Jomfrúarbruggið - Belgískur Wit

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
krissidk
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jun 2009 08:16
Location: Árhus

Jomfrúarbruggið - Belgískur Wit

Post by krissidk »

Jæja þá er búið að malla í fyrsta bruggið sem er belgískur wit með koriander og appelsínuberki, svona í tilefni sumarsins.
Þetta gekk allt tiltölulega vel (höldum við) og gerjunin var komin í gang um kvöldið.
Meskingin var án efa mesta vesenið og smá bögg með að halda hitanum á 65-68°, en þegar þetta kemst upp á lagið, þá ætti þetta ekki að verða mikið mál held ég ...7-9-13:)
Liturinn er reyndar svolitið skritinn, en hann minnir meira á Franziskaner eða Erdinger Dunkel en gylltan sumarferskan belgiskan wit. Nú er bara að bíoða og leyfa honum að gerjast og vona það besta... :)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jomfrúarbruggið - Belgískur Wit

Post by Andri »

Jæja hvað er að frétta af þessum?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
krissidk
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jun 2009 08:16
Location: Árhus

Re: Jomfrúarbruggið - Belgískur Wit

Post by krissidk »

Andri wrote:Jæja hvað er að frétta af þessum?
Það er bara allt það fínasta að frétta af þessum, gerjunin hófst bara strax og var mikið action í honum til að byrja með. Ég setti hann yfir á flöskur eftir 10 daga gerjun, það er kannski heldur lítið en sökum sumarfrís þá náði hann ekki að gerjast lengur. Hann tekur svo vel á móti mér þegar ég kem aftur heim úr fríi :D
Ég setti einn í kælinn eftir að ég tappaði á og drakk hann um kvöldið, þetta er ljómandi fallegur og gylltur belgi, mjög vel heppnaður útlitslega séð. Hann bragðaðist líka mjög vel, fyrir utan það að vera alveg flatur, þá var hann ferskur og góður á bragðið. Verður spennandi að smakka hann þegar hann verður tilbúinn ;)
Post Reply