Seinni gerjun. Nauðsynlegt eða tímaeyðsla?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Seinni gerjun. Nauðsynlegt eða tímaeyðsla?

Post by bergrisi »

Ég er mikið að spá í svokallaðri “secondary” gerjun.

Ég hef verið að skoða spjallsvæði erlendis og þar er þetta mikið rætt. Sumir segja að það sé í raun nóg að gera þetta bara ef þú ert að bæta einhverju auka kryddi eða öðrum bragðefnum (ávöxum eða slíku). Flestir eru reyndar að setja á kúta en ég er ennþá bara með flöskur.

Sumir segja að þetta sé gott til að fá bjórinn tærari. Svo það er spurning hvort maður eigi að gera þetta við lagerbjórinn?

Ég hef gert þetta undanfarið og þá sett gelatin í seinni gerjun til að fá bjórinn tærari.

Ég er núna með fjóra bjóra í gerjun og allir búnir að vera í ca. viku. Hafra-porter, einn APA og tvo lager. Væri það til bóta að vera með seinni gerjun eða ekki td. á lagerbjórana.

Þetta hefur komið til tals á öðrum þráðum en ég fann engann þráð sem var bara um þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Seinni gerjun. Nauðsynlegt eða tímaeyðsla?

Post by anton »

Ég hef prófað bæði með sömu uppskrift og ekki fundið mikinn mun.

Ég geri þetta helst til að ná í gerið. Þ.e. ef ég er í góðu bruggstuði þá brugga ég 2-3 bjóra á einum degi.
Þá er gott að vera fyrst með einhvern annan bjór með gerinu sem ég gæti notað og er búinn að vera t.d. í viku í prim. Þá smelli ég þeim bjór í secondary fötu og nota gerið í hina 2-3 bjórana. Talandi um að gera góðan ger-starter :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Seinni gerjun. Nauðsynlegt eða tímaeyðsla?

Post by bergrisi »

Það er vitaskuld sniðugt. Ég er með einn í gerjun sem notar sama ger og einn sem ég ætla að gera um helgina. Ætti kannski að spara mér gerpakkann sem ég á. Er ekki kominn uppá lag með að "þvo" ger og endurnýta. Þarf að hella mér í það.

En eftir því sem ég les meira á netinu þá eru ástæðurnar fyrir því að menn noti Secondary gerjun ekki til að bæta bjórinn. Aðalega eru menn að losa gerjunarílátið eða setja einhver auka bragðefni í bjórinn eða þurrhumlun. En ef það stendur ekki til þá virðast menn vera á því að þetta sé óþarfi. En það eru örugglega þúsund þræðir um þetta á homebrewtalk.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Seinni gerjun. Nauðsynlegt eða tímaeyðsla?

Post by hrafnkell »

Fyrir mér er secondary bara ef ég ætla að geyma bjórinn lengi áður en ég set á flöskur, ef ég ætla að setja ávexti eða eitthvað fyrirferðamikið sem ég vil ekki endilega að liggja á/í gerkökunni. Einnig er pæling með þurrhumlun - Einhverjir vilja meina að humlarnir nýtist verr ef þeir fara í primary, á gerkökuna.

Ég hef aldrei sett í secondary, en það stendur til núna þar sem ég er að fara að setja brett í Horvalinn minn.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Seinni gerjun. Nauðsynlegt eða tímaeyðsla?

Post by Feðgar »

Við gerum þetta meira til að ná bjórnum tærum.

Á meðan kakan er undir þá eru alltaf eihverjar bólur að draga upp ger.

En við erum kannski að gera þetta á annan hátt en flestir þar sem við eftirgerjum ekki á flöskum.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Seinni gerjun. Nauðsynlegt eða tímaeyðsla?

Post by sigurdur »

Tímaeyðsla í mínum hug fyrir flesta bjóra.

Ég gerði ágætan lager án þess að færa í eitthvað secondary. (lagerað beint á kökunni). Ég finn ekki óviðeigandi bragð.
Post Reply