Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by haukur_heidar »

mig langar að koma með smá uppbyggilega umræðu um árstíðarbjóra hér á landi.

Ég verð að segja að það kom mér mjög á óvart einkunnagjöf fágunar fyrir páskabjóranna. Áður en að fólk fer að æsa sig að þá tek ég fram að það er mjög erfitt að gera á milli bjóra sem eru lítt spennandi, en eitt fannst mér þó undarlegt, það var einkunnagjöfin fyrir Benedikt.

Nú er ég viss um að margir hérna þekkja Valgeir og Stulla, og örugglega allir, þmt ég, kunna að meta hvað þeir eru að gera.

Hinsvegar verð ég að segja að þrátt fyrir að Benedikt sé hið fínasta öl að þá er hann á engan hátt belgískur, og því finnst mér 90 stig eilítil undarleg. Mér fannst hann persónulega of humlaður og laus við allan ger- og maltkarakter til að geta talist abbey eða trappist klón. Ég er meðvitaður að Orval er auðvitað þurrhumlaður og með mikinn humlakarakter miðað við Trappist en hann hefur þó einnig áberandi mikinn ger karakter.

Mér fannst persónulega Benedikt vera frekar amerískur, meira boddí og hærra abv og þá erum við að tala um barley wine. Myndi frekar telja hann vera stórt amerískt öl frekar en belgískt og því finnst mér conceptið hafa farið út um gluggann hjá þeim.

Mér finnst samt umræða um bjóra og einnig einkunnagjafir fagunar eiga vel við á þessu spjallborði, og því vona ég að fólk telji þetta ekki vera neikvæðan póst.

Borg hafa samt bruggað stórbrotna bjóra, og ég bíð spenntur eftir endurkomu Úlfs, þ.e.a.s. ef það tekst hjá þeim að koma aftur með hann :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by bergrisi »

Flott grein í Fréttatímanum og góðar lýsingar.

Bíð spenntur eftir að prufa Benedikt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by sigurdur »

Áhugavert mat Haukur.

Dómur á árstíðarbjórum hefur ekki farið (að mér vitandi a.m.k.) eftir hversu vel einhver bjór fellur inn í bjórstíl heldur eftir hugmynd dómnefndar um viðkomandi árstíðarbjór (sem er staðfest á milli matsmanna áður en smökkun hefst).

Ég man ekki betur en að það komi ágætur gerkarakter af bjórnum, en enginn Delerium Tremens ..

Allavegana, þá væri mjög áhugavert að sjá ef Stulli eða Valli smelli ekki uppskriftunum á vefinn... *hint hint*
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by gunnarolis »

Mig langar að vera ósammála nokkrum punktum þarna, og leiðrétta um leið rangfærslur.

Einkunnargjöfin fyrir páskabjórana sem þú átt við er í Fréttatímanum og er einkunnagjöf Fréttatímans. Hún er ekki einkunnargjöf Fágunar, heldur er hún einkunnargjöf dagblaðs, byggð á áliti þeirra sem þeir velja til verksins. Í þessu tilfelli (og flestum) hefur verið leitað til Fágunar vegna þessara smakkana en álit dómnefndar lýsir auðvitað bara áliti þeirra sem sitja í henni hverju sinni. Það er samt þannig að þeir eru bara álitsgjafar, og það er síðan lokaákvörðun blaðamannsins hvað hann skrifar í blaðið og hvaða einkunn hann gefur bjórnum. Það er í raun óháð því hvað álitsgjafarnir gáfu bjórnum í einkunn.

Mér finnst frekar harkalegt að setja í þessu samhengi inn kommentið um að það sé erfitt að gera upp á milli bjóra sem séu lítt spennandi, því með þeirri setningu ertu í raun að dæma alla bjórana í þessari smökkun óspennandi að mínu viti. Ég held samt að þú hafir ekki endilega meint það þannig, þó ég viti það ekki með vissu. En vissulega er erfitt að gera upp á milli bjóra sem eru mjög líkir eins og oft hefur verið raunin með íslenska árstíðarbjóra, en það stefnir í rétta átt og vonandi heldur þróunin áfram.

Auðvitað er bjór"senan" á íslandi lítil, og Borg brugghús hefur verið að bjóða félaginu í heimsókn og annað, en Fréttatíminn treystir á fagmennsku þeirra sem gefa álit og ég held að við ættum að gera það líka. Enda í flestum tilfellum sómapiltar sem hafa verið að dæma (því miður hefur engin kona komið við sögu í smökkunum hingað til).

