Rakst á
þessa grein um að vísindamenn hefðu gefið út nákvæm drög að erfðamengi byggs. Áhugavert í sjálfu sér, en mér krossbrá þegar ég las fyrirsögnina fyrst, "Barley gnome breakthrough". Í fyrstu óttaðist ég byltingu dverga gegn notkun byggs, en sá svo að mér hefði yfirsést eitt lítið "e".