Ég hef í gegnum tíðina bruggað nokkra bjóra þó aðeins extract bjóra sem mér hefur fundist frekar þunnir og vínlegir á bragðið og ætla því að prófa all grain.
Ég hef þó verið að leika mér að gera "braggots" eða hunangsblandaða bjóra með misgóðum árangri.
Þær pælingar sem brenna á vörum mér eru örfáar.
1. Ég ætla að byrja að nota BIAB aðferðina, en pokarnir sem menn nota undir kornið og humlana. Hvar fáið þið þá misstóra?
2. Er BIAB aferðin eitthvað síðri heldur en aðrar mesking aðferðir? Ég á td ekki heldur svona kælisystem svo ég býst við að ég þurfi að kæla þetta í klakabaði eða bara leyfa þessu að kólna í dágóða stund. Þetta hefur ekkert áhrif á bjórinn er það nokkuð?
3. Ég hef verið að sanka að mér dökkum bjórglerflöskum td af Kalda. Ég hef verið að kaupa í gegnum tíðina þessar dökku plastflöskur í Ámunni á morðfjár. Er ekki munurinn bara fólginn að hann er girnilegri í glerflösku?
4 Þegar þið setjið á flöskur. Er ekki alveg í fínasta lagi að nota þrúgusykur frekar en kornsykur útí búð?
5 Lumar einhver á klón uppskrift af dökkum kalda. Hann er bara allof góður.

Annars hef ég verið að lesa um þetta hægri vinstri á allskyns síðum og youtuba þetta útum allt svo maður er bara good to go fljótlega. Einnig held ég að ég prófi einhverja góða jólabjórsuppskrift mjög fljótlega til að hafa reddí á flöskum til jóla.
Skál!