Ég er ekki sammála því að hann sé ekki belgískur. Þegar ég hugsa um belgíska bjóra þá hugsa ég um fruity estera, ávexti í nefi og mikinn hluta karakters frá belgísku geri. Gerið í Benedikt er sannlega belgískt og ég finn vel þroskaðan banana og þroskaða peru í nefi, krydd og pipar í eftirbragði og sætu (jafnvel cloying sætu) í eftirbragði bjórsins. Mér finnst hann því vera mjög svo belgískur í bragði þó það sé kannski ekki hægt að troða honum í skóinn af neinum af hefðbundnari belgísku trappist stílunum s.s Dubbel, Tripel, Strong dark eða Quadrupel. Við vitum hinsvegar að bjórinn í belgíu er skemmtileg skepna þar sem menn hafa hvað mest af öllum stöðum sagt skilið við stíla og bruggað frekar eftir bragði en stíl. Ég held ekki að takmark þessa bjórs hafi verið að klóna eitt eða neitt, frekar búa til skemmtilegan bjór.
Hinsvegar er það þannig með þetta að það er auðvitað upplifun hvers og eins af bjórnum sem skiptir mestu máli, og allt í góðu að menn túlki bjórinn hver á sinn hátt. Það er líka það sem gerir þetta skemmtilegt.

Ég er sammála því að mér finnst 90% vera hátt fyrir þennan bjór, en ég held að það eigi frekar að taka þessa fréttatímadóma sem innbyrgðis skala. Bjór sem skorar 90 punkta á 100 punkta skala er orðinn verulega góður án þess að ég ætli endilega að taka afstöðu um þennan einstaka bjór. Ég mundi t.d ekki gefa páskakalda 80% (4 af 5) á Ratebeer ef ég væri að rate-a hann þar, það er alveg klárt mál. Eins held ég að Benedikt fengi ekki 4.5 af 5 á sama máta.

Hvað Úlf varðar þá skilst mér að það sé nær eingöngu skortur á Simcoe humlum sem orsakar það að hann hefur ekki verið fáanlegur í allnokkuð langan tíma, á meðan verðum við að "sætta" okkur við frænda hans frá Danmörku Green Gold.

[edit:typo og smá viðbót]
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by halldor »

Jú eins og Sigðurður benti réttilega á þá er verið að dæma bjórana eftir því hversu vel þeir falla inn í skilgreininguna "páskabjór" en ekki þann stíl sem þeir eiga heima í samkvæmt BJCP. Auðvitað er engin ein rétt skilgreining á páksabjór en við í dómnefndinni reyndum að finna nokkur atriði sem okkur fannst eiga við og koma þau ágætlega fram í greininni í Fréttatímanum.
Ég er sammála því að einkunnirnar í þessum bjórdómum hjá Fréttatímanum eru oftast í hærri kantinum. Sú ákvörðun var tekin (af ritstjórn Fréttatímans) á sínum tíma að skala einkunnir á svipaðan máta og yfirleitt er gert í léttvínsdómum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta og persónulega væri ég til í að hafa þetta eins hreint og beint og hægt er.
Plimmó Brugghús
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by haukur_heidar »

gunnarolis wrote:
Einkunnargjöfin fyrir páskabjórana sem þú átt við er í Fréttatímanum og er einkunnagjöf Fréttatímans. Hún er ekki einkunnargjöf Fágunar, heldur er hún einkunnargjöf dagblaðs, byggð á áliti þeirra sem þeir velja til verksins. Í þessu tilfelli (og flestum) hefur verið leitað til Fágunar vegna þessara smakkana en álit dómnefndar lýsir auðvitað bara áliti þeirra sem sitja í henni hverju sinni. Það er samt þannig að þeir eru bara álitsgjafar, og það er síðan lokaákvörðun blaðamannsins hvað hann skrifar í blaðið og hvaða einkunn hann gefur bjórnum. Það er í raun óháð því hvað álitsgjafarnir gáfu bjórnum í einkunn.
Flott að vita, því þetta vissi ég ekki, og auðvitað auðvelt að túlka einkunnagjöfina á þá leið að það séu einkunnir Fágunar. Hinsvegar með þetta vitneskju að þá meikar þetta miklu meira sens :sing:
gunnarolis wrote:
Mér finnst frekar harkalegt að setja í þessu samhengi inn kommentið um að það sé erfitt að gera upp á milli bjóra sem séu lítt spennandi, því með þeirri setningu ertu í raun að dæma alla bjórana í þessari smökkun óspennandi að mínu viti. Ég held samt að þú hafir ekki endilega meint það þannig, þó ég viti það ekki með vissu. En vissulega er erfitt að gera upp á milli bjóra sem eru mjög líkir eins og oft hefur verið raunin með íslenska árstíðarbjóra, en það stefnir í rétta átt og vonandi heldur þróunin áfram.
Það sem ég meinti var að það er oftast óspennandi úrval árstíðarbjóra. Það eru flestir, nema Borg, fastir í sömu hjólförunum og brugga sama örugga bjórinn ár eftir ár. Mér þykir það miður því ég held að það sé loksins komin ágætis bjórsena hér á landi, miðað við oft áður. Ætli ég sé ekki búinn að vera í þessu í rúm 10 ár, og ég man eftir því að á tímabili var sala eðalbjóra skammarleg á Íslandi. Einhverntíman reiknaði ég það út að ég hafði keypt eitt árið rúmlega 45% af öllum Westmalle Tripel sem voru seldir á Íslandi. Það eru guði sé lof breyttir tímar í dag, eitthvað sem Valgeir, Ölvisholt, Stulli og Borg eiga stóran þátt í. Hinsvegar finnst mér þetta ekki harkaleg komment, að meta vín, mat og bjór er einungis persónulegt mat, en það má rökræða hlutina fram og til baka og það er það sem gerir bjórumræðuna oft gríðarlega skemmtilega. Mér finnst einnig að það ber að hrósa góðum hlutum en að lasta vondum hlutum. Á meðan að hægt er að dásama einn bjór að þá ætti að vera hægt að segja að e-r annar bjór sé hreinlega vondur (svo lengi sem það er sæmilega rökstutt).

