Bjór í anda NorðanKalda - Taka 2. Hjálp

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Bjór í anda NorðanKalda - Taka 2. Hjálp

Post by rdavidsson »

Sælir,

Mig vantar smá aðstoð við samsetninguna hjá mér.

Síðast bjó ég til "grunnbjór" þar sem ég notaði 93% pilsner malt og 7% Caramunich 2. Sá bjór var frekar léttur og lítið body og bara frekar óspennandi (enda grunnbjór)..
Planið er að leggja í annan um helgina og reyna að auka aðeins við bragðið og lit ÁN þess að fá ristað bragð í hann... Ég setti eftirfarandi saman:

Amt Name Type # %/IBU
3,50 kg Pilsner (Weyermann) (3,3 EBC) Grain 1 68,3 %
1,30 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 2 25,4 %
0,33 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 3 6,4 %

Ég minnkaði Pilsner og setti Munich inn í staðinn -
Skipti út Caramunich II í staðinn fyrir Caraaroma.. Er það kannski vitleysa hjá mér?
Hvað get ég sett til að fá aðeins meiri lit án þess að fikta mikið í bragðinu?

Humlar og ger:
Saaz humlar og S-04 ger Ég mun halda þessu

Kv, Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjór í anda NorðanKalda - Taka 2. Hjálp

Post by hrafnkell »

Getur notað örlítið carafa special til að auka lit - 50-100gr gera mikið fyrir litinn en lítið fyrir bragð, ættir alveg að sleppa við ristaða bragðið.

Varðandi boddí þá myndi ég prófa að meskja heitar. Myndi ekki fara í caraaroma, heldur frekar setja meira af cm2, eða hugsanlega skipta cm2 út fyrir cm3. Einnig gæti verið sterkur leikur að blanda saman crystal, t.d. vera með ljóst crystal (carahell,caraamber,carared) samhliða cm2.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Bjór í anda NorðanKalda - Taka 2. Hjálp

Post by rdavidsson »

hrafnkell wrote:Getur notað örlítið carafa special til að auka lit - 50-100gr gera mikið fyrir litinn en lítið fyrir bragð, ættir alveg að sleppa við ristaða bragðið.

Varðandi boddí þá myndi ég prófa að meskja heitar. Myndi ekki fara í caraaroma, heldur frekar setja meira af cm2, eða hugsanlega skipta cm2 út fyrir cm3. Einnig gæti verið sterkur leikur að blanda saman crystal, t.d. vera með ljóst crystal (carahell,caraamber,carared) samhliða cm2.
Takk fyrir svarið. Ég ætla að fikta aðeins í þessu og prófa að búa til svona blöndu eins og þú talaðir um :)

Verðuru eitthvað við á morgun? Var að spá í að kaupa efni í þennan og Obama
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Post Reply