Ég ákvað s.s. að búa mér til nokkursskonar Cider með smá twist
Ég ákvað að sjóða í 750 ml af vatni
3 stk græn/gul epli
1 stk peru
50 gr rúsínur
150gr hvítur sykur
100gr púðursykur
1 tsk kanill
Þetta var soðið í dágóða stund og hrært vel í og ávextirnir hálfmaukaðir.
Suðan var svo loks síuð þannig að mesta ávaxtajukkið færi frá þannig að eftir stóðu 750ml af soðvökva.
Við þetta var svo bætt 4l af eplabrazza og á helluna aftur og náð upp suðu. Soðið í smá tíma til að drepa mest af því sem drepa gat.
Loks kældi ég þetta niður bætti við teskeið af matarsóda (var bent á þetta til að minnka sýruna).
Þar sem þetta var algjör tilraunarstarfsemi þá ákvað ég að nota þvegið Nottingham bjórger í þetta.

OG út úr þessu var 1.060 og liturinn svona rauðbrúnleitur... ekkert sérstaklega lystugur

Sjáum svo til eftir nokkrar vikur hvort þetta verði drykkjarhæft eða ekki
