flippaður APA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

flippaður APA

Post by Benni »

2kg af Pale Ale
2kg af Pilsner
200gr af carared
300gr af caramunich III

25gr. af centennial í 60mín
10gr. af simcoe í 15mín
10gr. af citra í 5mín

svo eitthvað smávegis af Irish Moss og síðan WY1056 ger

þetta er allavega plan kvöldsins, svo spurning hvort maður breyti einhverju á síðustu stundu
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: flippaður APA

Post by sigurdur »

Eitthvað áætlað vökvamagn / OG / IBU / Meskiáætlun .. ? :)
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: flippaður APA

Post by Benni »

er ekki með beersmith eða neitt til að reikna út IBU, skaut þessari uppskrift bara að mestu leiti saman í kollinum áðan, en ég er að miða við 20lítrana og meskja við 67°c
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: flippaður APA

Post by Benni »

var kannski búinn að fá mér aðeins of mikið af bjór þegar ég var að vinna í þessum, tók vitlausann poka og setti 200gr af carahell í staðinn fyrir carared og í einhverju flippi bætti ég við 500gr. af wheat, síðan steingleymdi ég að setja Irishmoss útí suðuna, aðalega útaf því að ég gleymdi að setja það inn í timerinn
var nú samt ekki alveg sáttur með meskinguna, OG var ekki nema 1043 meðan ég var að búast við meira eins og 1050+ þar spilar nú kannski líka inn að ég var að prufa nýja aðferð í kringum meskinguna sem ég þarf eitthvað að endurskoða
En það er allavega búið að bubbla vel núna síðustu daga og verður forvitnilegt að smakka
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: flippaður APA

Post by Benni »

Eitthvað er ég að efast um að mælirinn minn sé í 100% réttur þar sem hann sýndi 1003 þegar ég tók mælingu áðan, en kannski ekki við miklu að búast af einhverju europris dóti, en hann er þó búinn að falla um 39 stig og það er ég ágætlega sáttur við og bæði bragðið og lyktin af honum lofar góðu
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: flippaður APA

Post by Feðgar »

Ertu búinn að prófa mælirinn í vatni?

Gera 39 punktar ekki sirka 5% Er það ekki bara flott
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: flippaður APA

Post by Benni »

áður en ég gat prufað það þá gaf mæliglasið sig þannig að það verður að bíða aðeins
en jú c.a. 5% og ekkert að því, bara flott
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: flippaður APA

Post by Benni »

Henti þessum á kút fyrir svolitlu síðan og er að sötra hann núna, verð þó að segja að ég muni eflaust gera einhverjar breitingar næst.
Var að vonast til að fynna örlítinn Simcoe keim en það er alveg falið, fynnst Citra vera alveg að taka allt yfir
Spurning um að prufa næst að víxla Simcoe og Citra eða þá klippa Citra út og hafa frekar 2 Simcoe viðbætur

En það eru pælingar til seinni tíma, núna er það bara skál og góða helgi
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
Post Reply