Bruggplön á næstunni

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Bruggplön á næstunni

Post by Proppe »

Ég er að stefna á að henda í nokkra bjóra á næstunni (dö). Það eru samt nokkur atriði sem kokkareynslan er ekki að hjálpa mér, og datt því í hug að bera undir reyndari bruggara.

Fyrsta plan: Rúgbjór.

Malt, humla og kryddplanið er ég með nokkurnvegin á hreinu. Það sem ég er ekki með klárt, er gerið.
Samkvæmt Roggenbier stílnum ætti ég að vera með hefeweizen ger. Mig langar samt að hafa þennan bjór tæran og rauðleitan.
Roggenbier stíllinn er í sjálfu sér ekkert lokatakmark, en að gera góðan rúgbjór er klárlega markmiðið.
Til að fá bjórinn huggulegan, og leyfa rúgnum og leynikryddinu að njóta sín, segir mér flest að ég ætti að vera með Nottingham ger í honum.
Hvað segið þið?

Annað plan: Súkkulaðiporter

Þetta, ásamt þeim fyrsta, verður jólabjór. Ég er að hugsa um beisik porter, minnka beiskju niður í lágmark fyrir stílinn, krydda með cacao nibs og appelsínu. Nafnið rann upp fyrir mér í dag, þar sem þetta er görlí porter með súkkulaðikeim: Catalina Cókó, eftir súkkulaðiportkonunni frægu.
Mín spurning til ykkar: Hvernig nálgast ég portermunnfílingin, og litinn, en sker niður brennt og ristað bragð?

Þriðja planið: Samanburðarkölsch

Þetta er svosum ekki flókið. Ég á túpu af Whitelabs Kölsch geri, mig langaði bara að vita hvort einhver ætti smit af Wyeast Kölsch geri handa mér til að gera starter, svo ég gæti splittað virtinum í sitthvorn 11l carboyinn og borið þá tvo saman, þegar þeir eru tilbúnir.


Annars er slatti af stöffi í pípunum á næstunni, en það er flest frekar auðvelt að nálgast upplýsingar um.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggplön á næstunni

Post by helgibelgi »

Ég held að með porterinn þá sé það Carafa Special (1-3) sem gefur súkkulaðikeim með sem minnst ristuðu bragði.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bruggplön á næstunni

Post by bjarkith »

Sæll, ég er my Kölsch ger frá Wyeast á stirplate hjá mér núna, getur komið og fengið nokkra dropa í þinn eginn starter ef þú villt.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggplön á næstunni

Post by bergrisi »

Súkkulaði porter er á dagskrá hjá mér og það eru mismunandi aðferðir hef ég komist að. Ég ætla að nota carafa special II en hef verið að velta fyrir mér að nota hreina súkkulaði viðbót.

Rakst á þessar greinar. Er ekki búinn að lesa þær allar en stefni á það.
http://www.humleland.dk/res/default/for ... porter.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.humleland.dk/res/default/byo ... colate.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Mér líst vel á dugnaðinn hjá þér. Er að plana næstu skref og stefni á að þau verði sem fjölbreyttust.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bruggplön á næstunni

Post by gunnarolis »

Sæll Proppe.

Ánægður með planlagninguna, metnaður í þessu.

Fyrsta Plan : Roggenbier
Ég fer stundum á Veitingastað hér í München þar sem er boðið uppá Roggenbier, og fær mér þá iðurlega glas af einum slíkum (sadly enough eru ekkert mjög margir að brugga hann hér um slóðir). Hér er Roggenbierinn eins og þú segir Skýjaður og gerjaður með hveitibjórsgeri. Það gerir bjórinn svolítið skemmtilegan að því leiti að negullinn í hveitibjórsgerinu spilar vel með kryddinu sem rúgurinn gefur af sér. Það er ekki mikill banani í nefinu á þeim bjór en hann er vissulega skýjaður. Ef þú ætlar að hafa hann tæran og rauðan, þá sé ég ekkert úr vegi að nota Nottingham, og þú gætir þá jafnvel sett smá negul með í bjórinn til þess að immitera hveitibjórsnegulinn (passaðu þig bara á magninu, hálfur negulnagli væri nóg og jafnvel of mikið). Annars er hugmyndin bara fín.
Ef að þig langar að gera bara fallegan rauðleitan bjór er einnig annar möguleiki að gera irish red ale, en það er auðvitað enginn rúgur í því, og töluvert frábrugðinn stíll.

