Eins og Hrafnkell hefur sagt þá verður þetta svona sirka 3% bjór, fer eftir því hvernig þetta endar. Sennilega verðið þið fyrir vonbrigðum með hann, það er eiginlega alveg pottþétt. Að fara að bæta við sykri núna gæti hækkað áfengismagnið á bjórnum, en sennilega minnkað gæðin á honum hlutfallslega meira en hækkun á áfengisprósentu.

Þið notuðuð væntanlega blautMaltExtract úr apóteki frekar en blautger. Eftir minni bestu þekkingu er ekki hægt að kaupa ger í Apótekum.

IPA Settið í Ámunni kostaði sennilega 5-6000 krónur. Fyrir þessar 5-6þúsund krónur gætuð þið hafa startað ykkur á BIAB setti frá Brew.is, eða keypt hrjáefni í BIAB bjór sem hefði verið mun betri kostur. Bjórinn úr þessum Kitum verður ekki góður.

Kíkið á How to brew á netinu eftir John Palmer, hún er ókeypis og hjálpar ykkur að skilja conceptin í brugginu. Á netinu eru einnig reiknivélar sem hjálpa ykkur að reikna út sykurmagn og væntanlega áfengisprósentu. Það er einungis háð þeim sykri sem er í virtinum í upphafi og gerjuninni.

Happy Brewing.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by Eyvindur »

Líklegasta skýringin er sú að þetta hafi ekki verið nógu vel blandað, og þið hafið bara verið að mæla þynnri hlutann af virtinum (þar sem þykknið sekkur niður á botn). Extract á ekki að geta orðið þynnra en uppskriftin segir, nema maður þynni það of mikið auðvitað. Ef vatnsmagnið er á réttu róli er OG líka á réttu róli - annað er útilokað. Að því gefnu að allt hafi farið út í sem átti að fara út í hlýtur að vera eðlileg skýring á þessu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
baldurarnar
Villigerill
Posts: 3
Joined: 26. Oct 2012 13:10

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by baldurarnar »

takk fyrir svörin.
ég hef verið orðinn þreyttur þegar ég skrifaði þennan fyrsta póst því bæði skrifa ég blautger þar sem ég á í raun við blautt malt extrakt og að typical value á OG sé 1064 sem í raun er 1044 í uppskriftinni.

Við ákváðum að láta þetta bara bíða, bættum engum sykri við.
(OG) var eins og ég sagði 1035 í upphafi og leiðbeiningarnar sögðu að það ætti að vera 1044 en ekki 1064 eins og ég sagði í fyrsta póstinum svo við ættum ekki að vera svo fjarri réttu þar.
Eftir sólarhring var gerjun komin vel af stað og kraumaði nánast stöðugt í vatnslásnum hjá okkur.

töppum þessu á flöskur næstu helgi og vonum það besta.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by sigurdur »

baldurarnar wrote:við notuðum blautger úr apóteki 500 gr (hálfgerð sulta)
Sæll Baldur.

Notaðiru 500 gr af blautgeri...??
Getur þú sagt mér hvaða tegund af geri þetta er (t.d. framleiðandi o.s.frv.) og í hvaða apóteki þú keyptir það?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by Oli »

sigurdur wrote:
baldurarnar wrote:við notuðum blautger úr apóteki 500 gr (hálfgerð sulta)
Sæll Baldur.

Notaðiru 500 gr af blautgeri...??
Getur þú sagt mér hvaða tegund af geri þetta er (t.d. framleiðandi o.s.frv.) og í hvaða apóteki þú keyptir það?
baldurarnar wrote:takk fyrir svörin.
ég hef verið orðinn þreyttur þegar ég skrifaði þennan fyrsta póst því bæði skrifa ég blautger þar sem ég á í raun við blautt malt extrakt og að typical value á OG sé 1064 sem í raun er 1044 í uppskriftinni.
;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers IPA fyrsta bruggun. spurningar

Post by sigurdur »

*slaponforehead*

Takk Óli.
Post Reply