Sæll Andri og takk fyrir viðtökurnar.
Ég byrjaði á því að googla þetta aðeins og eyddi svo nokkrum dögum á youtube við að skoða hvernig fólk fer almennt að þessu (allt frá malt extract og yfir í all-grain). Eftir það þá hékk ég á síðum þar sem að farið var í allar helstu aðferðir og sýnt tæki og tól (þar á meðal DIY tól).
En með sparnaðinn, þá setti ég nú gæsalappir utan um það því að ég veit það að sparnaður við þetta verður ekki strax. Hinsvegar ef maður lítur 1-2 ár fram í tímann þá sér maður að 20-25 lítra bruggun gæti kostað mann um 2000 kr. plús ger og hitun (all-grain) þannig að um leið og græjurnar eru komnar þá er maður ansi fljótur að mala niður kostnaðinn.
Ég ætlaði mér fyrst að byrja á lager-kit frá Coopers og keypti eitt slíkt, en ég kveikti svo á perunni um kvöldið að ég vildi ekki eyða nokkrum mánuðum í fyrsta bruggið (það þarf kælingu á að halda sem að ég get ekki útbúið alveg strax .. þarf á tækjum og tólum á að halda til að stýra hitastiginu), þannig að ég öl kit og ætla að vera í öl bruggun þar til að ég er búinn að eignast það sem ég þarf í góða lager bruggun.
En þetta mál með þolinmæði er ekkert mál að leysa .. Maður þarf bara að vera duglegur að henda slatta í gerjun og hafa mis-langar gerjanir (þegar ég er búinn að eignast lagering-ísskáp þá mun ég byrja á lager) í mörgum tunnum. Þá á maður alltaf eitthvað sem að fer að vera til.