Nýliði og algjörlega grænn

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Nýliði og algjörlega grænn

Post by gr33n »

Sælir smekkmenn

Jæja, eftir að hafa skoðað þetta spjallborð í þónokkurn tíma ákvað ég ásamt 2 öðrum vinum mínum að byrja að koma okkur upp búnað og byrja að brugga öl. Litla bruggstofan okkar hefur fengið nafnið Bakkabrugg.
Við eigum enn eftir að setja í fyrsta lögg en við ákváðum að fara í all grain strax frá byrjun, en ég býst við að fyrsti bjórinn fari í gerjun á næstu 2 vikum eða svo.
Sjálfur er ég mikill bjórmaður og hef upp á síðkastið verið með svokallaðan sunnudagsbjór, þ.e. reynt að smakka nýja tegund á hverjum sunnudegi. Einnig bjó ég í Danmörk um tíð og sótti mikið ölstofurnar þar, eins og t.d. Charlies og Mikkeller.
Við ákváðum að byrja smátt og smíðuðum því 30l suðutank, en það verður auðvelt að stækka seinna ef okkur þykir þurfa.
Þannig að nú hlakka ég bara til að komast í að brugga eigið öl og taka þátt í umræðum hér. Og því segi ég bara skál með Punk IPA í glasi. :drunk:
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nýliði og algjörlega grænn

Post by bergrisi »

Innilega velkominn og gangi þér sem best í þessu sporti.

Vertu duglegur að lesa þér til hér og ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að henda þeim inn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nýliði og algjörlega grænn

Post by hrafnkell »

Velkominn :)
Post Reply