Wyeast blautger pöntun - 1500kr - SEINASTI SÉNS 10. ágúst!

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Wyeast blautger pöntun - 1500kr - SEINASTI SÉNS 10. ágúst!

Post by hrafnkell »

Sælir!

Ég er kominn með samning við wyeast á blautgeri og er að undirbúa fyrstu pöntun. Það er hægt að panta öll strains sem wyeast bjóða upp á.

Gerið er ferskt og tekið beint frá wyeast, þannig að "best fyrir" stimpillinn ætti að vera um 5-6mán frá deginum sem gerið kemur í hús. Bakteríur eru auðvitað ekkert mál heldur.

Verð er 1500kr per pakka. Ef þú pantar 10 eða fleiri þá fer prísinn í 1200kr pakkinn.

Ef þú vilt panta ger, þá millifærirðu fyrir því á þennan reikning:
Reiknnigsnúmer 0372-13-112408
Kennitala 580906-0600

Svo væri gott að fá greiðslustaðfestingu úr heimabankanum á brew@brew.is og email á sama netfang um hvaða strains þú vilt fá.

Um að gera að panta núna fyrir bruggveturinn! Verðið per pakka er líka sérstaklega gott núna þar sem þetta er fyrsta tilraun við þetta :)


Pro tip:
Berliner weisse og farmhouse ale blöndurnar eru aðeins fáanlegar á sumrin og þykja framúrskarandi frábærar.
Einnig sniðugt ef þú er með blæti fyrir belgískum eða hveitibjórum að taka blautger. Margir sverja einnig fyrir það að 1056 sé mikið meira clean en us05... Ýmislegt sem er hægt að prófa með blautgeri :)

http://www.wyeastlab.com/hb_products.cfm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Last edited by hrafnkell on 9. Aug 2012 10:55, edited 3 times in total.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by bjarkith »

Stórt like á þetta!
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by bergrisi »

Flott framtak.

Ætla að nota tækifærið og panta spennandi ger.

Er kannski eitthvað sem fræðingarnir mæla sérstaklega með?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by bjarkith »

Hvað langar þig að brugga?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by bergrisi »

Mig langar að brugga allt. Var að spá hvort eitthvert ger nýtist í marga stíla.

Næstu skref verða eitthvað í áttina á brittish ale, brown ale, scottish ale og jafnvel eitthvað belgískt og þýskt.

Ætla að reyna að fræðast eitthvað á morgun og legg svo inn pöntun.

Þetta er frábært framtak hjá þér Hrafnkell og vonandi eitthvað sem verður endurtekið með reglulegu millibili.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by Gvarimoto »

Já sama hér, hverju mæliru með fyrir Lager og IPA ? Ætla að vera með og taka svona 3-6 í heild
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by Proppe »

Upp með slantanna fyrir gerbanka framtíðarinnar.

Vonandi að við fáum sem fjölbreytilegasta gerlaflóru í gang á klakanum.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by bjarkith »

Ger sem hentar í allt væri auðvitað WY1056 American ale eða Pacman(Ef þú færð það það er að segja) eða eitthvað í þá áttina, en ef þú villt belgískt ger þá þarftu að vera nákvæmari, því hver stíll er með sitt ger, ef þú villt eitthvað í áttina að trappist bjórunum þá er WY3787 Trappist High Gravity (Westmalle gerið minnir mig), Saison þá er það klárlega WY3724 Belgian Saison, svo ef þú er Duvel aðdáandi þá er WY1388 Belgian Strong Ale eflaust málið án þess að hafa prófað það sjálfur.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by bjarkith »

Fyrir lager get ég ekkert sagt þar sem ég hef ekki enn gerjað lager og hef því engan samanburð, en fyrir American IPA þá er WY1056 (eða notað US-05) American Ale klárlega málið og virkar einnig í enskan IPA en ef þú ætlar að brugga klassískan enskan IPA þá geturu prufað WY1318 London Ale III (hef ekki prufað það en getur eflaust notað S-04 í staðinn, ég hef gert það með góðum árangri)
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by Idle »

Ekki gleyma Nottingham. Fyrir enska öl stíla er það ekki svo ósvipað og US-05. Fremur hlutlaust og gerjast vel. Hef notað það í bittera (ESB og slíka), mild og Stout með góðum árangri. :)

Glæsilegt framtak, Hrafnkell! Mun áreiðanlega nýta mér þetta þegar hagurinn vænkast.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by gugguson »

Gerandi verður að sjálfsögðu með :fagun:

Hvenær er deadline á að ákveða hvað maður ætlar að panta?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by hrafnkell »

Deadline fer aðeins eftir þáttöku, en ég gef þessu amk viku í viðbót. Best að fá pantanir inn sem fyrst.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by hrafnkell »

Nokkrir búnir að panta... hvet alla til að senda inn pöntun sem fyrst :)
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by Gvarimoto »

Ég pana næsta þrijudag, útborgun ;) reikna meðvað taka 4 krúsir
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by bjarkith »

Já, getur þetta beðið fram yfir mánaðarmót? Ef svo yrði væri ég til í að pannta.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by hrafnkell »

Ég leyfi þessu líklega að leka yfir mánaðarmótin :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by hrafnkell »

Kominn slatti af pöntunum en mundi vilja sjá nokkrar í viðbót áður en ég ræðst í innkaupin :)

Því fyrr því betra!
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by Gvarimoto »

Er að fara að panta frá þér eftir smá ! :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Gússi
Villigerill
Posts: 2
Joined: 2. Aug 2012 20:37

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by Gússi »

Er ennþá hægt að panta?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by hrafnkell »

Jebb. Enn hægt að panta.

Deadline er 10 ágúst.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr

Post by hrafnkell »

Seinasti séns að panta ger á morgun. Pöntunin kemur svo í kringum 22 ágúst.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr - SEINASTI SÉNS 10. ágús

Post by hrafnkell »

Pöntunin er farin út og því ekki hægt að bæta meiru við.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr - SEINASTI SÉNS 10. ágús

Post by gunnarolis »

Síðasti séns að kaupa vestfirskan harðfisk á 300?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr - SEINASTI SÉNS 10. ágús

Post by hrafnkell »

Gerið er lagt af stað hingað, kemur líklega á fimmtudaginn. Grrríðarleg spenna!
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Wyeast blautger pöntun - 1500kr - SEINASTI SÉNS 10. ágús

Post by Gvarimoto »

hrafnkell wrote:Gerið er lagt af stað hingað, kemur líklega á fimmtudaginn. Grrríðarleg spenna!

:skal:
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Post Reply