Gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Gerjun

Post by freyr_man69 »

sælir ég er að spá með gerjun er búinn að vera búa til lager og það tekur svo langann tíma í ísskápnum en er að spá í að uppfæra
í sumar og fá mér eina stora frystikistu fyrir lageringu en ég er að spá, veit einhver hvort sé í lagi? og hvar maður getur reddað
svona ferkantaðar flöskur svona 20 - 25l eins og svona? :
http://images.search.yahoo.com/images/v ... IagH0m.z3o" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

og svo er einhver með svona conical fermenter? og hvar getur maður reddað sér svona? allt á ebay sendir ekkert til íslands nema eithvað 400l
sem hægt að senda með fragt ekki alveg tilbúinn að stækka mig i svona stort strax :)

kv.freyr
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjun

Post by sigurdur »

Sæll Freyr.

Ég man eftir að hafa rekist á ferköntuð ílát í Viðarsúlu í Kópavogi.
Gerð úr PET (eða PE-HD) ef ég man rétt.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Gerjun

Post by freyr_man69 »

oki takk helduru sé alveg i lagi að nota svoleiðis i lageringu? þæginlegt lika að geta staflað þessu inni isskap
í staðinn fyrir þessar stóru gerjunartunnur
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjun

Post by sigurdur »

freyr_man69 wrote:oki takk helduru sé alveg i lagi að nota svoleiðis i lageringu? þæginlegt lika að geta staflað þessu inni isskap
í staðinn fyrir þessar stóru gerjunartunnur
Lögun gerjunaríláta hafa einhver áhrif á bragð lokaafurðarinnar, skilst mér a.m.k. af vitrari mönnum.
Það ætti samt að vera í fínu lagi að nota plast sem er PET, PE-HD eða PP með matvælamerkingu í gerjun og lageringu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerjun

Post by hrafnkell »

sigurdur wrote:
freyr_man69 wrote:oki takk helduru sé alveg i lagi að nota svoleiðis i lageringu? þæginlegt lika að geta staflað þessu inni isskap
í staðinn fyrir þessar stóru gerjunartunnur
Lögun gerjunaríláta hafa einhver áhrif á bragð lokaafurðarinnar, skilst mér a.m.k. af vitrari mönnum.
Það ætti samt að vera í fínu lagi að nota plast sem er PET, PE-HD eða PP með matvælamerkingu í gerjun og lageringu.
Sum (eitt?) erlend brugghús nota ferhyrnd gerjunarílát til að fá ákveðinn karakter úr gerjuninni. Ég efast um að það eigi við í litlum ílátum, sérstaklega þar sem þessir brúsar eru með vel rúnnaða kanta. Frekar þægilegir brúsar að mörgu leyti (ekki jafn plássfrekir), en leiðinlegir upp á þrif, það getur til dæmis farið krausen í haldfangið sem getur verið erfitt eða ómögulegt að þrífa og auðvitað bara lítið gat til að þrífa brúsann, semsagt ekki hægt að skrúbba. Sjóðandi vatn og klórsódi gætu þó alveg reddað manni að því leytinu.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjun

Post by sigurdur »

Það er auðvitað hægt að setja minna magn í hvert ílát til að minnka líkur á krausen í haldfang .. :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gerjun

Post by helgibelgi »

Ég ætla að veðja á að handfangsvandamálið sé ekkert rosalega mikið vandamál, bara þrífa nógu vel með einhverju góðu efni og hvolfa og hrista. Jafnvel þó smá krausen lifi af er það örugglega ekki það versta í heiminum, fer örugglega ekki niður í næsta bjór hvort sem er.

Just do it eins og nike segir :)
maestro
Villigerill
Posts: 15
Joined: 31. Jul 2009 14:46

Re: Gerjun

Post by maestro »

"Ekki gera ekki neitt" eins og Motus segir, bara drífa sig ! :lol:
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Gerjun

Post by freyr_man69 »

ja finnst sniðugt að vera með svona brúsa fyrir lageringu í frystikistu og get staflað nóg þarf ekki alltaf að gera 2 lagnir í einu get haft nokkrar i gangi :)
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Gerjun

Post by Gvarimoto »

Sæll, Europrís er með flottar ferkantaðar bruggfötur, það er lokað að haldfanginu svo engin froða kemst þangað, er búinn að vera að brugga úr 2 svona ftum með góðri reynslu (tekur minna pláss)

Það þarf hinsvegar að bora í tappann fyrir airlock, tapparnir með götum sem þeir selja virka ekki þar sem götin eru of stór fyrir gúmíhring, ég boraði bara gat og keypti svona gúmítappa sem maður treður ofaní fyrir airlock, fékk gúmítappann í byko.

Minnir að þessar fötur (brúsar?) kosti um 2600, en það er 50% afsláttur amk hér á AK svo ég fékk kvikindið á einhvern 1300kall
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Post Reply