Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Setti í einn hveitibjór í dag sem ég keypti hjá Brew.is.
Er búinn að vera að umturna bruggaðstöðunni minni og ætlaði að vera voðalega duglegur í dag og setja í gang 2 eða 3 bjóra, en þá bauð mamma mér í mat með alla krakkana og ekki er maður vondur við mömmu sína. Svo í nýju gerjunaraðstöðunni minni er núna bara einn bjór, þessi hveitibjór sem er hugsaður sem fyrirbyggjandi aðgerðir. Vonandi drekk ég hann og leyfi öðrum bjórum að þroskast í rólegheitum.
Ég keypti reyndar í tvo hveitibjóra og ætla að nota sitthvort gerið í þá í þágu vísindana. Verður spennandi að sjá muninn. Vonandi næ ég að setja í þann seinni fljótlega.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
já, sæll, ég dreyfði humlunum. Setti ekki allt í byrjun. reyndi bara að ná sömu beyskju og talað er um á Brew.is. Setti 20 grömm í byrjun og svo 15 grömm þegar 15 mín voru eftir. Kannski er ég búinn að klúðra honum big time.
Svo keypti ég í tvo hvíta sloppa og ætla að nota sitthvort gerið. T 58 í annan og svo wb 06 í hinn.
Þetta verður vonandi allt drekkanlegt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Efast um að þetta endi sem eitthvað klúður, ég hef alltaf verið alltaf verið með tvær humlaviðbætur þegar ég geri mína hveitibjóra 60 & 15 mín og það hefur alltaf endað vel
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið