Amerískur amber

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Amerískur amber

Post by viddi »

Lagði í amerískan amber í gær (með fulltingi Bjarka og Helga). Upprunaleg uppskrift úr BCS en ákvað að nota bara það sem ég átti til og þurfti því að breyta ýmsu.
4 kg pale
340 gr. CM II (bætt út í undir lok meskingar)
210 gr. Munich I
166 gr. Melanoidin
90 gr. Biscuit
Meskjað við 66 gr. í klukkustund. Þóttist fá 25 lítra fyrir suðu en mældi það ekki alveg nákvæmlega. 1.050 en Beersmith spáði 1.046.
21 gr. Horizon í 60 mín (uppskrift tekur til 17 en humlarnir farnir að eldast)
11 gr. Centennial í 10 mín. (uppskrift sagði 7)
11 gr. First Gold í 10 mín. --------""---------
11 gr. Centennial í 0 mín. --------""---------
11 gr. First Gold í 0 mín. --------""---------

Bættum á dögunum þvottavélarelementi í suðupottinn okkar sem ég hef hingað til ekki þorað að hafa í gangi stöðugt. Gerði það núna og missti töluvert vökvamagn í suðunni (eða var með minna fyrir suðu en ég hélt) og endaði með rétt um 16 lítra 1.063 OG en Beersmith spáði fyrir um 1.057. Þynnti með 1,7 L vatns. Gerjað með krukku af US-05 slurry frá Helga.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply