Hraðtengi og flösku skolari

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Hraðtengi og flösku skolari

Post by Squinchy »

Var að fá mér þennan fína flösku skolara stút, fór mjög fljótt í taugarnar á mér að þurfa nota töng til að skipta á milli hraðtenginu fyrir slönguna og flösku skolarans, fór í Barka í dag og fékk þar þessa fínu utan snittuðu kúplingu sem fer beint upp á hraðtengið á krananum
Image
kv. Jökull
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by sigurdur »

Töff .. hvað kostaði þetta?
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by Squinchy »

Kúplingin kostar tæpar 1800.kr :shock: en þess virði fyrir mitt leiti, svo kostar hraðtengið sem fer á vatns kranann tæpar 700.kr
kv. Jökull
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by helgibelgi »

Er þetta flöskuskolarinn sem fæst í Ámunni?
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by Squinchy »

Já fékk hann þar
kv. Jökull
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by helgibelgi »

Ég var að fá mér svona flöskuskolara og fékk tengi úr Brynju sem tengir þetta beint við eldhúsvaskinn. Samt er ég búinn að vera að hamast við að herða þetta á kranann en samt sprautast út um allt þegar ég skrúfa frá vatninu. Hvað er ég að gera vitlaust?

EDIT: Ég prófaði að setja rörateip á skrúfganginn og það virðist hafa lagað að hluta til. Annars held ég að ég þurfi bara að herða meira.
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by Benni »

ertu viss um að þetta séu réttar gengjur á skrúfgangnum?
ég lenti í svipuðu með minn flöskuskolara, virtist vera eðlilegt en gat aldrei hert almennilega og þegar ég skoðaði nánar þá var ágætur munur á gengjunum, mögulega eitthvað EU vs USA dæmi?
ég reddaði mér með að setja auka fiber pakkningu svo ég þyrfti ekki að herða jafn langt uppá
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by sigurdur »

Ég lenti í þessu líka, ég set bara tusku yfir kranann .. það heldur öllu í skefjum.

Ég ætla að prófa að setja auka fíber þéttingu og sjá hvort að það lagi þetta ekki varanlega hjá mér. :) (sniðugt ráð, takk)
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by Squinchy »

Ég var að lenda í þessu líka, þurfti bara að herða fyrir allan peninginn. Þá hætti þetta
kv. Jökull
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by Andri »

Skrúfgangurinn er öðruvísi í tommu fittings. Ég held að það sé oftast millimetra skrúfgangur á blöndunartækjum og eldhús/baðherbergis krönum.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Hraðtengi og flösku skolari

Post by Squinchy »

Ég held að þetta sé bara konu vörn :fagun:
kv. Jökull
Post Reply