nú er stefnan tekin á að fjárfesta í útbúnaði til að kæla virt fyrir gerjun, eins og staðan er í dag læt ég hann kólna yfir nótt og set ger svo í næsta dag. Þessi aðferð er svosem ágæt en ég hef þurft að aðlaga humlaíbætur eftir þessu.
Nú langar mig til að stytta hjá mér bruggdaginn og ná þessu öllu í einu.
Því spyr ég:
Hvort mælið þið með andstreymis kæli (counter flow) eða kaffæringar kæli (immersion)?
nú er stefnan tekin á að fjárfesta í útbúnaði til að kæla virt fyrir gerjun, eins og staðan er í dag læt ég hann kólna yfir nótt og set ger svo í næsta dag. Þessi aðferð er svosem ágæt en ég hef þurft að aðlaga humlaíbætur eftir þessu.
Nú langar mig til að stytta hjá mér bruggdaginn og ná þessu öllu í einu.
Því spyr ég:
Hvort mælið þið með andstreymis kæli (counter flow) eða kaffæringar kæli (immersion)?
Hvað hefur hentað ykkur best?
Immersion ef þú ert ekki með dælu, annars er counterflow frekar þægilegt ef þú ert með dælu. Margar mismunandi skoðanir á þessu
Ég nota immersion chiller og hann virkar mjög vel, mjög einfalt að búa hann til líka. Get mælt með svoleiðis. Hef samt aldrei prófað counterflow chiller.