Scottish heavy 70/-

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Scottish heavy 70/-

Post by viddi »

Lagði í skoskan 22. jan. Grunnur uppskriftar sóttur í Brewing Classic Styles. Innihald:

Pale Malt 3,2 kg.
Caramunich I 140 gr.
Roasted barley 130 gr.

Meskjað við 68° í klst.
PBG 1.036
25 L
Soðið í klst með 21 gr. EK Goldings. Tók um 1 1/2 L og sauð niður í ca. 400 ml til að fá svolítinn karamellukeim.
OG 1.039
20 L
Hefði viljað kröftugri suðu og ögn hærri OG (Beersmith tilgreinir 1.041 og 19 L).

Kælt og hrist og 1 smackpack af WY1728 skellt samanvið og sett í 18°

Ekkert farið að gerast í dag 24. jan svo ég mældi og komið í 1.031 svo eitthvað er að gerast. Sýnist á netinu að þetta ger sé vanalega fljótt í gang og skili þykkum krausenhring. Hækkaði hitann í 21° og krosslegg fingur.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Scottish heavy 70/-

Post by viddi »

Þessi var búinn að rúlla sér í rólegheitum niður í 1.015 í gærkveldi (26. jan) svo ég anda léttar. Öll umfjöllun um gerið á netinu bendir til þess að það gerji með látum en það er alls ekki raunin hjá mér. Sýnið lofar mjög góðu.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Scottish heavy 70/-

Post by kristfin »

hvað gerjar þetta ger mikið. ef þú byrjaðir í 1039 hvar reiknaru með því að enda.

er soldið spenntur fyrir að brugga svona bjór. en þeir eru svo margir bjórarnir sem eftir er að brugga :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Scottish heavy 70/-

Post by viddi »

Gerið er skráð 69-73% svo ég vona að ég nái honum í 1.010-1.011. Ætla að leyfa fötunni að vera í friði í hálfan mánuð og vona það besta.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Scottish heavy 70/-

Post by viddi »

Kom að því að ég fékk sýkingu í bjór. Búin að vera lykt af þessum sem hefur truflað mig, minnti á lím en bragðið tók af vafa. Edikkeimur svo þessi er sjálfsagt ónýtur. Hafði ekkert betra að gera í kvöld svo ég fleygði honum á flöskur. FG 1.015. Reyni að gleyma honum í drjúgan tíma og tek svo séns á að prófa.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply