Sælir,
Hef eina spurningu varðandi humla. Ég keypti Saaz humla um daginn (ágúst) sem ég notaði í bjór hjá mér. Eftir bruggunina átti ég um 20gr sem ég setti í frystinn.
Á þriðjudaginn var setti ég í annan bjór, keypti smá auka Saaz og ætlaði að nota m.a. þessa humla sem ég setti í frystinn... Lyktin af þeim var mjög skrítin og ekkert í líkingu við lyktina af "venjulegum" Saaz humlum. Ég smakkaði smá bita og bragðið var bara frekar vont og ekkert í líkingu við bragðið af humlunumsem ég keypti á þri.....
ég endaði á að sleppa 0 mín humlun á bjórnum sem ég gerði þar sem að ég þorði ekki að nota þá..
hvað klikkaði...?