Ætla að brugga þennan
Weissbier fljótlega og var að spá í nokkrum hlutum.
Kornið er:
70% Wheat malt
3% Acidulated malt (Weyermann)
5% Cara Munich II (Weyermann)
22% Pilsner malt
Spurning 1: Á einhver Acidulated malt?
Spurning 1 og 1/2: Gæti ég súrmeskjað pilsner malt í staðinn?
Uppskriftin kallar á einhverja þýska humla.
Spurning 2: Hvað mælið þið hveitibjórsmenn með?
Ger: Wyeast 3068 (sýnist nokkrir eiga það í gerbankanum)
Meskiferli:
Maltose rest : 63 °C (145 °F) í 35 mín
dextrinization rest : 71 °C (160 °F) í 45 mín
mash-out : 76 °C (169 °F) (optional)
Kæla niður í 13-15°C eftir suðu og pitcha gerinu út í og leyfa síðan hækkun upp í 17°C og halda því þar í gerjun. Nota blow-off tube og fjarlægja brúnt krausen.
Spurning 3: Hvernig hafið þið farið að þessu með að fjarlægja krausen? Ég held ég verði of hræddur við að sýkja bjórinn að ég þori því varla.