American Pale Ale úr BCS

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Ég bruggaði þennan í gærkvöldi:

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size (fermenter): 23,00 l   
Bottling Volume: 21,30 l
Estimated OG: 1,059 SG
Estimated Color: 12,9 EBC
Estimated IBU: 39,6 IBUs
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Est Mash Efficiency: 87,5 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
5,50 kg               Pale Malt (6 Row) US (3,9 EBC)           Grain         1        89,0 %        
0,34 kg               Caramel/Crystal Malt - 40L (78,8 EBC)    Grain         2        5,5 %         
0,34 kg               Munich Malt (17,7 EBC)                   Grain         3        5,5 %         
25,0 g                Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Boil 60, Hop           4        33,7 IBUs     
7,0 g                 Centennial [10,00 %] - Boil 10,0 min     Hop           5        2,4 IBUs      
7,0 g                 Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Boil 10, Hop           6        3,4 IBUs      
15,0 g                Centennial [10,00 %] - Boil 0,0 min      Hop           7        0,0 IBUs      
15,0 g                Columbus (Tomahawk) [14,00 %] - Boil 0,0 Hop           8        0,0 IBUs      
1,0 pkg               Safale American  (DCL/Fermentis #US-05)  Yeast         9        -             
Nýtnin varð betri en ég er vanur, þannig að OG var 1064 (ég stefndi á 1052). Ég þynnti virtinn út með 2 lítrum af vatni og henti svo í gerjunarfötu. Hefði hugsanlega átt að þynna hann meira?

Ég prófaði líka að setja fermcap s í suðuna, en það var alveg merkilegur andskoti, það kom ekki ögn af froðu þegar suðan kom upp, og svo á þetta líka að stoppa krausen, þannig að maður getur stútfyllt fötuna án þess að eiga á hættu að skjóta lokinu af þegar gerjun fer í gang og vatnslás stíflast.
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by Erlendur »

Lítur vel út! Ertu að selja Fermcap S?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Nei ég tók bara eitt glas af því með þegar ég pantaði frá midwest seinast. Var búinn að vera að lesa Yeast og sá að það er ekkert neikvætt við að nota þetta, þannig að ég ákvað að grípa eitt glas með til að prófa.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Þessi er búinn með mestu gerjunina og ég fer að huga að því að henda honum á kút.


Það er svolítið skemmtilegt við þennan að það tók samtals 2.5klst að brugga þennan bjór, fyrir utan hitun á meskivatni.

Ástæðan fyrir því að þetta tók svona stuttan tíma er að þegar 20mín voru búnar af meskingunni þá tók ég eftir því að virtinn var orðinn alveg tær. Ég tók þá refractometerinn og mældi, og sá að virtinn var kominn í pre boil gravity. Þá hækkaði ég bara hitann í 76 gráður og sparaði mér þar 40mín. Rest var svo eins og við má búast. Ekki langur bruggdagur þetta!
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by kalli »

Ég held það hafi verið BYO tímaritið sem gerðu einu sinni vísindalega könnun á hvað meskitími þarf eiginlega að vera langur. Þeir komust að því að 15-20 mínútur séu feikinóg og jafnvel styttra. Ég hef ekki prófað það sjálfur ennþá, en ætla nú að gera það.
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Það eru eflaust margar breytur á því hvað mesking tekur langan tíma, og ef til vill hefði ég fengið ögn meiri sykur ef ég hefði beðið lengur. Mér dettur í hug t.d. meskihitastig, þykkt á meskingu, pH, hvaða korn, hvort það sé hreyfing á korninu/vatninu í kringum kornið ofl.

Það er auðvelt að kaupa krítarpakka og framkvæma iodine test til að sjá hvort mesking sé búin, eða nota refractometer eins og ég gerði í þessu tilfelli.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by sigurdur »

Lengd á meskingu getur haft áhrif á hversu einfaldar sykrur eru í virtinum.
Þó að joðpróf sé neikvætt, þá þýðir það bara að það eru ekki sterkjur eftir, ekki hversu langar sykrukeðjurnar eru.

Ef ég man rétt þá ætti gravity ekki að aukast þó að sykrurnar verði einfaldari.