Annað plan: Súkkulaðiporter

Einn af fyrstu bjórunum sem ég bruggaði þegar ég byrjaði að brugga var Porter. Mínar pælingar voru einmitt silky texture, lítil rist og frekar mikil sæta. Desertbjór so to speak. Það sem ég gerði til að ná því takmarki var að nota mjólkursykur (lactósa) í bjórinn og svo notaði ég einnig svolítið magn af höfrum í bjórinn. Hafrarnir gefa sikly texture og innihalda frekar mikinn gerjanlegan sykur (ekkert mikið minna en pale maltið), þannig að settu bara einhvern slatta af höfrum í bjórinn ef þú vilt þykkt, chevy boddí. Til þess að minnka ristina er hægt að fara nokkrar leiðir. Klassískasta leiðin er að nota bara Carafa Special malt sem dökka maltið í bjórnum. Það er ristað malt þar sem hýðið hefur verið fjarlægt, það þýðir að þú færð litinn og mikinn hluta af bragðinu og lyktinni, en ekki harkalega rist í bjórinn.
Einnig hef ég farið aðra leið, það er að setja ristaða maltið ekki út í meskinguna fyrr en bara síðustu 10 mínúturnar af meskingunni. Þannig lágmarkarðu hörkuna í ristinni. 3 og síðasta leiðin sem hægt er að fara er að "cold steepa" dökku möltin í franskri kaffipressu, og þá færðu víst virkilega smooth "dökkt bragð" í bjórinn. Þetta hef ég ekki gert sjálfur, en ætla að gera við tækifæri. Uppá kakóið, þá hef ég séð kana nota ósætt bökunarsúkkulaði í bjóra, og gefa því góða einkunn, þannig að það er einnig möguleiki. Ég hef ekki notað kakóbaunir í bjór, en einn af mínum uppáhaldsbjórum (Dieu de Ciel Aprodisiaque) er með kakóbaunum og vanillu. Það getur komið frábærlega út.

Þriðja planið: Samanburðarkölsch
Um þetta er svosem lítið að segja, fáðu bara kölsch ger hjá Bjarka og þú ert good to go.

Kv G.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Bruggplön á næstunni

Post by Proppe »

Þakka góð innlegg.

Ég er ekkert sérstaklega að sækjast negulkeimnum, því ég ætla að krydda þennan rúgbjór með sinnepsfræjum.
Markmiðið er að gera bjór til að skella í sig með jólasíldinni. Rúgur, sinnep og síld eru alltsaman góðir vinir. Tær og fallegur bjór einhvernvegin hljómar betur með síldinni, en skýaður weizen.

Annars er ég ekki að fara að henda í þennan kölsch fyrr en í næsta mánuði, þannig að ég fæ kannski afleggjara eftir brugg hjá þér, Bjarki?
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bruggplön á næstunni

Post by bjarkith »

Færð slant þá, ætla ekki að láta þig frá krukku þar sem ég ætla að gerja rauchbier með þessu geri og held ég að sullið undan honum muni ekki hennta í neitt nema annan eins.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggplön á næstunni

Post by bergrisi »

Hvernig kom svo bjórinn með sinnepsfræjunum út?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Bruggplön á næstunni

Post by Proppe »

Ég er búinn að vera að díla við svolítið vesen uppá síðkastið og ekki haft mikinn tíma til eins né neins, en hérna er staðan á honum fyrir nokkrum mínútum síðan:
https://www.youtube.com/watch?v=mwXfOXUhNTo

Ég kom þessu ekki á koppinn fyrr en í gær :oops:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggplön á næstunni

Post by bergrisi »

Gaman að þessu. Hann verður örugglega flottur með Þorramatnum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply