Strákar, ég er í vanda, tappaði hveitibjórnum mínum um daginn og nú liggur einhver ógeðsleg skán ofan á bjórnum í nokkrum af flöskunum. Eitthvað sem ég hef ekki séð áður? Hvað getur þetta verið? Það er svona loðið á að líta og afar óaðlaðandi. Erum við að tala um fyrstu sýkinguna mína? Ég er alveg brjálaður hérna...fékk ekki nema örfáar flöskur af þessu.
Hljómar eins og mygla. Það þarf ekki að vera að hún eyðileggi bjórinn. Ef þú getur náð henni frá og sloppið við að drekka hana er allt eins líklegt að bjórinn sé í fínu lagi. Athugaðu hvort þú getur hellt án þess að myglan fylgi með, eða þá náð að sía hana frá eða veiða hana upp úr og smakkaðu svo bjórinn. Ef hann bragðast vel, drekktu hann þá. Mygla skilur ekki eftir sig neitt hættulegt, og er staðbundin.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Já andskotinn .) Hvernig stendur á þessu allt í einu núna? Flöskur ekki nægilega hreinar??? En jú ég verð að prófa þetta, sía þetta frá á einhvern hátt.
Annars er ég að missa dampinn hérna....allur bjórinn minn hefur alltaf eitthvað undirliggjandi bragð sem ég er farinn að fá leið á. Langar bara að drífa mig í All Grain...nenni ekki þessu ekstrakti. En já ætli þessi undirliggjandi "húskeimur" sé ekki að ég nota alltaf Cara Amber...líklega bara sá keimur sem ég er búinn að fá leið á.................eða hvað? Heheh
Eyvindur wrote:Hljómar eins og mygla. Það þarf ekki að vera að hún eyðileggi bjórinn. Ef þú getur náð henni frá og sloppið við að drekka hana er allt eins líklegt að bjórinn sé í fínu lagi. Athugaðu hvort þú getur hellt án þess að myglan fylgi með, eða þá náð að sía hana frá eða veiða hana upp úr og smakkaðu svo bjórinn. Ef hann bragðast vel, drekktu hann þá.
Ég lenti í því að ein flaska af lager bjór "myglaði", tappinn hafði rekist utan í eitthvað og flaskan farið á hliðina, mygla komst í hann og hann varð svakalega skýjaður, ég ákvað að opna hann og smakka og hann bragðaðist allt öðruvísi en hinir bjórarnir af sömu tegund en var samt ekki vondur. Kjánalega góður verð ég bara að segja.
Mygla skilur ekki eftir sig neitt hættulegt, og er staðbundin.
Í miklu magni getur hún verið hættuleg öndunarfærum og getur valdið ofnæmisviðbrögðum og sumar myglur búa til eitur... http://en.wikipedia.org/wiki/Mycotoxin
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Úff verð að segja ég hef ekki hagt mikinn áhuga á að smakka bjórinn, en ég lét verða að því í dag. Opnaði flöskuna og stók bjórinn úr með slöngu frá botninum og skildi svo eftir ca 2 cm (sem sagt hið myglaða yfirborð).
Bjórinn var bara nokkuð góður ég er þó að láta mygluna trufla mig. Bara að vita af þessu þarna truflar mig.