Það getur samt verið að allar einföldu sykrurnar séu komnar.. ég er ekki meiri vísindamaður en þetta :geek: :drunk:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Ég læt vita með attenuation á þessu :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Er að brugga þennan aftur. 40 lítra batch, ætti að vera frábær fyrir afmælið mitt sem er í ágúst.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by bergrisi »

Flottur, er í sögulegri brugg leti.
Á ennþá eftir að gera hafraporterinn og annan hveitibjórinn sem ég keypti af þér. Hvað ætli þetta geymist lengi?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by Gvarimoto »

bergrisi wrote:Flottur, er í sögulegri brugg leti.
Á ennþá eftir að gera hafraporterinn og annan hveitibjórinn sem ég keypti af þér. Hvað ætli þetta geymist lengi?

Held það séi talað um viku-2 á köldum stað ef það er malað, annars þekki ég það ekki betur (eftir þann tíma taparu sykri eða eitthvað, veit ekkert)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

bergrisi wrote:Flottur, er í sögulegri brugg leti.
Á ennþá eftir að gera hafraporterinn og annan hveitibjórinn sem ég keypti af þér. Hvað ætli þetta geymist lengi?
Nokkrir mánuðir eru ekkert mál.
Gvarimoto wrote:Held það séi talað um viku-2 á köldum stað ef það er malað, annars þekki ég það ekki betur (eftir þann tíma taparu sykri eða eitthvað, veit ekkert)
Það er bull. Kaninn er eitthvað voðalega stressaður yfir þessu, en þetta er algjört vitleysa. Nokkrir mánuðir eru ekkert mál, og ég hef geymt malað korn í rúmt ár áður en ég notaði það, án nokkurs aukabragðs eða leiðinda svo ég viti. Ég mæli kannski alveg með því að geyma það í ár, en 2-4 mánuðir eiga ekki að vera neitt stórmál með malað korn.




Í öðrum fréttum:
Ég bruggaði bjórinn, 22 lítrar í hvora gerjunarfötu af 1.050 virt. Ég sauð óvart bara í 50mín (misreiknaði mig örlítið þegar ég setti timerinn í gang) en ég hugsa að það ætti ekki að koma að sök.

Ég byrjaði með óþarflega mikið af vatni, þannig að það urðu nokkrir lítrar eftir í pottinum eftir að ég hafði fyllt gerjunarfötuna. Þeir fóru bara í vaskinn. Það þýðir að nýtnin er orðin betri hjá mér en hún var, líklega komin í amk 75%, án þess þó að ég hafi slegið því upp í beersmith.

Ég tók ekki tímann á meskingunni, borðaði í fjölskyldunni og skrapp í sorpu á meðan græjurnar sáu um meskinguna :) Svo þegar það var búið hífði ég pokann uppúr og kreisti smávegis á meðan suðan var að koma upp.

Mælisýnið bragðaðist prýðilega og ég er gríðarlega spenntur að gæða mér á þessum eftir 1-2 mánuði. Ég var örlítið örlátari á 10 og 0 mín humlana en uppskriftin gerði ráð fyrir.


Annað
Ég setti fermcap-s eftir meskingu til að lenda ekki í boilover sóðaskap og setti whirfloc í þegar 10mín voru eftir af suðunni. Kældi svo niður í 65°C með counterflow, dældi svo í föturnar. Ætli ég hafi ekki pitchað í svona 15 gráðum. Var latur og nennti ekki að mæla það nákvæmlega. Þetta hefur reddast hingað til :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by bergrisi »

Takk fyrir svarið. Ég var reyndar ekkert að stressa mig yfir þessum tveim pokum af möluðu sem ég á. Vonandi næ ég að gera eitthvað í næstu viku.

En gott að einhverjir eru duglegir og það ætti að gefa manni smá spark.

Við bjórgerðarmenn þyftum rigningu í viku svo við gerðum eitthvað af viti.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Ég stefni á að henda í amk 1-2 laganir í viðbót á næstu dögum. Hugsanlega einn reyktan úr extracti og svo einhvern léttan, hugsanlega hveitibjór.

