Hvítur sloppur, loksins.

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Hvítur sloppur, loksins.

Post by bergrisi »

Setti í einn hveitibjór í dag sem ég keypti hjá Brew.is.

Er búinn að vera að umturna bruggaðstöðunni minni og ætlaði að vera voðalega duglegur í dag og setja í gang 2 eða 3 bjóra, en þá bauð mamma mér í mat með alla krakkana og ekki er maður vondur við mömmu sína. Svo í nýju gerjunaraðstöðunni minni er núna bara einn bjór, þessi hveitibjór sem er hugsaður sem fyrirbyggjandi aðgerðir. Vonandi drekk ég hann og leyfi öðrum bjórum að þroskast í rólegheitum.

Ég keypti reyndar í tvo hveitibjóra og ætla að nota sitthvort gerið í þá í þágu vísindana. Verður spennandi að sjá muninn. Vonandi næ ég að setja í þann seinni fljótlega.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by Gvarimoto »

Var að panta BIAB AG setup frá brew.is ásamt Hvíta sloppinum, hlakkar alveg gríðarlega til að brugga þennan :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by helgibelgi »

Hvaða ger notaðirðu/ætlar að nota, Rúnar? fyrir hveitibjórinn
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by Gvarimoto »

Mátt endilega benda mér á uppskriftina líka, sé ekki hvernig á að sjóða humlana o.s.f á brew.is
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by hrafnkell »

Gvarimoto wrote:Mátt endilega benda mér á uppskriftina líka, sé ekki hvernig á að sjóða humlana o.s.f á brew.is
Humlarnir fara allar í á 60mín. Hendi þessu á síðuna snöggvast :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by bergrisi »

já, sæll, ég dreyfði humlunum. Setti ekki allt í byrjun. reyndi bara að ná sömu beyskju og talað er um á Brew.is. Setti 20 grömm í byrjun og svo 15 grömm þegar 15 mín voru eftir. Kannski er ég búinn að klúðra honum big time.

Svo keypti ég í tvo hvíta sloppa og ætla að nota sitthvort gerið. T 58 í annan og svo wb 06 í hinn.

Þetta verður vonandi allt drekkanlegt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by Benni »

Efast um að þetta endi sem eitthvað klúður, ég hef alltaf verið alltaf verið með tvær humlaviðbætur þegar ég geri mína hveitibjóra 60 & 15 mín og það hefur alltaf endað vel
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by Gvarimoto »

hrafnkell wrote:
Gvarimoto wrote:Mátt endilega benda mér á uppskriftina líka, sé ekki hvernig á að sjóða humlana o.s.f á brew.is
Humlarnir fara allar í á 60mín. Hendi þessu á síðuna snöggvast :)

Snilld :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by bergrisi »

Var reyndar bara að grínast. Hef enga trú á því að ég hafi klúðrað honum.
Ég miðaði bara við að ná sömu beyskju og talað er um í uppskriftinni.

Hann er núna að gerjast í geymsluskúrnum og verður settur á flöskur eftir 10 daga.

Verður spennandi að smakka fyrsta heimagerða hveitibjórinn. Drakk óhemju af hveitibjór fyrir 17 árum í Stuttgard.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by Gvarimoto »

Við hvaða stig ertu að meskja þennan ? vantar enþá leiðbeiningar fyrir byrjendur :(

66-68°c ?

Er að fara í þennan í fyrramálið :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Post by bergrisi »

Uppskriftin miðaði við 65,5 gráður en þú ert góður 64-68 myndi ég telja.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply