Gerðum í gær þessa fínu uppskrift.http://www.beertools.com/html/recipe.ph ... ale+Recipe með smávægilegum breytingum.
7,4 kg Pilsner malt
1 kg Caramunich II (áttum ekki III og notuðum því meira af II til að fá ~sama lit)
240 g púðursykur
Og humlarnir sköluðust upp í
100 g Fuggles (3,7%)(60 mín)
30 g Fuggles (3,7%)(0 mín)
Sköluðum þá til vegna lægra AA % og seinkaði þeim seinni þar sem ég er ekki með kælingu.
Byrjuðum með 40 l meskivattni við 50°C í 20 mín
Bættum við 8 l sjóðandi vatni og notuðum elementin líka til að hækka hitann í 70°C í 60 mín (pínu yfirskot í hita)
Skoluðum svo kornið með 4 l
Enduðum með 46 L af virt OG 1,042. Sett í tvær fötur. ákváðum að prufa Nottingham í aðra og Safale s-04 í hina... það verður gaman að prufa muninn.