gunnarolis wrote:
Einkunnargjöfin fyrir páskabjórana sem þú átt við er í Fréttatímanum og er einkunnagjöf Fréttatímans. Hún er ekki einkunnargjöf Fágunar, heldur er hún einkunnargjöf dagblaðs, byggð á áliti þeirra sem þeir velja til verksins. Í þessu tilfelli (og flestum) hefur verið leitað til Fágunar vegna þessara smakkana en álit dómnefndar lýsir auðvitað bara áliti þeirra sem sitja í henni hverju sinni. Það er samt þannig að þeir eru bara álitsgjafar, og það er síðan lokaákvörðun blaðamannsins hvað hann skrifar í blaðið og hvaða einkunn hann gefur bjórnum. Það er í raun óháð því hvað álitsgjafarnir gáfu bjórnum í einkunn.
Flott að vita, því þetta vissi ég ekki, og auðvitað auðvelt að túlka einkunnagjöfina á þá leið að það séu einkunnir Fágunar. Hinsvegar með þetta vitneskju að þá meikar þetta miklu meira sens
gunnarolis wrote:
Mér finnst frekar harkalegt að setja í þessu samhengi inn kommentið um að það sé erfitt að gera upp á milli bjóra sem séu lítt spennandi, því með þeirri setningu ertu í raun að dæma alla bjórana í þessari smökkun óspennandi að mínu viti. Ég held samt að þú hafir ekki endilega meint það þannig, þó ég viti það ekki með vissu. En vissulega er erfitt að gera upp á milli bjóra sem eru mjög líkir eins og oft hefur verið raunin með íslenska árstíðarbjóra, en það stefnir í rétta átt og vonandi heldur þróunin áfram.
Það sem ég meinti var að það er oftast óspennandi úrval árstíðarbjóra. Það eru flestir, nema Borg, fastir í sömu hjólförunum og brugga sama örugga bjórinn ár eftir ár. Mér þykir það miður því ég held að það sé loksins komin ágætis bjórsena hér á landi, miðað við oft áður. Ætli ég sé ekki búinn að vera í þessu í rúm 10 ár, og ég man eftir því að á tímabili var sala eðalbjóra skammarleg á Íslandi. Einhverntíman reiknaði ég það út að ég hafði keypt eitt árið rúmlega 45% af öllum Westmalle Tripel sem voru seldir á Íslandi. Það eru guði sé lof breyttir tímar í dag, eitthvað sem Valgeir, Ölvisholt, Stulli og Borg eiga stóran þátt í. Hinsvegar finnst mér þetta ekki harkaleg komment, að meta vín, mat og bjór er einungis persónulegt mat, en það má rökræða hlutina fram og til baka og það er það sem gerir bjórumræðuna oft gríðarlega skemmtilega. Mér finnst einnig að það ber að hrósa góðum hlutum en að lasta vondum hlutum. Á meðan að hægt er að dásama einn bjór að þá ætti að vera hægt að segja að e-r annar bjór sé hreinlega vondur (svo lengi sem það er sæmilega rökstutt).
Það má kannski einnig nota tækifærið og hrósa Elg ehf. og Járn og Gler fyrir að standa í afar erfiðum bisness en samt færa okkur oft á tíðum góða og frábæra bjóra. Vill einnig nota tækifærið að þakka guði fyrir að geta nálgast bjóra eins og Green Gold, Duvel og Anchor Porter úr ríkinu
gunnarolis wrote:
Ég er ekki sammála því að hann sé ekki belgískur. Þegar ég hugsa um belgíska bjóra þá hugsa ég um fruity estera, ávexti í nefi og mikinn hluta karakters frá belgísku geri. Gerið í Benedikt er sannlega belgískt og ég finn vel þroskaðan banana og þroskaða peru í nefi, krydd og pipar í eftirbragði og sætu (jafnvel cloying sætu) í eftirbragði bjórsins. Mér finnst hann því vera mjög svo belgískur í bragði þó það sé kannski ekki hægt að troða honum í skóinn af neinum af hefðbundnari belgísku trappist stílunum s.s Dubbel, Tripel, Strong dark eða Quadrupel. Við vitum hinsvegar að bjórinn í belgíu er skemmtileg skepna þar sem menn hafa hvað mest af öllum stöðum sagt skilið við stíla og bruggað frekar eftir bragði en stíl. Ég held ekki að takmark þessa bjórs hafi verið að klóna eitt eða neitt, frekar búa til skemmtilegan bjór.
Hinsvegar er það þannig með þetta að það er auðvitað upplifun hvers og eins af bjórnum sem skiptir mestu máli, og allt í góðu að menn túlki bjórinn hver á sinn hátt. Það er líka það sem gerir þetta skemmtilegt.
Það sem ég átti við með klónun í þessu var hreinlega bjórstíllinn. Ég myndi samt halda að Orval hafi verið fyrirmyndin, sbr hin mikla humlakarakter sem Benedikt hefur. Nú má það heldur ekki skiljast þannig að ég mér finnist Benedikt vera vondur bjór, síður en svo, mér finnst hann mjög skemmtilegur og áhugaverður bjór. Og jafnvel þótt það sé ekki beint hægt að tala um bjórstíl varðandi klausturbjór, enda ansi margir "stílar" sem falla þar undir, eins og þú bendir réttilega á. , að þá verð ég hreinlega persónulega að vera ósammála flöskumiðanum. Það er samt hreinlega mitt persónulega mat, án þess að ég sé að setja mig á einhvern hærri stól en aðrir hérna inni.