Lagði í amerískan amber í gær (með fulltingi Bjarka og Helga). Upprunaleg uppskrift úr BCS en ákvað að nota bara það sem ég átti til og þurfti því að breyta ýmsu.
4 kg pale
340 gr. CM II (bætt út í undir lok meskingar)
210 gr. Munich I
166 gr. Melanoidin
90 gr. Biscuit
Meskjað við 66 gr. í klukkustund. Þóttist fá 25 lítra fyrir suðu en mældi það ekki alveg nákvæmlega. 1.050 en Beersmith spáði 1.046.
21 gr. Horizon í 60 mín (uppskrift tekur til 17 en humlarnir farnir að eldast)
11 gr. Centennial í 10 mín. (uppskrift sagði 7)
11 gr. First Gold í 10 mín. --------""---------
11 gr. Centennial í 0 mín. --------""---------
11 gr. First Gold í 0 mín. --------""---------
Bættum á dögunum þvottavélarelementi í suðupottinn okkar sem ég hef hingað til ekki þorað að hafa í gangi stöðugt. Gerði það núna og missti töluvert vökvamagn í suðunni (eða var með minna fyrir suðu en ég hélt) og endaði með rétt um 16 lítra 1.063 OG en Beersmith spáði fyrir um 1.057. Þynnti með 1,7 L vatns. Gerjað með krukku af US-05 slurry frá Helga.