Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by Idle »

Eftir að ég ákvað að reyna að bæta myndaviðhengin svolítið, fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki eitthvað fleira sem menn vildu gjarnan hafa af svona möguleikum og þægindum á spjallinu.

Er nú heldur hugmyndasnauður eins og er sjálfur, svo endilega komið með tillögur. Eina sem ég man eftir í svipinn, er að menn gefa stundum "like" eða "+1" á ákveðna þræði eða svör. Það er e. t. v. eitthvað sem mætti innleiða sem hálfgert "reputation system" (til gamans, fá stjörnu eða önnur verðlaun fyrir innihaldsríka þræði eða svör), eða tengja jafnvel beint við aðra samskiptavefi (Andritið, Google+, Twitter og allt hitt)?

Gef þessu hálfan mánuð, sjáum til hversu hugmyndaríkir gerlarnir eru. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by Proppe »

Plúskerfi er sniðugt. Það er oft sem maður er jákvæður gagnvart ýmsu sem er póstað hérna, en hefur í sjálfu sér lítið um það að segja.
Svo var ég glaður að sjá að myndir eru hérmeð rísæsaðar sjálfvirkt.

Það er svosum fátt við þetta forum að bæta, nema meiri virkni hjá okkur meðlimunum.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by bergrisi »

Ég tek undir "like" takka. Maður veit að menn vilja fá comment á það sem þeir setja inn og oft hefur maður ekkert annað að segja en "flottur". Maður hefur séð pósta sem hafa verið skoðaðir yfir 200 sinnum en enginn sett neitt inn. Held að þetta myndi ýta undir virkni á spjallinu.

Annars er ég mjög ánægður með uppsetninguna. Margir möguleikar. Hef verið að skoða spjall í Danmörku og það er með öllu ómögulegt. Eins finnst mér homebrewtalk ekki þægilegt, kannski því það er svo stórt.

Er annars mjög ánægður með þessa vinnu hjá þér.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by hrafnkell »

Reputation/Thanks er svolítið sniðugt til að hvetja fólk til að gera góða pósta. Ímynduð internetstig eru ótrúlega verðmæt fyrir notendur spjallborða :P
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Reputation/Thanks er svolítið sniðugt til að hvetja fólk til að gera góða pósta. Ímynduð internetstig eru ótrúlega verðmæt fyrir notendur spjallborða :P
Sammála .. þau eru næstum jafn verðmæt og ímynduðu krónurnar á bankareikningunum okkar ;)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by bergrisi »

Ein ábending.

Ég er oft að skoða gamla þræði hérna enda hafa upphafsmenn verið mjög virkir hérna í byrjun. Það eru svo margir þræðir sem hafa innihaldið myndir í frumbernsku Fágunar. Þessar myndir sjást ekki í dag. Er hægt að tryggja á einhvern hátt að gamlar myndir sjáist svo við nýgræðingarnir getum lært af þeim?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by Idle »

Sé myndunum hlaðið upp sem viðhengjum hér á það að vera öruggt. Sé hinsvegar vísað í þær annarsstaðar er ómögulegt fyrir okkur að tryggja að þær verði þar áfram. :(
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by Gvarimoto »

Live chat box ? Oft sem maður er að fá sér og spila tónlist þá væri gaman að kíkja og tjatta við ykkur live


Edit, heyrðu, fann þetta bara hérna núþegar svo nevermind :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by helgibelgi »

Það væri geggjað að fá like-kerfi þannig að hægt sé að læka ákveðna pósta og líka þræðina eins og er á HBT (stjörnukerfi). Þá er ég eiginlega sáttur.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by Idle »

helgibelgi wrote:Það væri geggjað að fá like-kerfi þannig að hægt sé að læka ákveðna pósta og líka þræðina eins og er á HBT (stjörnukerfi). Þá er ég eiginlega sáttur.
Smelltu á "thumbs up" hnappinn við frumpóstinn í þræðinum. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by sigurdur »

Hvaða like hnapp? Sé ekki neitt..!!
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by Idle »

sigurdur wrote:Hvaða like hnapp? Sé ekki neitt..!!
Ekki í "announcement" umræðum, nei. Öllum öðrum. Sjá viðhengi.
asdf.PNG
asdf.PNG (3.16 KiB) Viewed 15352 times
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by sigurdur »

Idle wrote:
sigurdur wrote:Hvaða like hnapp? Sé ekki neitt..!!
Ekki í "announcement" umræðum, nei. Öllum öðrum. Sjá viðhengi.
asdf.PNG
svo virðist sem að það sé bara víst ;)
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by QTab »

spjallborðið er frábært fyrir umræður en fyrir nýgræðinga sem koma inn þá eru litlar upplýsingar á síðunni, svo ég taki smá dæmi þá var ég að leita að góðum útskýringum á secondary og fann fullt af umræðum um hvort það væri gott í hinni og þessari uppskrift en hvergi útskýringu eða leiðbeiningar, væri kannski sniðugt að setja upp wiki.fagun.is og setja þar inn allt sem flokkast undir upplýsingar frekar en umræður
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvað finnst ykkur vanta í spjallborðið?

Post by Idle »

QTab wrote:spjallborðið er frábært fyrir umræður en fyrir nýgræðinga sem koma inn þá eru litlar upplýsingar á síðunni, svo ég taki smá dæmi þá var ég að leita að góðum útskýringum á secondary og fann fullt af umræðum um hvort það væri gott í hinni og þessari uppskrift en hvergi útskýringu eða leiðbeiningar, væri kannski sniðugt að setja upp wiki.fagun.is og setja þar inn allt sem flokkast undir upplýsingar frekar en umræður
Tekið til greina, enda góður punktur þar.
"Sticky topics" eiga svo auðvelt með að fara úr böndunum, og þá er vissulegra betra að safna viskunni saman í einn góðan og vel skipulagðan sarp.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply