Ætla að leita til ykkar gúrúanna sem vita ótrúlega mikið, enda gaman að lesa hér póstana frá ykkur.
Ég var að velta einu fyrir mér. Nú er ég tiltölulega nýr í brugginu og hef bruggað einhverjar 5 lögur úr kittum, 3 ágæt en 2 alveg niðurhellanlega vondar, enda örugglega ágætt að byrja á þessum kittum til að læra á ákveðna factora varðandi bæði mismunandi ger og svo auðvita hreinlæti í kringum bjórgerð.
Ég komst að því eftir spjall við annan sem hefur bruggað þessa 2 sömu bjóra og "mistókust" hjá mér, að það væri gerið sem fylgdi kittinu sem orsakaði það óbragð sem mínir bragðlaukar bara gátu engan veginn sætt sig við; eins og súrt eplabragð, erfitt að lýsa því í orðum.
Var að velta því fyrir mér, nú gerjast lager bjórinn við lægra hitastig en ölinn... hvað ef ég nota t.d. Windsor ale ger eða ágætt ger sem gerjast við hærra hitastig en lagergerið, þar sem ég get ekki lækkað hitastigið hjá mér mikið meira en 18-20°C...
(Ef ég er að misskilja, þá reikna ég með að það sé gerið sjálft sem gerjast best við ákveðið hátt eða lágt hitastig, endilega leiðréttið mig ef það er rangt hjá mér)
Og svo auðvitað, ef bjór sýkist, verður það þá ekki mjög áberandi vont bragð af bjórnum eða? Nánast eins og þegar maður smakkar, hvað skal maður segja, mjólk sem er orðin súr og vond? Eða er þetta hulið bragð í byrjun, sem versnar bara með tímanum?
Takk fyrir mig annars