Azorean Brewer's Best Bitters

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Azorean Brewer's Best Bitters

Post by Dabby »

Gerðum í gær þessa fínu uppskrift.http://www.beertools.com/html/recipe.ph ... ale+Recipe með smávægilegum breytingum.

7,4 kg Pilsner malt
1 kg Caramunich II (áttum ekki III og notuðum því meira af II til að fá ~sama lit)
240 g púðursykur

Og humlarnir sköluðust upp í
100 g Fuggles (3,7%)(60 mín)
30 g Fuggles (3,7%)(0 mín)

Sköluðum þá til vegna lægra AA % og seinkaði þeim seinni þar sem ég er ekki með kælingu.

Byrjuðum með 40 l meskivattni við 50°C í 20 mín
Bættum við 8 l sjóðandi vatni og notuðum elementin líka til að hækka hitann í 70°C í 60 mín (pínu yfirskot í hita)
Skoluðum svo kornið með 4 l

Enduðum með 46 L af virt OG 1,042. Sett í tvær fötur. ákváðum að prufa Nottingham í aðra og Safale s-04 í hina... það verður gaman að prufa muninn.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Azorean Brewer's Best Bitters

Post by bergrisi »

Skemmtileg tilraun að nota sitthvort gerið í sömu uppskrift. Langar soldið að gera þetta með lagerger annars vegar og svo US-05. Eins uppskrift en sitthvor gerjunarhitinn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply