Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by busla »

Eru fleiri að lenda í veseni með að nota tappa (keypta í Ámunni) á flöskur frá Vífilfell? Ég tók allar flöskurnar saman sem ég hef ekki getað tappað á undanfarin ár og þegar ég fór í gegnum þær þá tók ég eftir því að þetta er allt bjórar og gos frá Vífilfelli.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by sigurdur »

Ertu þá að meina Coke flöskur?
Eða Viking?

.. allt sem ég hef prófað hefur virkað vel hingað til.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by Dabby »

Sæll
Ég hef tekið eftir því að tappalokarar eru misgóðir. Þessir rauðu sem mest virðist vera af lenda í vandræðum með sumar floskur frá víking t.d. undan stoutinum. ég er með næstum eins tappalokara sem ég fékk í Vínkjallaranum sem er svartur, sá litli munur sem er á þessum gerðum verður til þess að minn á mikið auðveldara með að loka þeim flöskugerðum sem þessi rauði á í vandræðum með.
Það var bara tilviljun að þessir rauðu voru uppseldir í vínkjallaranum þegar ég keypti mitt dót og ég fékk þennan svarta í staðin, en eftir að hafa notað hann við hliðina á rauðum er ég mjög ánægður, minn virkar bara betur.

Ef þú átt ekki við e-ð flöskuhallæri að stríða þá mæli ég með því að þú losir þig bara við þær sem eru til vandræða. kanski ekki ástæða til að kaupa nýja græju til að losna við þetta.

http://www.vinkjallarinn.is/xodus_produ ... &SubCat=54" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta er rauði tappalokarinn, minn virðist við fyrstu sýn vera eins, bara svartur. Þó er smá munur sem skiptir máli með sumar gerðir af löskum.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by sigurdur »

Ég nennti ekki að standa í þessu veseni einhverntímann með þessa rauðu/svörtu lokara..

Ég keypti mér ekta tæki - http://www.vinkjallarinn.is/xodus_produ ... &SubCat=54" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég er mjög ánægður með þetta tæki, aldrei vesen að loka flöskum og ég er enga stund að því!

Ég lenti í endalausum vandræðum með margar mismunandi flöskur þegar ég notaði rauða gaurinn.
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by busla »

Ég er með þennan rauða. Ég þurfti að skila þeim fyrsta sem ég keypt og fékk nýjan sem var... já skárri. Mér langar helst að fara yfir í 1L saftflöskur með tappa svipuðum þeim sem eru á Grolsch flöskunum.
Krummi
Villigerill
Posts: 4
Joined: 14. Nov 2011 12:38

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by Krummi »

Verð að fá að blanda mér aðeins í þennan þráð.

Nú er ég að lenda í því með mína fimmtu lögn, að það er eins og tapparnir séu ekki nógu þéttir. Er búinn að lenda á 4-5 flöskum sem eru vel kolsýrðar og mun fleiri sem eru pínu lítið eða ekki neitt kolsýrðar. Ég hef alltaf tappað á sömu 500ml Thule flöskur en er að nota tappa frá ámuni í fyrsta skipti. Áður notaði ég tappa frá Europris og fékk aldrei flatar flöskur. Það segir mér að í mínu tilviki hljóti þetta frekar að vera tapparnir heldur en lokarinn sem veldur.

Kannast einhver við þetta ?
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by Örvar »

Getur verið að priming sykurinn hafi ekki blandast nógu vel við bjórinn hjá þér áður enn hann fór á flöskurnar?
Það getur komið fyrir og þá verða flöskurnar mis kolsýrðar.
Krummi
Villigerill
Posts: 4
Joined: 14. Nov 2011 12:38

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by Krummi »

Ég fleiti bjórnum ofan á priming sykurinn svo að hann ætti að blandast 100% Ég hallast að því að tapparnir fúnkeri ekki við thule flöskurnar (sem er skrítið) Ekki heldur svosem hægt að útiloka mannleg mistök við töppunina.. En hef ekki lent í þessu áður.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by sigurdur »

Ég hef lent í þessu, jafnvel þó að ég hef fleytt yfir priming sykurinn.

Ég sýð sykurinn í ~2dl vatni í dag, fleyti yfir blönduna og hræri svo vel og varlega þegar ég er búinn að fleyta yfir, hef ekki fengið mis-kolsýrða flösku síðan þá.
Krummi
Villigerill
Posts: 4
Joined: 14. Nov 2011 12:38

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by Krummi »

Ég sýð sykurinn í vatni og fleyti svo ofan á blönduna og reyni að fá hringiðu með bjórnum. Ég ætla að hræra líka framvegis.
En getur verið að ég hafi jafnvel primað ögn of mikið og fái kanski bara hrikalega vægar "bottle bombs" þannig að tapparnir gefi að lokum aðeins eftir og hleypi út ?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by helgibelgi »

Krummi wrote:Ég sýð sykurinn í vatni og fleyti svo ofan á blönduna og reyni að fá hringiðu með bjórnum. Ég ætla að hræra líka framvegis.
En getur verið að ég hafi jafnvel primað ögn of mikið og fái kanski bara hrikalega vægar "bottle bombs" þannig að tapparnir gefi að lokum aðeins eftir og hleypi út ?
Passaðu þig bara þegar þú hrærir að hræra ofurhægt og rólega, annars gæti of mikið súrefni komist í bjórinn. Þá "oxast" hann, því áfengi er ekki vinur súrefnis, amk ekki í bjór. Þetta las ég einhvers staðar :geek:
Jónas
Villigerill
Posts: 3
Joined: 23. Dec 2011 19:54

Re: Flöskur frá Vífilfelli ekki að virka

Post by Jónas »

Ég er með eithvern fjólubláan tappalokara sem ég fékk gefins og hann virðist virka vel.
Hef ekki átt í vandræðum með neinar flöskur what so ever. nema að mig minnir að ég hafi verið
með eithverja tappa frá Eroupris sem mér þótti ekki góðir. en það bjargaðist.
Post Reply