Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Ég ákvað að prufa að búa til fölöl með einungis einni tegund af malti (Pale ale) og einni humla tegund (Cascade).
5kg pale ale malt
Meski hitastig 65°C sem reyndar féll í 62°C á 1,5 klst.
Ég hef ekki aðstæður til að kæla virtinn og því hef ég verið að prufa mig áfram með humla íbætur.
bætti humlum í sem FWH - 15g cascade
svo 30g þegar 40 mín voru eftir
og önnur 30g þegar 5 mín voru eftir ásamt 1 whirlfloc.
Virturinn stóð í suðutunnuni í sólarhring og kólnaði, gerjun var svo komin í gang daginn eftir að gerið var sett út í.
Ger: Safale-05
OG 1.054
í dag er þetta komið í 1.010, sýnið bragðaðist vel en er aðeins bitrara en ég ætlaði mér.
Það var hinsvegar eitt sem kom mér á óvart áðan, ofan á bjórnum er þykkt lag af þéttri ljósri froðu sem féll að litlum hluta til botns þegar ég færði fötuna. Ég hef aldrei lent í þessu áður.
Þegar ég setti gerið út í hristi ég vel og það myndaðist talsverð froða, ég gerja í fötu og því sá ég ekki hvort hún féll saman og varð svo að þessari þéttu í framhaldinu.
Hafið þið séð svona áður?
Ég ætlaði að fleyta honum á aðra fötu á morgun og þurrhumla, ætli það sé nokkuð að því?
Ég hef verið með svona froðuhaus á bjór gerjuðum með US-05.
Eina sem ég hef gert er að stugga aðeins við fatinu eða nota sótthreinsað áhald til að brjóta upp froðuna.
Þú getur fleytt yfir í annað ílát, en ég myndi persónulega bara henda humlunum í "primary" nema þú ætlir að eiga gerkökuna.
Þetta lítur fínt út hjá þér. Ég set smá spurningamerki við humlaíbæturnar
Hekk wrote:bætti humlum í sem FWH - 15g cascade
svo 30g þegar 40 mín voru eftir
40mín humlar gera lítið annað en að bæta við biturleika, færð lítið sem ekkert bragð eða lykt úr þeim. Myndi seinka seinni viðbótinni næst og jafnvel hafa meira af henni.