Ég gerði líka cider úr rúmlega 10l af fancypants eplasafa sem ég keypti í kosti. Fór eftir þessari uppskrift:
http://www.homebrewtalk.com/f25/man-i-l ... ein-14860/" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo er ég með fíflavín í gerjun sem ég gerði fyrir um 2 vikum
http://winemaking.jackkeller.net/dandelio.asp" onclick="window.open(this.href);return false;

Fullt í gangi hérna :)
Image

Möst að lofta virtinn vel
Image
Last edited by hrafnkell on 16. Jun 2012 10:59, edited 1 time in total.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by bergrisi »

Þvílíkur dugnaður!!!! Er þetta stórafmæli sem þú ert að undirbúa?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by Gvarimoto »

Já ég er að ná ágætis meskingu sjálfur, er að tapa um 2 gráðum á klukkutíma með því að vefja handklæðum yfir og utanum tunnuna og BeeCave bjórinn sem ég gerði um daginn (breytti humlunum aðeins) fékk ég 1.056 OG
Svo var ég að gera Fiskidagsbjórinn í gær og var að miða á 1.046 OG en ég náði 1.052, ég auðvitað fattaði ekki fyrr en eftir að ég kastaði gerinu yfir að ég hefði getað bætt við kannski 1-2 lítrum af vatni og náð þannig target OG.

En mér er svosem sama, hann endaði frekar dökkur (dekkri en ég átti von á) svo það er fínt að hafa hann aðeins sterkari, plús þá setti ég um 65g af humlum overall svo hann endar vonandi vel :)

Flott að sjá þessar myndir frá þér Hrafnkell, alltaf gaman að sjá myndir/video af öðrum brugga :)


P.s er að drekka hvíta sloppinn núna, djöfull er kvikindið gott!
Að ég skuli hafa sóað ári í kit bjóra :P
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Þegar ég kíkti í skúrinn í gærkvöldi þá stóðu 0 mín humlarnir enn á vigtinni. Úbbs. Smellti í humlate í pressukönnu og smellti í gerjunarföturnar. Þessi bjór gæti orðið eitthvað skrýtinn :)
bergrisi wrote:Þvílíkur dugnaður!!!! Er þetta stórafmæli sem þú ert að undirbúa?
Þrítugsafmæli í ágúst... Ætli maður neyðist ekki til að halda smá partý og þá er ekki úr vegi að vera með haug af fullum kútum :) Ég á amk 6 stk sem eru í lagi. Fíflavínið verður ekki ready fyrir afmælið og líklega ekki ciderinn heldur.
Gvarimoto wrote:Já ég er að ná ágætis meskingu sjálfur, er að tapa um 2 gráðum á klukkutíma með því að vefja handklæðum yfir og utanum tunnuna og BeeCave bjórinn sem ég gerði um daginn (breytti humlunum aðeins) fékk ég 1.056 OG
Svo var ég að gera Fiskidagsbjórinn í gær og var að miða á 1.046 OG en ég náði 1.052, ég auðvitað fattaði ekki fyrr en eftir að ég kastaði gerinu yfir að ég hefði getað bætt við kannski 1-2 lítrum af vatni og náð þannig target OG.

En mér er svosem sama, hann endaði frekar dökkur (dekkri en ég átti von á) svo það er fínt að hafa hann aðeins sterkari, plús þá setti ég um 65g af humlum overall svo hann endar vonandi vel :)

Flott að sjá þessar myndir frá þér Hrafnkell, alltaf gaman að sjá myndir/video af öðrum brugga :)


P.s er að drekka hvíta sloppinn núna, djöfull er kvikindið gott!
Að ég skuli hafa sóað ári í kit bjóra :P
Það er allt í lagi að smella nokkrum lítrum í þótt gerið sé komið í, bara helst ekki eftir að gerjun er byrjuð af einhverju viti, þá er hætt við því að bjórinn verði vatnskenndur. En það er líka í góðu lagi að hafa bjórinn bara aðeins sterkari :) Ég geri það venjulega, er ekkert að standa í að þynna.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: American Pale Ale úr BCS

Post by hrafnkell »

Þessi fór á 2 kúta í gær.. Það var svolítið merkilegt að uppúr annarri fötunni var mikil lykt af grænum eplum, en af hinni ekki. Sami virtur, sama ger, sama gerjunarhitastig og sama (svipað?) hreinlæti.

Verður forvitnilegt að sjá hvort það sé munur á kútunum eftir nokkrar vikur.
Post Reply