Það má kannski einnig nota tækifærið og hrósa Elg ehf. og Járn og Gler fyrir að standa í afar erfiðum bisness en samt færa okkur oft á tíðum góða og frábæra bjóra. Vill einnig nota tækifærið að þakka guði fyrir að geta nálgast bjóra eins og Green Gold, Duvel og Anchor Porter úr ríkinu :drunk:
gunnarolis wrote:
Ég er ekki sammála því að hann sé ekki belgískur. Þegar ég hugsa um belgíska bjóra þá hugsa ég um fruity estera, ávexti í nefi og mikinn hluta karakters frá belgísku geri. Gerið í Benedikt er sannlega belgískt og ég finn vel þroskaðan banana og þroskaða peru í nefi, krydd og pipar í eftirbragði og sætu (jafnvel cloying sætu) í eftirbragði bjórsins. Mér finnst hann því vera mjög svo belgískur í bragði þó það sé kannski ekki hægt að troða honum í skóinn af neinum af hefðbundnari belgísku trappist stílunum s.s Dubbel, Tripel, Strong dark eða Quadrupel. Við vitum hinsvegar að bjórinn í belgíu er skemmtileg skepna þar sem menn hafa hvað mest af öllum stöðum sagt skilið við stíla og bruggað frekar eftir bragði en stíl. Ég held ekki að takmark þessa bjórs hafi verið að klóna eitt eða neitt, frekar búa til skemmtilegan bjór.
Hinsvegar er það þannig með þetta að það er auðvitað upplifun hvers og eins af bjórnum sem skiptir mestu máli, og allt í góðu að menn túlki bjórinn hver á sinn hátt. Það er líka það sem gerir þetta skemmtilegt.
Það sem ég átti við með klónun í þessu var hreinlega bjórstíllinn. Ég myndi samt halda að Orval hafi verið fyrirmyndin, sbr hin mikla humlakarakter sem Benedikt hefur. Nú má það heldur ekki skiljast þannig að ég mér finnist Benedikt vera vondur bjór, síður en svo, mér finnst hann mjög skemmtilegur og áhugaverður bjór. Og jafnvel þótt það sé ekki beint hægt að tala um bjórstíl varðandi klausturbjór, enda ansi margir "stílar" sem falla þar undir, eins og þú bendir réttilega á. , að þá verð ég hreinlega persónulega að vera ósammála flöskumiðanum. Það er samt hreinlega mitt persónulega mat, án þess að ég sé að setja mig á einhvern hærri stól en aðrir hérna inni.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by gunnarolis »

Það er allt í góðu með það, þessi skoðun er alls ekki verri en nein önnur.

Hinsvegar held ég að það sé alrangt mat að þetta hafi átt að vera eitthvað í ætt við Orval. Orval er bruggaður með primary geri og síðan kláraður með Brettanomyces. Ég hef drukkið Orval 3 mánaða gamlann (þeas þegar enginn Brett character er kominn í hann) og hann er humlaðari en flest ljósöl. Hann er mjög hoppy, langt langt yfir því sem Benedikt er (auk þess sem hann er ljósari í lit). Hann er á að giska á bilinu 35-40 IBU. Við 6 mánuði er hann orðinn frábærlega complex, funky og yndislegur og humlarnir færast úr aðalhlutverki.
Hann breytist síðan mánuð frá mánuði og verður bara betri með hverjum deginum sem líður.

Ég er sammála þér í mörgu af þessu, en ekki með Orvalinn.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by haukur_heidar »

Það sem ég átti við með Orvalinn var að hann er þurrhumlaður, sem er sjaldgæft miðað við Belgíska bjóra.

Ég er samt 110% sammála þér með Orval, hann er einfaldlega einn besti bjór í heimi. Ég hef einmitt smakkað hann á flestum stigum, yngstan 3 mánaða, þvílíkt yndi. Örugglega besti session bjór í heimi á því stigi :sing:
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by halldor »

Eftir árgangasmökkun á Orval í Belgíu síðasta sumar verð ég að segja að hann er bestur í kringum 2-3 ára, þá er brett karakterinn ótrúlega mikill án þess að humlarnir séu alveg týndir.

Annars fagna ég svona faglegri umræðu um "keyptan" bjór :skal:
Plimmó Brugghús
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Re: Einkunnagjöf Fágunar fyrir Páskabjórana í ár

Post by haukur_heidar »

halldor wrote:Eftir árgangasmökkun á Orval í Belgíu síðasta sumar .....
Image
Post Reply