mikil froða en samt flatur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
mattib
Kraftagerill
Posts: 60
Joined: 13. Feb 2011 19:16

mikil froða en samt flatur

Post by mattib »

Sælir , ég er með keg system og er að gera minn fyrsta bjór á því.. allt gengur vel , bjórinn smakkast mjög vel en ekki alveg..

Ég er með kútinn við stofuhita, (ekki kominn með ísskáp), setti þrýsting upp í 30 psi og er búinn að vera þannig í nokkra daga næstum viku.

Núna kemur eiginlega bara froða og bjórinn er flatur. hvernig get ég reddað málanum ? ég er búinn að lækka pasi niður í 10 psi. Ætlaði mér að nota hann á morgunn(24.feb).

kv. Marteinn
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: mikil froða en samt flatur

Post by bjarkith »

Það er erfitt að kolsýra bjór við hátt hitastig, og það tekur langan tíma (eða það er mín reynsla) þegar ég hef þurft að kolsýra hann hratt þá hef ég kælt kútinn niður eins mikið og ég get, fleigt honum í ísbað eða út í frost og svo rúllað honum aðeins eftir gólfinu á handklæði, þetta er mjög ónákvæmt, en einu skiptin sem ég hef þurft að snögg kolsýra var þegar ég var að fara með bjór í partý og þá er fólki yfirleitt nett sama svo lengi sem hann er áfengur. Annars kemur alltaf mikil froða hjá mér líka þegar hann er volgur í kútnum, fer ekki að freyða rétt fyrr en hann er orðinn passlega kaldur.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: mikil froða en samt flatur

Post by Dabby »

Leysni koltvísýrings í vatni er mjög háð hitastigi. Ég hef í raun lennt í þessu sama vandamáli með flöskubjór, það kom þannig fram að ef hann var opnaður við stofuhita gaus hann óstjórnlega... allt í froðu og ekkert voðalega kolsýrður bjór.

Þetta ætti að vera bara hitastigið - kolsýran helst ekki uppleyst þegar þrýstingurinn lækkar við stofuhita. Getur verið að vandamálið hverfi um leið og búið er að kæla bjórinn... gerði það allavega með flöskubjórinn minn..

Ég giska á að það þýði ekkert að gefa kolsýrunni lengri tíma til að leysast upp í bjórnum, þar sem það myndast mikil froða er væntanlega nóg af kolsýru í bjórnum, hún vill bara ekki haldast þar þegar þrýstingurinn lækkar (dælt úr kútnum, flaska opnuð - same thing). Það er aðallega hitastigið. Önnur enfi í bjórnum hafa svo einhver áhrif á hvernig þetta gerist, en kæling ætti að leysa öll þín vandamál.
mattib
Kraftagerill
Posts: 60
Joined: 13. Feb 2011 19:16

Re: mikil froða en samt flatur

Post by mattib »

Takk fyrir þetta , ég ætla reyna koma honum í kælingu :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: mikil froða en samt flatur

Post by gunnarolis »

Öll kolsýran sem er í bjórnum er bara að losna úr honum útaf hitanum.

Kældu kútinn og sjáðu hvort þetta gengur ekki betur.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: mikil froða en samt flatur

Post by Feðgar »

Lækkaðu þrýstinginn svo mikið að bjórinn rétt lúsast úr kútnum, hækkaðu hann svo aftur þegar þú ert búinn að fá þér í glasið.

Við getum ekki náð bjór úr okkar kútum við 10 psi, það er of hátt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: mikil froða en samt flatur

Post by hrafnkell »

Hitastigið úti þessa dagana er passlegt fyrir bjórkúta :)

Það er eiginlega möst að kæla kútana til að gott sé, en annars er stundum hægt að redda sér með að lækka þrýstinginn.


Ég er með passlega langar slöngur á kerfinu mínu til að ég get skenkt við 10-12psi. Þá þarf ég ekki að lækka þrýstinginn og standa í þannig veseni þegar mig langar í bjór.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: mikil froða en samt flatur

Post by Squinchy »

+1 á langar slöngur og kæla bjórinn :), redda sér bala/fötu og klaka í næstu búð/bensínstöð fyrir kvöldið :)
kv. Jökull
Post Reply