Þar sem það er svo gaman að sjá appelsínugula kassa hérna og ekkert er of ómerkilegt (nema kannski þetta innlegg) þá ætla ég að henda þessu inn.
Ég var að vandræðast með að merkja tappana og var að nota mism. liti til að skilgreina á milli en fann svo litla límmiða í Office 1.
Á þessa límiða set ég nafnið á bjórnum, hvaða útgáfa þetta er, styrkleika og hvenær ég set hann á flösku. Maður getur haft fleiri línur en þá er það minna letur. Það eru 72 miðar á örk og 16 arkir í pakkanum. Þannig að þetta er fljótleg, ódýr og þægileg leið til að merka.
Attachments
tappi.jpg (21.08 KiB) Viewed 11515 times
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Ég vel formið í labels minnir mig í word. Þar er þetta til. Svo er bara copy paste. Maður gat líka náð í template á heimasíðu fyrirtækisins.
Þetta er lítið mál. Klúðraði að vísu fyrsta blaðinu en svo hefur þetta verið í góðu lagi. Var búinn að finna hringlaga límmiða útí heimi en það var svo dýrt. Ég held að maður finni ekki ódýrari lausn. Gafst líka uppá að líma á flöskurnar. Leiðinlegt að þrífa þær. Best að hafa þetta á tappanum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS