Enn einn Sigurður

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Enn einn Sigurður

Post by sigurdur »

Heilir og sælir félagar.

Ég heiti Sigurður og rakst á þetta samfélag í gegn um google og hlekkjarunu.

Ég fékk nýverið þá flugu í hausinn að það væri ekki ósniðugt að reyna að slá þrjár flugur í einu höggi, eignast gott áhugamál, "spara pening" og eiga góðan bjór heima fyrir.

Hvatinn fyrir öllu þessu var eiginlega bara kreppan og bjóraðdáun. Það er bara að verða of dýr bjórinn út úr búð fyrir venjulegt fólk að hneykslast ekki þegar keyptur er bjór.

Ég er einmitt ný búinn að setja í mína fyrstu blöndu (Malt+hop extract frá coopers [bitter ale]) og bíð eftir að hún klári að gerjast.

Vonandi hæfileg kynning á mér, hlakka til að brugga samhliða ykkur. :D

Kveðjur,
Sigurður.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Enn einn Sigurður

Post by Andri »

Vonandi er bjóráhuginn þinn meiri faktor í þessu heldur en redding á ódýrum bjór :)
Þetta spilar náttúrulega inní en ég held að margir sem fara út í bruggun núna á þessum tímum fari í þetta útaf verðinu á bjórnum útí búð, svo detta örugglega margir út þar sem flestallir íslendingar drekka bara lager og það er aðeins meira mál og þarf meiri þolinmæði í að gera góðann lager.

Þú hefur örugglega heyrt þetta áður en þolinmæði er svakalegur plús í þessu hobbýi, bjórinn & vínið batnar svo svakalega með aldrinum að það er ekki fyndið.
Ég var að opna fyrsta bjórinn sem ég bruggaði um daginn, ég lét hann í flöskur í byrjun desember ef ég man rétt og hann var rosalega góður.

En allavegna velkominn á spjallið vinur :P
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Enn einn Sigurður

Post by sigurdur »

Sæll Andri og takk fyrir viðtökurnar. :)

Ég byrjaði á því að googla þetta aðeins og eyddi svo nokkrum dögum á youtube við að skoða hvernig fólk fer almennt að þessu (allt frá malt extract og yfir í all-grain). Eftir það þá hékk ég á síðum þar sem að farið var í allar helstu aðferðir og sýnt tæki og tól (þar á meðal DIY tól).

En með sparnaðinn, þá setti ég nú gæsalappir utan um það því að ég veit það að sparnaður við þetta verður ekki strax. Hinsvegar ef maður lítur 1-2 ár fram í tímann þá sér maður að 20-25 lítra bruggun gæti kostað mann um 2000 kr. plús ger og hitun (all-grain) þannig að um leið og græjurnar eru komnar þá er maður ansi fljótur að mala niður kostnaðinn.

Ég ætlaði mér fyrst að byrja á lager-kit frá Coopers og keypti eitt slíkt, en ég kveikti svo á perunni um kvöldið að ég vildi ekki eyða nokkrum mánuðum í fyrsta bruggið (það þarf kælingu á að halda sem að ég get ekki útbúið alveg strax .. þarf á tækjum og tólum á að halda til að stýra hitastiginu), þannig að ég öl kit og ætla að vera í öl bruggun þar til að ég er búinn að eignast það sem ég þarf í góða lager bruggun.

En þetta mál með þolinmæði er ekkert mál að leysa .. Maður þarf bara að vera duglegur að henda slatta í gerjun og hafa mis-langar gerjanir (þegar ég er búinn að eignast lagering-ísskáp þá mun ég byrja á lager) í mörgum tunnum. Þá á maður alltaf eitthvað sem að fer að vera til.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Enn einn Sigurður

Post by Andri »

satt, ég er með tvo risastóra ískápa sem ég er að reyna að finna pláss fyrir þannig að ég get verið með lager ískáp og gerjunarískáp það ættu að passa þrjú stykki 23 lítra kútar í einn ískáp, er bara með einn lítinn núna sem er notaður sem gerjari og lagerator
Svo er bara málið að redda sér corny kútum og frystikistu fyrir allt þetta sull :D
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Enn einn Sigurður

Post by sigurjon »

Velkominn Siggi #3 (eða fleiri... :? )

Ég vil hvetja þig til að fara fljótt út í að panta extract-kit t.d. frá Midwest eða sbr. Það er fremur lítið dýrara, en eru afbragðsgóð kit og skemmtilegri en Ámukitin. Við erum með pöntun í gerjun hérna: http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=213 ef þú hefur áhuga á að samnýta ferðina.

Svo er auðvitað all-grain málið ef þú hefur plássið og aðstöðuna í það.
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
Post Reply