Er nýr í kútaheiminum og er að reyna að átta mig á þessum heimi hef ekki en fleytt bjór á kút en það stendur vonandi til bóta. Er með pepsi útgáfuna þ.e. kúluláskúta en að því ég kemst næst kók útgáfuna af loki þ.e. á mínu loki er öryggisloki sem hleypir af ef þrýstingur fer yfir ákveðin mörk (ef þetta gerist er ventillinn ónýtur og þarf að skipta út) en á öllum vídeóum sem ég hef skoðað er ventill til að losa þrýsting af kútnum ef manni sýnist svo. Hef skoðað nokkur kúta myndbönd á jútúb og þar er oftar en ekki vakin athygli á hversu mikilvægt er að hleypa súrefni af kút eftir að bjór er dælt á kútinn. Þarf ég að fá mér nýtt lok með ventli sem hægt er að opna til að tappa af þrýstingi eða er þetta óþarfi ? Hver er ykkar reynsla ?
Hvað með pakkningar er eitthvað einstakt við Corny pakningar eða eru þær ósköp venjulegar úr Bykó ?
Hvað með smurefni er málið ? Á maður að panta fínerí að utan, nota matarolíu eða eitthvað annað ?