Hveitibjór, IPA og Helles

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Hveitibjór, IPA og Helles

Post by Oli »

best að smella inn þeim uppskriftum sem eru í gangi núna, er með þrjá í gerjun fyrir veislu í júlí.

Hveitibjór
40 lítrar, 75% nýtni, mesking við 67 °C, 90 mín suða.IBU 13
4,22 kg hveitimalt
4,22 kg pilsner
0,1 kg súrmalt
43,7 g Hallertauer [3,80 %] - Boil 60,0 min
gifs og kalsíumklóríð
WLP 3068 ger
OG 1050
Gerjað við 17°C
Ilmurinn úr gerjunartunnunum er svakalegur núna

Humlahamingja IPA
35 ltr, 75% nýtni, mesking við 65°C, 60 mín suða. 61,5 IBU
9,40 kg Pale Malt (2 Row) US (2,0 SRM)
0,61 kg Carared (20,0 SRM)
0,46 kg Munich Malt (9,0 SRM)
0,15 kg Caramunich Malt (56,0 SRM)
47,72 g Horizon [12,00 %] - Boil 60,0 min
39,84 g Centennial [10,00 %] - Boil 10,0 min
43,82 g Simcoe [12,00 %] - Boil 5,0 min
40,17 g Amarillo Gold [8,50 %] - Aroma Steep
OG 1065
Safale S-05 ger
Gerjað við 19°C


Munich Helles
Tók svo einn gamlan góðan munich helles líka, hef gert þennan margoft fyrir þá sem vilja léttan og góðan lager.

Mesking við 66°C, 40 ltr, 75% nýting, 22 IBU
7,69 kg Pilsner (Weyermann) (1,7 SRM) Grain
0,51 kg Munich I (Weyermann) (7,1 SRM) Grain
0,25 kg Melanoiden Malt (20,0 SRM) Grain
44 g Hallertauer [3,80 %] - Boil 60,0 min
OG 1050
Safale S-23 í helming og w 34/70, er ekki frá því að W34/70 sé hlutlausara, s-23 meira frúttí.
gerjað við 10°C
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hveitibjór, IPA og Helles

Post by bergrisi »

Langar að prufa að gera þennan lagerbjór sem þú nefnir. Lagertilraunir mínar hafa ekki gengið nógu vel undanfarið.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hveitibjór, IPA og Helles

Post by Oli »

bergrisi wrote:Langar að prufa að gera þennan lagerbjór sem þú nefnir. Lagertilraunir mínar hafa ekki gengið nógu vel undanfarið.
Í þessum ljósari bjórum getur skipt miklu fyrir útkomuna að nota gifs og önnur vatnsbætiefni fyrir meskingu.
Kæla virtinn vel niður fyrir gerjunarhitastig og nota nógu mikið af geri, gerja í primary í amk 2 vikur.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hveitibjór, IPA og Helles

Post by Oli »

Ipa-inn gerjaðist niður í 1008, lægra en áætlað, meskihitastigið var að stríða mér.
Hveitibjórinn fór niður í 1010, bara góður.
Helles endaði í 1011.

Ég var að prófa að filtera með svona græju http://www.northernbrewer.com/shop/cart ... using.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
og notaði 1 micron filter, það er ekki að skila þeim árangri sem ég bjóst við en svona eftirá að hyggja þá hefði líklega verið betra að kæla bjórinn fyrir filteringu og jafnvel nota gelatín með. Líka spurning hvort ég hafi notað of mikinn þrýsting til að keyra bjórinn á milli kúta í gegnum filterinn.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply