Loksins rigning. Hafra-porter og Hveitisloppur á dagskrá.

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Loksins rigning. Hafra-porter og Hveitisloppur á dagskrá.

Post by bergrisi »

Loksins getur maður tekið heilan dag í að gera bjór.

Keypti fyrir þó nokkru síðan Hafraporter og tvo hveitibjóra hjá Brew.is. Gerði einn hveitibjór fyrir mánuði sem er tilbúinn núna um leið og sólin kveður (vonandi bara í bili).

Mun nota sitthvort gerið í þessa tvo hveitibjóra til að bera saman. Notaði WB-06 í bjórinn sem er tilbúinn og svo ætla ég að nota T-58 í þann sem ég geri í dag. Gaman að sjá hvað það gerir fyrir bjórinn.
Uppskriftin:
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/HviturSloppur" onclick="window.open(this.href);return false;

Hafraporterinn verður óbreyttur enda tókst hann mjög vel síðast. Stefni á að geyma þennan fram á vetur ef ég get látið þennan vera.
Uppskriftin
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/Oat_Porter" onclick="window.open(this.href);return false;
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Loksins rigning. Hafra-porter og Hveitisloppur á dagskr

Post by bergrisi »

Smá uppfærsla svona mest fyrir sjálfan mig ef ég geri þennan bjór aftur.

Það er mikill munur á hveitibjórnum með T-58 og wb 06. Það er mun meiri citrus keimur af Wb 06 hveitibjórnum. T-58 er mun mildari. Nú er hann einungis búinn að vera 9 daga á flösku en var að bragðast mjög vel.

Smakkaði reyndar líka Hafra porterinn í dag og hann er mjög ljúfur. Ætla reyndar að reyna eins og ég get að geyma hann fram á vetur.

Ég er í vandræðum með geymsluna mína í þessum hita. Hitinn er um 22 gráður þó hún sé óupphituð. Bara vel einangruð. 3 bjórar eru að gerjast af krafti þar og held ég að flösku bjórarnir hafi þroskast soldið hratt og þess vegna smakkaði ég þá í dag eftir 9 daga. Líka útaf því ég er í frí og 24. stiga hiti á pallinum. Ekkert eins gott og að fá sér einn kaldann.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply