Ég heiti Kristinn og er búsettur í Árhus. Ég vil byrja á að segja:
"frábært framtak"
Þetta er mögnuð síða og gaman að geta verið meðlimur af íslenskri bruggsíðu.
Mér var bent á síðuna af nIceguy (Freysa) sem er nágranni minn hérna í Dk og ég hef því fengið að vera tilraunadýr þegar kemur að brugginu hans...mjög ánægjulegt starf!
Ég hef verið mikill áhugamaður um bjór síðan ég flutti til Dk fyrir sjö árum, reyndar eyddi ég fyrsta árinu í að drekka ódýrustu pilsnerkassana í búðunum og fékk all svakalega ógeð á ódýrum bjór. Eftir það fór ég að prófa fleiri tegundir og þá opnaðist algjörlega nýr heimur fyrir mér. Ég keypti bjórleksikon þar sem var smá kynning á heimabruggi og eftir það kviknaði í mér löngun að brugga. Litlar kollegisíbúðir og skortur á peningum hafa hinsvegar verið tvær lélegar afsakanir fyrir að byrja ekki, en núna ákvað ég að kýla á þetta í stað þess að tala og hugsa um þetta stanslaust.
Ég er búinn að panta sett sem ég fæ vonandi á morgun, og fyrsta batchið verður belgískur Wit.
Ég er búinn að kynna mér efnið mjög mikið og hef ákveðið að skippa maltextract stiginu og fara beint út í all grain. Ég hlakka mjög mikið til að byrja og það verður spennandi að sjá hvort það takist að gera eitthvað drykkjanlegt í fyrstu tilraun.
Bestu
Krissi