Re: Vegna ruslpósts á spjallinu

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
Post Reply
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Vegna ruslpósts á spjallinu

Post by Benni »

spurning; það er nú ekki í fyrsta skipti sem svona lagað sleppur í gegn, þarf ekki að breyta nýskráningarforminu eitthvað örlítið, gera það örlítið erfiðara fyrir sjálfvirkum vélum eins og þessari að skrá sig inn?

ps. til að fyrirbyggja leiðindi þá er ég fullur...
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Discount DVD- Breaking Bad Seasons 1-4 and Season 4

Post by sigurdur »

Neinei .. það þarf að auðvelda skráningarforritinu ..

... annars þá eru til leiðir til að greina hvernig þessir bottar finna síðuna - t.d. að fjarlægja "Powered by phpBB" úr botninum á síðunni.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Discount DVD- Breaking Bad Seasons 1-4 and Season 4

Post by Idle »

Ef þetta væri svo einfalt... Erum með reCaptcha, en eins og margir eflaust vita er meira en ár síðan það var brotið upp, og þrátt fyrir "endurbætur" Google stoðar það lítið enn. Ef þið þekkið betri lausn, þá endilega deilið því hérna. :)

Ég var raunar að íhuga að virkja ritstýringu á skráningarbeiðnum, þ. e.a. s. að allar skráningar séu lesnar yfir af aðstandenum síðunnar, og hafnað eða samþykktar í kjölfarið. Skráningarbeiðnir eru svo fáar. Skiptir mig ekki máli hvort ég lesi yfir tvær notendaskráningar á viku og hafna eða synja, eða banni tvo notendur á viku.

Annars hefur þetta aldrei náð því stigi að geta talist raunverulegt vandamál hérna. Þó einn og einn sleppi í gegn og nái að henda inn einum eða tveimur póstum áður en hann er bannaður og póstunum eytt, þá hefur það engin áhrif á virkni eða læsileika spjallborðsins. :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vegna ruslpósts á spjallinu

Post by hrafnkell »

Það er hægt að setja inn custom spurningu í phpbb.. Ég er að hýsa nokkur spjöll fyrir hin og þessi félagasamtök og þar hefur dugað að setja inn spurningu sem spyr "Hvað er tveir plús tveir?" og fólk svarar 2 eða tveir. Svínvirkar :)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Vegna ruslpósts á spjallinu

Post by Idle »

hrafnkell wrote:Það er hægt að setja inn custom spurningu í phpbb.. Ég er að hýsa nokkur spjöll fyrir hin og þessi félagasamtök og þar hefur dugað að setja inn spurningu sem spyr "Hvað er tveir plús tveir?" og fólk svarar 2 eða tveir. Svínvirkar :)
Þannig var þetta lengi vel hér líka, en það dugði ekki til. :(

Spurning um að hafa skemmtilegri spurningu, t. d. "Hvað er SG 1.074 mörg Brix"? :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Vegna ruslpósts á spjallinu

Post by sigurdur »

Idle wrote:
hrafnkell wrote:Það er hægt að setja inn custom spurningu í phpbb.. Ég er að hýsa nokkur spjöll fyrir hin og þessi félagasamtök og þar hefur dugað að setja inn spurningu sem spyr "Hvað er tveir plús tveir?" og fólk svarar 2 eða tveir. Svínvirkar :)
Þannig var þetta lengi vel hér líka, en það dugði ekki til. :(

Spurning um að hafa skemmtilegri spurningu, t. d. "Hvað er SG 1.074 mörg Brix"? :D
... og þá ertu búinn að setja síu á alla nýliða ;)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Vegna ruslpósts á spjallinu

Post by Idle »

Ég er búinn að stilla þetta þannig af að allar nýskráningar þurfa að vera staðfestar af vefstjóra.

Þegar þessi holskefla spammara hefur gengið yfir, breyti ég aftur yfir í tölvupóst staðfestingar. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply