Geymsla á humlum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Geymsla á humlum

Post by rdavidsson »

Sælir,

Hef eina spurningu varðandi humla. Ég keypti Saaz humla um daginn (ágúst) sem ég notaði í bjór hjá mér. Eftir bruggunina átti ég um 20gr sem ég setti í frystinn.

Á þriðjudaginn var setti ég í annan bjór, keypti smá auka Saaz og ætlaði að nota m.a. þessa humla sem ég setti í frystinn... Lyktin af þeim var mjög skrítin og ekkert í líkingu við lyktina af "venjulegum" Saaz humlum. Ég smakkaði smá bita og bragðið var bara frekar vont og ekkert í líkingu við bragðið af humlunumsem ég keypti á þri.....

ég endaði á að sleppa 0 mín humlun á bjórnum sem ég gerði þar sem að ég þorði ekki að nota þá..

hvað klikkaði...?
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Geymsla á humlum

Post by halldor »

Var pokinn ekki örugglega vel lokaður?
Þú gerðir rétt með að geyma þá í frysti og þeir ættu að vera í fínu lagi eftir svona stutta geymslu ef pokinn var vel lokaður.
Plimmó Brugghús
Post Reply