humla te og þurrhumlun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

humla te og þurrhumlun

Post by Hekk »

Sælir,

Ég er búin að vera að leita eftir að ná meira út úr 5 mín og 0 mín humlunum hjá mér. Ég kæli ekki virtinn minn og því hef ég á tilfinningunni að ég sé að tapa því sem þessar íbætur bæta við bragð.

Ég hef verið að lesa mér til um humlate og lét mér detta í hug hvort ég gæti notað það til að bæta upp það bragð sem mér finnst vanta upp á, án þess að sleppa þurrhumlun.

planið er semsagt að þurrhumla IPA með Cenntennial ásamt því að gera humlate (cenntennial) sem ég bæti út í við átöppun.

Einhver prufað eitthvað álíka?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: humla te og þurrhumlun

Post by Idle »

0 og 5 mínútna humlarnir gefa nær eingöngu ilm, ekki bragð. Hér er ágætt graf sem sýnir nokkuð glöggt áhrif suðutíma á bragð, ilm og beiskju sem fást úr humlum:
http://www.brewsupplies.com/hop_characteristics.htm

Ef þú vilt ná sem mestu bragði úr humlunum, sýðurðu þá í svo sem 20 mínútur. Þessar síðustu fimm mínútur gefa ekki mikið meira en ilminn.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: humla te og þurrhumlun

Post by Hekk »

Þannig að Humlate er í raun bara til að koma í staðinn fyrir þurrhumlun?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: humla te og þurrhumlun

Post by hrafnkell »

Hekk wrote:Þannig að Humlate er í raun bara til að koma í staðinn fyrir þurrhumlun?
Já. En kemur ekki í staðinn fyrir 0-5mín humla. Gætir soðið humlana í 1mín, gert te úr því og pitchað því. Gæti þurft töluverða tilraunastarfsemi samt.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: humla te og þurrhumlun

Post by Hekk »

Ég hugsa að ég prufi að sjóða í smástund humla með sykurblöndunni fyrir átöppun, ásamt því að þurrhumla.


Við upphaf gerjunar á þessum IPA hjá mér var mikil humla angan (sítrus ylmur, er með tri-cenntennial uppskriftina) í skúrnum hjá mér, lendið þið í þessu við gerjun á humluðum bjórum?
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: humla te og þurrhumlun

Post by Gvarimoto »

Ég prófaði með kit bjór um daginn að sjóða 4L af malti og setti ca 30gr af humlum í það og sauð í 15min, græjaði svo allt og gerjaði bjórinn.

Var að smakka í fyrradag og það er bara þrusubragð af honum, humlate sem ég hef gert hefur aldrei heppnast svona vel :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: humla te og þurrhumlun

Post by gunnarolis »

Rétt, humlate kemur bara í stað þurrhumlunar.

Til að bæta angan gætirðu gert humlate og notað First Wort Hopping aðferðina. Um hana hefur verið nóg skrifað á netinu. Til að bæta humlabragðið seturðu eins og siggi segir, meira af humlum í 30 og 20 mínútna viðbæturnar.

Mikið bragð og lykt getur líka náðst með því að hlaða nánast öllum humlaviðbótum í endann á suðu, þeas humla nær eingöngu frá 30 mín og þaðanaf.

Ég hef aldrei lent í því með humlaða bjóra að það sé mikil humlalykt í bílskúrnum, aðrir hafa lýst þessu hér á spjallinu. Ég hef ekki upplifað þetta sjálfur.

[edit:betrumbætt]
Last edited by gunnarolis on 9. Aug 2012 21:40, edited 1 time in total.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: humla te og þurrhumlun

Post by gunnarolis »

Flavoring
By adding the hops midway through the boil, a compromise between isomerization of the alpha acids and evaporation of the aromatics is achieved yielding characteristic flavors. These flavoring hop additions are added 40-20 minutes before the end of the boil, with the most common time being 30 minutes. Any hop variety may be used. Usually the lower alpha varieties are chosen, although some high alpha varieties such as Columbus and Challenger have pleasant flavors and are commonly used. Often small amounts (1/4-1/2 oz) of several varieties will be combined at this stage to create a more complex character.

Þetta segir Palmer um humlabragð...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply