Krissidk

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
krissidk
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jun 2009 08:16
Location: Árhus

Krissidk

Post by krissidk »

Sælir og sælar (ef einhverjar;))

Ég heiti Kristinn og er búsettur í Árhus. Ég vil byrja á að segja:

"frábært framtak" :skal:

Þetta er mögnuð síða og gaman að geta verið meðlimur af íslenskri bruggsíðu.
Mér var bent á síðuna af nIceguy (Freysa) sem er nágranni minn hérna í Dk og ég hef því fengið að vera tilraunadýr þegar kemur að brugginu hans...mjög ánægjulegt starf!

Ég hef verið mikill áhugamaður um bjór síðan ég flutti til Dk fyrir sjö árum, reyndar eyddi ég fyrsta árinu í að drekka ódýrustu pilsnerkassana í búðunum og fékk all svakalega ógeð á ódýrum bjór. Eftir það fór ég að prófa fleiri tegundir og þá opnaðist algjörlega nýr heimur fyrir mér. Ég keypti bjórleksikon þar sem var smá kynning á heimabruggi og eftir það kviknaði í mér löngun að brugga. Litlar kollegisíbúðir og skortur á peningum hafa hinsvegar verið tvær lélegar afsakanir fyrir að byrja ekki, en núna ákvað ég að kýla á þetta í stað þess að tala og hugsa um þetta stanslaust.
Ég er búinn að panta sett sem ég fæ vonandi á morgun, og fyrsta batchið verður belgískur Wit.
Ég er búinn að kynna mér efnið mjög mikið og hef ákveðið að skippa maltextract stiginu og fara beint út í all grain. Ég hlakka mjög mikið til að byrja og það verður spennandi að sjá hvort það takist að gera eitthvað drykkjanlegt í fyrstu tilraun.

Bestu :beer: kveðjur

Krissi
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Krissidk

Post by olihelgi »

Velkominn Krissi!

Gaman að heyra að þú ætlir að kýla beint á all-grain, það verður spennandi að fylgjast með þessu.

Óli í 130. ;)
krissidk
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jun 2009 08:16
Location: Árhus

Re: Krissidk

Post by krissidk »

Blessaður og takk fyrir það :)

Það verður spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að ganga þegar maður byrjar all grain. Það eru mikið af góðum síðum á netinu þ.a. ég hef fulla trú á þessu, en þetta kemur allt í ljós.

Krissi
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Krissidk

Post by Andri »

Velkominn, var að ljúka við að horfa á Klovn þátt þar sem þeir eru í einhverjum bjórklúbb og vilja stuðla að betri bjórmenningu :)
Í ölsins veröld erum við allir jafnir segja þeir þar.
Er úrvalið af all grain korni og tólum ekki sæmilegt í .dk?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
krissidk
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jun 2009 08:16
Location: Árhus

Re: Krissidk

Post by krissidk »

Takk fyrir það.
Það virðist vera mjög gott úrval hérna, en til að byrja með ætla ég kaupa tilbúnar uppskriftir og svo getur maður aðeins farið experimenta og skoðað almennilega hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

Annars er bara að segja:

"I maltens rige er vi alle lige...skåååååååååååååååååål"
Þetta eru algjörir snillingar. :lol:

Krissi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Krissidk

Post by Eyvindur »

Velkominn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Krissidk

Post by Oli »

Velkominn Krissi
Fágun er greinilega kominn með sterk ítök í baunaveldi. ;) Gangi þér vel með all grain
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
krissidk
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jun 2009 08:16
Location: Árhus

Re: Krissidk

Post by krissidk »

Þakka góðar móttökur, Fagun er að verða með gott útibú hérna í Dk :)
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Krissidk

Post by nIceguy »

Blessaður Kriss :) velkominn. Það gekk greinilega vel hjá þér í dag...fyrsta bruggið. Til lukku!
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Krissidk

Post by Andri »

Útrásargerlar!
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply