Sælir,
Ég er búin að vera að leita eftir að ná meira út úr 5 mín og 0 mín humlunum hjá mér. Ég kæli ekki virtinn minn og því hef ég á tilfinningunni að ég sé að tapa því sem þessar íbætur bæta við bragð.
Ég hef verið að lesa mér til um humlate og lét mér detta í hug hvort ég gæti notað það til að bæta upp það bragð sem mér finnst vanta upp á, án þess að sleppa þurrhumlun.
planið er semsagt að þurrhumla IPA með Cenntennial ásamt því að gera humlate (cenntennial) sem ég bæti út í við átöppun.
Einhver prufað eitthvað álíka?